Fleiri fréttir

Þyrla sækir sjúkan mann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti veikan mann í ítalskt skemmtiferðaskip, Costa Allegra, um 120 sjómílur norðaustur af Langanesi í gærkvöld. Hringt var á Landspítalann rétt fyrir klukkan 7 og tilkynnt að 83ja ára gamall maður um borð hefði fengið heiftarlegar blóðnasir og innvortis blæðingar í kjölfarið.

Fluttur frá Grænlandi

Níu ára drengur, sem slasaðist í Angmaksalik á Grænlandi í gærkvöld, var sóttur með flugvél frá Akureyri í nótt, og var komið með hann á Landspítalann í Fossvogi. Drengurinn var við leik þegar þung járnplata féll á hann með þeim afleiðingum að hann fékk högg á höfuðið og missti meðvitund.

Vinnuslys í Hafnarfirði

Fimmtán ára piltur liggur alvarlega slasaður á gjörgæsludeild Landspítalans eftir vinnuslys í Hafnarfirði í gær. Pilturinn var við vinnu í nýbyggingu á Völlunum er hann féll niður af byggingarpalli, um 5 og hálfan metra. Hann slasaðist á höfði og í brjóstholi og var fluttur á gjörgæsludeild, þar sem hann liggur enn.

Leyniskýrsla um spilltan svínakóng

<strong><font color="#008080"></font></strong> Félagsmenn í Mjólkurfélagi Reykjavíkur vilja opinbera rannsókn á meintum brotum fyrrverandi stjórnarformanns félagsins, Kristins Gylfa Jónssonar. Í trúnaðarskýrslu segir að ekkert hafi komið fram í ársreikningi um 41 milljónar króna heimildarlauss peningaláns til svínabús Kristins. Lánsviðskipti við fyrirtæki Kristins Gylfa hafi verið yfir öll mörk.

Sex vikna hámark olíu

Olíuverð náði sex vikna hámarki í gær. Hráolíufatið kostaði 40 dollarar og 97 sent þegar lokað var á markaði í New York í gær. Meginástæðan er sú að olíubirgðir í Bandaríkjunum hafa snarminnkað, auk þess sem áhyggjur af olíuflæði frá Miðausturlöndum virðast ætla að vera viðvarandi.

Brotist inn í fyrirtæki

Lögreglan í Reykjavík handtók mann í morgun, eftir að hann hafði brotist inn í fyrirtæki á Ártúnshöfðanum. Maðurinn hafði skömmu áður ekið bifreið sinni útaf og sást glögglega á öryggismyndavélum er hann hljóp sem fætur toguðu úr bílnum og braust inn í fyrirtækið.

Reknir yfir fjárheimildum

Af 520 fjárlagaliðum ríkisins á síðasta ári voru 210 reknir yfir fjárheimildum í fjárlögum. Þar af fóru 108 fjárlagaliðir meira en 4 prósent fram úr fjárheimildum, sem eru þau viðmiðunarmörk, sem getið er um í reglugerð fjármálaráðuneytisins.

Engin fyrirskipun um brotthvarf

Algjör óvissa ríkir enn um hvort og þá hvenær sveitir Filipseyinga í Írak yfirgefa landið. Mannræningjar sem halda filipseyska gíslinum Angelo de la Cruz hafa hótað að drepa hann hverfi sveitirnar ekki til síns heima fyrir tuttugasta þessa mánaðar.

Mikið annríki í sjúkraflugi

Mikið annríki hefur verið í sjúkraflugi frá Akureyri með vélum Flugfélags Íslands undanfarna daga. Í morgun fóru sjúkraflutningamaður og tveir læknar með Metró vél Flugfélags Íslands til Kulusuk og sóttu slasaðan dreng sem fluttur var með þyrlu frá Angmassalik.

Nýr ferðavefur opnaður

Ferðamálaráð Íslands hefur opnað nýjan ferðavef fyrir Íslendinga www.ferdalag.is. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, opnaði vefinn í 40 ára afmælishófi Ferðamálaráðs á dögunum en við það tækifæri var endurnýjuðum landkynningarvef Ferðamálaráðs, www.icetourist.is hleypt af stokkunum.

Enn leitað að kennitöluflassara

Persónuvernd hefur enn ekki tekist að varpa ljósi á það hver er að baki nafninu Guðmundur góði á spjallþræðinum malefnin.com. Guðmundur góði varð uppvís að því að birta á þræðinum nöfn, kennitölur og heimilisföng þriggja alnafna sem allir heita Guðmundur Jón Sigurðsson.

Fiskneysla minnkað um helming

Fiskneysla Íslendinga er ekki eins mikil og talið var segir í tilkynningu frá Lýðheilsustöð. Þar segir að í fréttum sjónvarps og útvarps þann 13. júlí hafi verið greint frá fiskneyslu nokkurra þjóða og þar vísað í upplýsingar frá Matvæla og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO.

Slitið sambandi við Ísrael

Ríkisstjórn Nýja Sjálands hefur slitið sambandi við ísraelsk stjórnvöld í kjölfar þess að tveir meintir ísraelskir njósnarar voru fangelsaðir fyrir að reyna að verða sér út um nýsjálensk vegabréf.

Fjárfesting mest í frjálsræði

Fjárfesting er mest í þeim löndum þar sem mest frjálsræði er í efnahagsmálum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fraser stofnunarinnar í Kanada, en íslenski hluti skýrslunnar er unninn hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Formenn hittast á fundi í dag

Búist er við að formenn stjórnarflokkanna hittist á fundi í dag og ræði breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins er væntanlegur til Reykjavíkur í dag en hann hefur verið úti á landi vegna dauðsfalls í fjölskyldunni. Búist er við að hann hitti Davíð Oddsson í dag til að ræða stefnubreytingu Framsóknarmanna

Fundi frestað í allsherjarnefnd

Fundi í allsherjarnefnd Alþingis var slitið nú rétt fyrir fréttir og verður ekki framhaldið fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Formaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarmeirihlutinn geti ekki komið sér saman í málinu og að ríkisstjórnin sé að springa. Formaður allsherjarnefndar hafnar því að beðið sé eftir skipunum frá formönnum stjórnarflokkanna.

Líðan mannsins óbreytt

Líðan mannsins, sem ekið var á í Ártúnsbrekkunni í fyrrinótt, er óbreytt. Hann slasaðist alvarlega og er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala í Fossvogi. Komið var að honum meðvitundarlitlum á götunni, en ökumaður bifreiðarinnar sem ók á hann, hafði stungið af.

Búið að laga explorer

Gísli Ólafsson, tölvusérfræðingur, hjá Microsoft, segir að búið sé að loka fyrir gatið sem tölvuþrjótar gátu notfært sér til þess að komast inn í tölvur sem nota Microsoft Explorer, vafra. Bandaríska heimavarnarráðuneytið sendi frá sér tilkynningu þar sem ekki var mælt með notkun Microsoft Explorer vafrara, þar sem varnarkerfi hans væri gallað.

Fáir leita til VR vegna uppsagna

Fáir hafa leitað til Verslunarmannafélags Reykjavíkur, vegna uppsagna og skipulagsbreytinga, hjá Eimskipafélagi Íslands. Kristín Sigurðardóttir, forstöðumaður Samskipta og Þróunarsviðs VR, sagði í samtali við fréttastofuna, í morgun, að hjá Eimskipafélassamsteypunni væru þetta mest tilfærslur á skrifstofum. Nokkrir misstu þó vinnuna, sem væri auðvitað afskaplega sárt.

Skortur á ánamöðkum

Vegna þurrka á landinu í sumar, er mikill skortur á maðki fyrir stangveiðimenn. Maðkurinn hefur því fimmfaldast í verði. Sumarið er ekki góður tími fyrir ánamaðka. Þeir eru rifnir upp úr jörðinni, tugþúsundum saman, þræddir upp á öngla, og hent út í vatn, þar sem hungraðir fiskar ráðast á þá, og éta þá upp til agna.

Borgarstjórnarkosningar í Englandi

Borgarstjórnarkosningar verða í tveimur borgum á Englandi í dag og segja stjórnmálaskýrendur að niðurstöður þeirra kosninga sýni betur en nokkuð annað stöðu Tonys Blairs og Verkamannaflokksins, daginn eftir að skýrsla Butlers lávarðar birtist.

Árásum linnir ekki

Árásum í Írak linnir ekki og nokkur fjöldi fólks fórst í árásum í morgun. Bílsprengja varð tíu að bana skammt norðvestur af Bagdad í morgun. Fjörutíu særðust í árásinni. Tvö börn voru meðal fallinna, auk fjölda lögreglumanna, en sprengjan sprakk utan við höfuðstöðvar lögreglunnar.

Stúdentar fagna ákvörðun

Formaður stúdentaráðs fagnar því að menntamálaráðherra skuli ætla að taka tillit til skoðana þeirra, varðandi skólagjöld í Háskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, hefur lýst þeirri skoðun sinni að ekki eigi að leggja skólagjöld á grunnnám, við Háskóla Íslands.

Upplýsingum safnað en ekki notaðar

Viðkvæmum persónuupplýsingum um flugfarþega á leið til Bandaríkjanna verður ekki safnað saman. Kerfið þótti ekki skilvirkt auk þess sem persónuréttindi farþega voru sögð fótum troðin. Icelandair ætlaði að láta upplýsingarnar í té frá og með lokum þessa mánaðar.

Óttast að þjónusta minnki

Bæjarstjórn Ísafjarðar óttast að þjónusta við Vestfirðinga minnki verði Norðurljós bútuð niður. Elías Guðmundsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ og formaður atvinnumálanefndar bæjarins, segir fjölmiðlafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi ekki verða neinum til góðs og að nýgerðar breytingar breyti engu um afstöðu hans.

Segist koma heim bráðlega

Filipeyskur gísl, í Írak, hefur sent fjölskyldu sinni myndbandsspólu af sér, þar sem hann segist koma heim bráðlega. Hann þakkaði jafnframt ríkisstjórn Filipseyja fyrir að hraða brottflutningi hermanna sinna frá Írak.

Barroso stendur sig vel

Jose Manuel Durao Barroso, fyrrverandi forsætisráðherra Portúgal, er talinn hafa staðið sig með eindæmum vel á þeim tveim dögum sem hann hefur setið fyrir svörum hjá fulltrúum pólitískra fylkinga sem eiga sæti í Evrópusambandinu. Það er því talið nokkuð víst að hann taki við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins í næstu viku.

Formennirnir sitja enn á fundi

Formenn stjórnarflokkanna sitja enn á fundi í stjórnarráðinu og ræða breytta stöðu í fjölmiðlamálinu. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins kom til Reykjavíkur eftir hádegið og gekk á fund Davíðs í stjórnarráðinu um þrjúleytið.

Flugvél hlekktist á í flugtaki

Lítilli eins hreyfils flugvél hlekktist á í flugtaki á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ um klukkan hálf þrjú í dag. Um borð voru flugmaður og farþegi og sakaði þá ekki. Flugvélin er af Citabria gerð.

Stjórnarsamstarfið traust

Fundi formanna stjórnarflokkanna lauk nú fyrir stundu í stjórnarráðinu. Ráðherrarnir veittu stutt viðtöl en vildu ekki meina að neinn ágreiningur væri uppi sem ekki væri hægt að leysa. Engin niðurstaða virðist þó liggja fyrir og málið enn óleyst.

Dýr ólympíueldur

Ólympíukyndillinn er nú að ljúka ferð sinni um heiminn, fyrir setningu leikanna þrettánda ágúst. Hvar sem kyndillinn hefur komið hefur verið tekið á móti honum eins og þjóðhöfðingja. Bílalestar hafa ekið honum um miðborgir, öryggisgæslan hefur verið gríðarleg, og heil Boeing breiðþota var leigð til þess að flytja hann á milli landa. Kostnaðurinn ? Tveir og hálfur milljarður króna.

Þing verður sett í Brunei

Sóldáns og olíuríkið Brunei mun endurvekja þing sitt í fyrsta sinn síðan þing var rofið fyrir 20 árum. Soldánin Hassanal Bolkiah hefur stjórnað ríkinu frá árinu 1967 og gegnir stöðu forsætisráðherra, varnarmálaráðherra og fjármálaráðherra. Hann hefur ekki sagt hvort þingmenn verði kosnir eða skipaðir í sæti.

Sex milljarða halli

Fimmtíu stofnanir fóru svo langt fram úr fjárlögum á síðasta ári að reglur kröfðust aðgerða. Fjármálaráðherra segir fjárhagsvanda oft reynast stjórnunarvanda. Þingmaður Samfylkingar segir ríkisforstjóra stundum þurfa að velja á milli tveggja tegunda lögbrota vegna fjárskorts.

Höfuðlaust lík í Tígris

Höfuðlaust lík í appelsínugulum galla fannst í fljótinu Tígris í Írak í dag. Líkið hefur verið afhent bandaríska heraflanum en ekki hefur verið borið kennsl á það enn. Líklegt er talið að líkið sé af búlgörskum gísl, en myndband með afhöfðun hans var sent arabísku sjónvarpsstöðinni al-Jazeera fyrr í vikunni.

Kók vill málamiðlun

Coca Cola fyrirtækið hefur boðist til að gera verulegar breytingar á viðskiptaháttum sínum í Evrópu. Með því vonast fyrirtækið til að binda endi á rannsókn samkeppnismálayfirvalda Evrópusambandsins sem hefur staðið yfir í sex ár.

Slys við Geitaskarð

Slys varð norðan við Geitaskarð á fimmta tímanum, þegar ökumaður bíls sem ekið var frá Blönduósi um Langadal keyrði á röngum vegarhelmingi beint framan á kyrrstæðan bíl. Við höggið kastaðist bíllinn sem ekið var á, á annan kyrrstæðan bíl sem stóð fyrir aftan hann. Tvennt var flutt með sjúkrabíl á Akureyri en ekki er vitað um líðan þeirra. Lögreglan á Blönduósi er nú að opna fyrir umferð um veginn.

E-töflukona hugðist stunda vændi

Kona frá Sierra Leone, sem handtekin var í Leifsstöð í júní með 5.000 e-töflur, hefur gefið þær skýringar á ferðum sínum við lögreglu að hún hafi ætlað að selja aðgang að líkama sínum hér á landi.

Alltaf leitað til lögreglu

Forstöðumaður Barnaverndarstofu segir að alltaf sé leitað til lögreglu þegar kynferðisbrotamál gegn börnum komi til kasta hennar. Hann vísar því algjörlega á bug að persónuleg óvild í garð hjóna sem reka meðferðarheimilið að Torfastöðum hafi stjórnað rannsókn á meintu kynferðisbroti á heimilinu.

Karnival hjá ungu kynslóðinni

Karnival, skrúðgöngur og grímuklædd börn skóku Reykjavík í dag. Þau skemmtu sér hið besta í sumarblíðunni - en þótti það skemmtilegasta við íslenska sumarið - að fara af landi brott.

Hress á 100 ára afmæli

Hún er hundrað ára í dag, en hefur aldrei legið á sjúkrahúsi og fór í siglingu fyrir tveimur árum. Hún á marga tugi afkomenda og er löngu orðin langa-langamma. Hin hláturmilda heiðurskona Margrétar Hannesdóttur, sem finnst að unglingar nú til dags ættu að vinna meira, hélt upp á afmæli sitt í dag.

Ísland lækkar á lista

Ísland lækkar á lista Sameinuðu þjóðanna yfir lífsgæði, sem birtur var í dag. Hér á landi er stöðnun, en merkja má framfarir víða annars staðar. Í þróunarlöndum valda fátækt og sjúkdómar hins vegar afturför.

Stærsti steypuklumpur landsins

Vinna við stærsta steypuklump Íslandssögunnar er hafin við Kárahnjúka. Í þennan eina klump þarf álíka mikla steypu og í fjögur hundruð einbýlishús.

Ekki tímabært að ræða breytingar

Fundum allsherjarnefndar var óvænt frestað í dag. Bjarni Benediktsson formaður nefndarinnar segir ekki tímabært að ræða hvaða breytingar komi til greina að gera á frumvarpinu. Hann segir eðlilegt að jafn umdeilt mál sé skoðað ítarlega. Stjórnarandstaðan segir hinsvegar ekkert því til fyrirstöðu að nefndin afgreiði málið.

Símamaður rekinn vegna netspjalls

Starfsmaður í bilanaþjónustu Landssímans var afkastamikill á spjallvefnum Malefnin.com. Hann lagði að meðaltali 40 innlegg á síðuna á dag, en var rekinn á þriðjudaginn eftir 23 ára starf.

Sri týnd í 12 daga - engin leit

Lögreglan heldur ekki úti skipulegri leit að innflytjandanum Sri Rahmawati, sem hvarf 4. júlí síðastliðinn. Ættingjar trúa því að hún gæti verið á lífi og lögreglan útilokar það ekki, en leitar hennar samt sem áður ekki. Toshiki Toma, prestur innflytjenda, telur vinnubrögð lögreglunnar litast af því að konan sem hvarf er ekki af íslenskum uppruna.

Sjá næstu 50 fréttir