Erlent

Vilja banna umferð jeppa

Jeppaeigendur í París munu eiga um sárt að binda árið 2006 ef nýjar hugmyndir innan borgarstjórnar Parísar ganga eftir um að banna akstur allra jeppa í borginni. Er forsendan sú að létta örlítið á hinni gríðarlegu umferð sem teppir götur borgarinnar oft á dag og eru rökin þau að enginn þurfi á jeppa að halda í borgum. Er þetta sama viðkvæði og hjá borgarstjóra London fyrir nokkru þegar hann sagði að jeppar væri slæmir og ónauðsynlegir með öllu í borgarumferð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×