Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2025 17:34 Reiði Cameron Menzies bitnaði bara á honum sjálfum, eins og sjá má. Getty/Warren Little Skotinn Cameron Menzies hefur beðist afsökunar eftir að hann missti stjórn á skapi sínu á HM í pílukasti í dag, vægast sagt tapsár eftir að hafa fallið úr leik gegn Englendingnum Charlie Manby. Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2. Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á. Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Menzies hafði unnið fyrsta settið í leiknum og einnig komist í 2-1 en hinn tvítugi Manby reyndist sterkari í lokin og við tók æðiskast Skotans. Dómarinn Kirk Bevins fór til Menzies og bað hann um að hætta, og það gerði Skotinn, óskaði Manby til hamingju og bað áhorfendur afsökunar með því að lyfta upp hendi. Menzies sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir atvikið og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því hvernig ég hagaði mér,“ sagði Menzies og hélt áfram: „Þetta er engin afsökun, en ég hef haft mikið á minni könnu undanfarið og ég býst við að þetta hafi allt saman orðið of mikið á endanum. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími fyrir mig eftir að Gary frændi minn lést nýlega. Ég sá hann fjórum dögum áður en hann dó og hann leit á mig á þann hátt sem sagði mér hversu mikið honum þótti vænt um mig. Hann kom fram við mig eins og son. Hefði ég unnið leikinn gegn Charlie hefði seinni leikurinn minn verið á degi útfarar Garys og það hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Ég vil taka það fram aftur, þetta er engin afsökun fyrir því sem ég gerði á sviðinu. Það var rangt af mér og ég vil ekki að það dragi neitt frá Charlie. Hann spilaði vel og átti sigurinn skilið. Það er ekki svona sem ég vil að fólk líti á mig. Já, ég get orðið tilfinningasamur stundum, en ekki svona og þetta var ekki rétt.“ Pílukast Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjá meira
Reiði Menzies var skiljanleg því hann hafði ítrekað kastað frá sér dauðafæri á að jafna metin í oddasetti, og endaði á að tapa leiknum, 3-2. Á meðan Manby fagnaði ákaft þessum sæta sigri, sem hann tryggði sér með tæpum hætti í lokin, þá tók Menzies reiði sína út á litlu borði sem hann geymdi vatnið sitt á. Klippa: Brjálaðist á HM í pílukasti Menzies barði í borðið af slíku afli að hann blóðgaðist á hendi, en lætin í honum má sjá hér að ofan. View this post on Instagram A post shared by Guardian Sport (@guardian_sport) Menzies hafði unnið fyrsta settið í leiknum og einnig komist í 2-1 en hinn tvítugi Manby reyndist sterkari í lokin og við tók æðiskast Skotans. Dómarinn Kirk Bevins fór til Menzies og bað hann um að hætta, og það gerði Skotinn, óskaði Manby til hamingju og bað áhorfendur afsökunar með því að lyfta upp hendi. Menzies sendi frá sér yfirlýsingu skömmu eftir atvikið og baðst afsökunar. „Mér þykir fyrir því hvernig ég hagaði mér,“ sagði Menzies og hélt áfram: „Þetta er engin afsökun, en ég hef haft mikið á minni könnu undanfarið og ég býst við að þetta hafi allt saman orðið of mikið á endanum. Þetta hefur ekki verið auðveldur tími fyrir mig eftir að Gary frændi minn lést nýlega. Ég sá hann fjórum dögum áður en hann dó og hann leit á mig á þann hátt sem sagði mér hversu mikið honum þótti vænt um mig. Hann kom fram við mig eins og son. Hefði ég unnið leikinn gegn Charlie hefði seinni leikurinn minn verið á degi útfarar Garys og það hefur verið mér ofarlega í huga undanfarna daga. Ég vil taka það fram aftur, þetta er engin afsökun fyrir því sem ég gerði á sviðinu. Það var rangt af mér og ég vil ekki að það dragi neitt frá Charlie. Hann spilaði vel og átti sigurinn skilið. Það er ekki svona sem ég vil að fólk líti á mig. Já, ég get orðið tilfinningasamur stundum, en ekki svona og þetta var ekki rétt.“
Pílukast Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Fimm stjörnu frammistaða Börsunga Keegan með krabbamein Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Haukar - Keflavík | Meistararnir vilja ekki dragast aftur úr Segja Alfreð smellpassa við Rosenborg Ólafur og Lúðvík stýra U21-strákunum Messi vill frekar eignast félag en þjálfa eftir ferilinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Neymar montar sig af einkaflugvél, þyrlu og leðurblökubíl „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Lifandi styttan í stúkunni grét í leikslok Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Rekinn eftir átján ára starf en sjö félög hringdu í hann strax Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Freyr opinskár: „Vil frekar hafa það þannig heldur en að öllum sé drullusama“ Sjá meira