Írar skerða möguleika útlendinga 13. júní 2004 00:01 Írskir kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu ríkisstjórnarinnar um að skerða möguleika útlendinga á að hljóta ríkisborgararétt. Enda þótt niðurstaðan hafi verið talin afgerandi þar í landi, hefði hún ekki verið talin gild, ef ýmsar hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi hefðu verið til hliðsjónar. Til þessa hafa öll börn sem fæðast á Írlandi fengið sjálfkrafa írskan ríkisborgararétt, burtséð frá því hvort foreldrarnir eru írskir eða útlendir. Stjórnvöld halda því fram, að fjöldi fólks utan Evrópusambandsins, hafi komið til Írlands gagngert til að eiga þar börn, en þegar hið nýfædda barn fái írskan ríkisborgararétt, fylgi foreldrarnir í kjölfarið. Þannig hafi fólk farið bakdyramegin að Evrópusambandinu. Stjórnarskrárbreytingin fellur þetta ákvæði úr gildi og er Írland síðasta landið sem takmarkar réttindi útlendinga með þessum hætti. Miklar umræður voru í landinu, þar sem mannréttindasamtök töldu breytinguna fela í sér kynþáttamisrétti. En það er annað sem er athyglisvert við þessa atkvæðagreiðsu. Nú þegar þjóðaratkvæðagreisla er í undirbúningi hér á landi, er ekki úr vegi að skoða hvernig slík atkvæðagreiðsla fór fram á Írlandi. Undanfarna daga og vikur hafa komið fram ýmsar hugmyndir um að hér þurfi að setja lög um aukinn meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, og hafa tvær hugmyndir verið sérstaklega áberandi. Önnur hugmyndin, sem kennd hefur verið við Björn Bjarnason eða Guðna Ágústsson og ýmsir fleiri hafa tekið undir, miðar að því að kjörsókn þurfi að vera að minnsta kosti 75 prósent. Þá hafa aðrir rætt um, að til hafna lögum frá Alþingi þurfi að minnsta kosti helmingur atkvæðabærra manna að greiða því atkvæði sitt. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á Írlandi er hvorugt þessara skilyrða uppfyllt, og þar með hefði atkvæðagreiðslan verið ógild, ef þessar hugmyndir væru einnig uppi á borði á Írlandi. Kjörsókn var 57 prósent og því langt undir 75 prósenta markinu. Af þessum 57 prósentum sem kusu, sögðu tæplega 80 prósent já, sem þýðir að um 45 prósent atkvæðabærra manna samþykktu tillöguna, eða minna en helmingur. Það taldist mjög afgerandi niðurstaða á Írlandi, en hefði ekki dugað samkvæmt fyrrgreindum hugmyndum hér á landi. Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira
Írskir kjósendur samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu tillögu ríkisstjórnarinnar um að skerða möguleika útlendinga á að hljóta ríkisborgararétt. Enda þótt niðurstaðan hafi verið talin afgerandi þar í landi, hefði hún ekki verið talin gild, ef ýmsar hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu hér á landi hefðu verið til hliðsjónar. Til þessa hafa öll börn sem fæðast á Írlandi fengið sjálfkrafa írskan ríkisborgararétt, burtséð frá því hvort foreldrarnir eru írskir eða útlendir. Stjórnvöld halda því fram, að fjöldi fólks utan Evrópusambandsins, hafi komið til Írlands gagngert til að eiga þar börn, en þegar hið nýfædda barn fái írskan ríkisborgararétt, fylgi foreldrarnir í kjölfarið. Þannig hafi fólk farið bakdyramegin að Evrópusambandinu. Stjórnarskrárbreytingin fellur þetta ákvæði úr gildi og er Írland síðasta landið sem takmarkar réttindi útlendinga með þessum hætti. Miklar umræður voru í landinu, þar sem mannréttindasamtök töldu breytinguna fela í sér kynþáttamisrétti. En það er annað sem er athyglisvert við þessa atkvæðagreiðsu. Nú þegar þjóðaratkvæðagreisla er í undirbúningi hér á landi, er ekki úr vegi að skoða hvernig slík atkvæðagreiðsla fór fram á Írlandi. Undanfarna daga og vikur hafa komið fram ýmsar hugmyndir um að hér þurfi að setja lög um aukinn meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu, og hafa tvær hugmyndir verið sérstaklega áberandi. Önnur hugmyndin, sem kennd hefur verið við Björn Bjarnason eða Guðna Ágústsson og ýmsir fleiri hafa tekið undir, miðar að því að kjörsókn þurfi að vera að minnsta kosti 75 prósent. Þá hafa aðrir rætt um, að til hafna lögum frá Alþingi þurfi að minnsta kosti helmingur atkvæðabærra manna að greiða því atkvæði sitt. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni á Írlandi er hvorugt þessara skilyrða uppfyllt, og þar með hefði atkvæðagreiðslan verið ógild, ef þessar hugmyndir væru einnig uppi á borði á Írlandi. Kjörsókn var 57 prósent og því langt undir 75 prósenta markinu. Af þessum 57 prósentum sem kusu, sögðu tæplega 80 prósent já, sem þýðir að um 45 prósent atkvæðabærra manna samþykktu tillöguna, eða minna en helmingur. Það taldist mjög afgerandi niðurstaða á Írlandi, en hefði ekki dugað samkvæmt fyrrgreindum hugmyndum hér á landi.
Erlent Fréttir Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Sjá meira