Lilja Pálma bauð stórfjölskyldunni í afmæli á glæsilegasta sveitasetri landsins Stefán Árni Pálsson skrifar 10. janúar 2018 11:30 Hópurinn virtist skemmta sér vel. myndvinnsla/garðar Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember síðastliðinn og hélt hún upp á afmæli sitt á dögunum í sveitasetrinu Deplum rétt við Hofsós. Fjölmargir úr fjölskyldunni voru viðstaddir afmælisveisluna og birtir Stella Bieltvedt, dóttir Lilju, fjórar skemmtilegar myndir frá herlegheitunum fyrir norðan. Tók hún meðal annars flotta mynd af þeim systkinum Sigurði Gísla, Ingibjörgu, Lilju og Jóni. Sigurður Gísli er vel þekktur í viðskiptalífinu hér á landi og var lengi vel kenndur við Hagkaup. Ingibjörg er eigandi 365 miðla og er gift Jóni Ásgeir Jóhannessyni. Jón Pálmason hefur sömuleiðis verið áberandi í íslensku viðskiptalífi í lengri tíma. Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur, eiginamður Lilju, var að sjálfsögðu á svæðinu ásamt börnum sínum þeim Sóllilju og Baltasar Breka. Með Sóllilju var kærastinn og bardagakappinn Jón Viðar Arnþórsson, lengi kenndur við Mjölni sem nú er kominn á fullt við opnun nýrrar bardaga- og líkamsræktarstöðvar. Einnig mátti sjá rapparann Gísla Pálma, sem er sonur Sigurðar Gísla, og Sigurð Pálma Sigurbjörnsson, framkvæmdarstjóra Sports Direct á Íslandi, en hann er sonur Ingibjargar Pálmadóttur. Með Sigurði var ljósmyndarinn Silja Magg. Sveitasetrið Deplar er einn allra fallegasti staður landsins og kostar nóttin þar um 220.000 krónur. Fyrir nokkra daga dvöl, þar sem innifalinn er viss þyrlutími auk fullrar þjónustu á setrinu, greiða gestir vel á aðra milljón króna. Deplar Farm er í Fljótum í Skagafirði og opnaði formlega árið 2016. Dagskrá viðskiptavina Depla Farm er sérsniðin að þörfum þeirra og þar má finna þjónustu og gæði sem áður voru óþekkt á Íslandi. Mest aðsókn er á vorin þegar fjöllin eru full af snjó. Er þá flogið upp í fjöll í þyrlum og skíðað niður í púðursnjó. Þá sækir laxveiðifólk einnig í þjónustu Depla sem á veiðiréttindi í mikilsmetnum laxveiðiám á svæðinu. Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Eleven Experience starfrækir hótelið, en fyrirtækið rekur meðal annars lúxus-gististaði í frönsku Ölpunum, Patagóníu í Síle og í Klettafjöllunum í Colorado í Bandaríkjunum. Ítarlega var fjallað um Depla í Viðskiptablaðinu árið 2016 og þar kom fram að tólf svítur væru á setrinu. Þar má einnig finna bíósal, spa og bæði inni- og útisundlaug. Samkvæmt heimildum Vísis mun Ben Stiller hafa gist í setrinu á sínum tíma auk fleiri stórstjarna. Þá á eignadinn Chad Pike sitt eigið herbergi á Deplum sem hann veitir stundum vinum sínum aðgang að. Herbergið er það glæsilegasta á sveitasetrinu. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá hópnum sem birtust á Instagram. Neðst í fréttinni má síðan sjá fjölmargar myndir frá Deplum í Skagafirði. Deplar Farm is one of the coolest places I've ever been to. Everything was perfect! Thanks @lilja.palma for the best birthday party ever! #deplarfarm A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jan 9, 2018 at 11:12am PST Somewhere in the middle of nowhere #swimmingpigs A post shared by Sollilja Baltasarsdottir (@solliljabaltasars) on Jan 9, 2018 at 8:00am PST Happy belated birthday to mamma A post shared by Stella Bieltvedt (@stellarin) on Jan 9, 2018 at 7:14am PST Sleight gng #iceland #nature #mountains #snowsledding #northiceland #adventure #winter A post shared by Sollilja Baltasarsdottir (@solliljabaltasars) on Jan 8, 2018 at 4:55am PST A road trip through Iceland means driving through lava fields and hot springs, stopping off to sleep in hotels built on volcanic soil. We crafted your road itinerary at the link in bio: including a nighttime dip in an electric-blue thermal pool carved into a mountain, looking up at the Northern Lights. A post shared by Condé Nast Traveler (@cntraveler) on Oct 24, 2017 at 8:01am PDT Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Sjá meira
Athafnakonan Lilja Pálmadóttir varð fimmtug þann 10.desember síðastliðinn og hélt hún upp á afmæli sitt á dögunum í sveitasetrinu Deplum rétt við Hofsós. Fjölmargir úr fjölskyldunni voru viðstaddir afmælisveisluna og birtir Stella Bieltvedt, dóttir Lilju, fjórar skemmtilegar myndir frá herlegheitunum fyrir norðan. Tók hún meðal annars flotta mynd af þeim systkinum Sigurði Gísla, Ingibjörgu, Lilju og Jóni. Sigurður Gísli er vel þekktur í viðskiptalífinu hér á landi og var lengi vel kenndur við Hagkaup. Ingibjörg er eigandi 365 miðla og er gift Jóni Ásgeir Jóhannessyni. Jón Pálmason hefur sömuleiðis verið áberandi í íslensku viðskiptalífi í lengri tíma. Kvikmyndaleikstjórinn Baltasar Kormákur, eiginamður Lilju, var að sjálfsögðu á svæðinu ásamt börnum sínum þeim Sóllilju og Baltasar Breka. Með Sóllilju var kærastinn og bardagakappinn Jón Viðar Arnþórsson, lengi kenndur við Mjölni sem nú er kominn á fullt við opnun nýrrar bardaga- og líkamsræktarstöðvar. Einnig mátti sjá rapparann Gísla Pálma, sem er sonur Sigurðar Gísla, og Sigurð Pálma Sigurbjörnsson, framkvæmdarstjóra Sports Direct á Íslandi, en hann er sonur Ingibjargar Pálmadóttur. Með Sigurði var ljósmyndarinn Silja Magg. Sveitasetrið Deplar er einn allra fallegasti staður landsins og kostar nóttin þar um 220.000 krónur. Fyrir nokkra daga dvöl, þar sem innifalinn er viss þyrlutími auk fullrar þjónustu á setrinu, greiða gestir vel á aðra milljón króna. Deplar Farm er í Fljótum í Skagafirði og opnaði formlega árið 2016. Dagskrá viðskiptavina Depla Farm er sérsniðin að þörfum þeirra og þar má finna þjónustu og gæði sem áður voru óþekkt á Íslandi. Mest aðsókn er á vorin þegar fjöllin eru full af snjó. Er þá flogið upp í fjöll í þyrlum og skíðað niður í púðursnjó. Þá sækir laxveiðifólk einnig í þjónustu Depla sem á veiðiréttindi í mikilsmetnum laxveiðiám á svæðinu. Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Eleven Experience starfrækir hótelið, en fyrirtækið rekur meðal annars lúxus-gististaði í frönsku Ölpunum, Patagóníu í Síle og í Klettafjöllunum í Colorado í Bandaríkjunum. Ítarlega var fjallað um Depla í Viðskiptablaðinu árið 2016 og þar kom fram að tólf svítur væru á setrinu. Þar má einnig finna bíósal, spa og bæði inni- og útisundlaug. Samkvæmt heimildum Vísis mun Ben Stiller hafa gist í setrinu á sínum tíma auk fleiri stórstjarna. Þá á eignadinn Chad Pike sitt eigið herbergi á Deplum sem hann veitir stundum vinum sínum aðgang að. Herbergið er það glæsilegasta á sveitasetrinu. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir frá hópnum sem birtust á Instagram. Neðst í fréttinni má síðan sjá fjölmargar myndir frá Deplum í Skagafirði. Deplar Farm is one of the coolest places I've ever been to. Everything was perfect! Thanks @lilja.palma for the best birthday party ever! #deplarfarm A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jan 9, 2018 at 11:12am PST Somewhere in the middle of nowhere #swimmingpigs A post shared by Sollilja Baltasarsdottir (@solliljabaltasars) on Jan 9, 2018 at 8:00am PST Happy belated birthday to mamma A post shared by Stella Bieltvedt (@stellarin) on Jan 9, 2018 at 7:14am PST Sleight gng #iceland #nature #mountains #snowsledding #northiceland #adventure #winter A post shared by Sollilja Baltasarsdottir (@solliljabaltasars) on Jan 8, 2018 at 4:55am PST A road trip through Iceland means driving through lava fields and hot springs, stopping off to sleep in hotels built on volcanic soil. We crafted your road itinerary at the link in bio: including a nighttime dip in an electric-blue thermal pool carved into a mountain, looking up at the Northern Lights. A post shared by Condé Nast Traveler (@cntraveler) on Oct 24, 2017 at 8:01am PDT
Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Sjá meira