Erlent

Kosið á Evrópuþing í dag

19 Evrópuþjóðir ganga að kjörborðinu í dag og kjósa fullrúa til Evrópuþingsins, en þegar hafa sex af þjóðunum 25 lokið kosningu. Þetta eru fyrstu kosningar eftir stækkun Evrópusambandsins og eru um 350 milljónir manna á kjörskrá. Í mörgum ríkjum er talið að kjósendur greiði fremur atkvæði miðað við hagsmuni eigin þjóðar, en heildarhagsmunir Evrópu skipti minna máli. Þannig er búist við að í stærstu ríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi, muni kjósendur greiða gegn sitjandi ríkisstjórn. Fyrstu tölur í kosningunum eru væntanlegar um klukkan fimm í dag að íslenskum tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×