Erlent

Deilt á minnisvarða

Yfirvöld í Karelíuhéraði í Rússlandi hafa reist minnisvarða til heiðurs Júrí Andropov, fyrrum leiðtoga Sovétríkjanna, sem var um fimmtán ára skeið yfirmaður leyniþjónustunnar KGB. Fjöldi ungmenna mótmælti þessu við afhjúpun minnisvarðans og færði lögregla fólkið á brott. Andropov tók við leiðtogaembætti Sovétríkjanna árið 1982 en sást lítið opinberlega eftir það, enda veikur mestan hluta valdaferils síns sem lauk árið 1984. Meðal þess sem hans er minnst fyrir er að fyrirskipa lögreglunni að leita uppi þá sem svikust um að mæta í vinnu. Var það hluti af herferð hans gegn spillingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×