Erlent

Danir rannsaka fangamisþyrmingar

Dönsk hermálayfirvöld hafa fyrirskipað rannsókn á ásökunum Dana, sem vann sem túlkur fyrir danska og bandaríska hermenn í Afganistan, þess efnis að hann hafi séð fanga pyntaða og myrta. Maðurinn sagði frá þessu skömmu eftir að myndir hófu að birtast af illvirkjum bandarískra hermanna í Abu Ghraib fangelsinu í Írak. Maðurinn vann í Kandahar, helstu herstöð Bandaríkjahers í Afganistan, þar sem hann aðstoðaði þá við að yfirheyra fanga, að sögn danska varnarmálaráðherrans, Sören Gade.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×