Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2025 12:28 Michael Jordan situr einbeittur á þjónustusvæðinu í NASCAR-kappakstri í Talladega í Alabama í október í fyrra. Hann er einn eigenda keppnisliðsins 23XI Racing. AP/Butch Dill Dómsmál NASCAR-liðs körfuboltagoðsagnarinnar Michaels Jordan gegn skipuleggjanda kappakstursraðarinnar hefst fyrir alríkisdómstól í dag. Lyktir málsins gætu gerbreytt íþróttinni. Málaferlin hafa grafið upp ýmis vandræðaleg ummæli málsaðila um hver annan og aðdáendur íþróttarinnar á bak við luktar dyr. Jordan er eigandi liðsins 23XI Racing sem keppir í NASCAR, vinsælustu akstursíþrótt í Bandaríkjunum. Hann og fleiri saka NASCAR um einokunartilburði í tengslum við svokallaða stofnskrá sem skipuleggjendur komu á fyrir tæpum áratug. Fyrirkomulagið þýðir að með því að kaupa sig inn í stofnskrá NASCAR fá lið sérleyfi sem tryggir þeim þátttöku í öllum 38 kappökstrum ársins. Í staðinn fá þau hlutdeild í tekjum og áhrif á stjórn mótaraðarinnar. Endurnýja þarf sérleyfin og NASCAR getur afturkallað þau. Harðvítugar deilur hafa geisað á milli liðs Jordan og NASCAR um endurnýjun á stofnskránni. Jordan og félagar kröfðust hagstæðari kjara en þegar NASCAR neitaði að láta undan neituðu þeir og eitt annað lið að skrifa undir. Í kjölfarið stefndu liðin tvö NASCAR á grundvelli samkeppnissjónarmiða. Í millitíðinni hafa 23XI og Front Row Motorsports, hitt liðið sem neitaði að skrifa undir, þurft að vinna sér sæti í hverri keppni í tímatökum. Lið Jordan hefur enn ekki misst af keppni en það segist hafa orðið af milljónum dollara í tekjur vegna þess að það stendur fyrir utan stofnskrána. Gæti gerbreytt íþróttinni Málið gæti haft gríðarlega afleiðingar fyrir NASCAR. Fyrir utan að þurfa að greiða Jordan og félögum beinharða peninga í bætur gæti dómari skikkað France-fjölskylduna sem á og stofnaði hana á sínum tíma til þess að selja hana, leysa upp stofnskrárfyrirkomulagið eða gera sérleyfin varanleg. Þá er mögulegt að NASCAR yrði þvingað til þess að selja kappastursbrautir sem keppt er á en mótaröðin á margar þeirra sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Bubba Wallace, ökumaður 23XI Racing, þeysist út af þjónustusvæðinu í Phoenix í lokakeppni NASCAR í byrjun nóvember.Vísir/Getty Tapi Jordan er hins vegar talið ólíklegt að lið hans haldi áfram eftir næsta ár. Sex sérleyfi sem NASCAR hefur þurft að halda til hliðar gætu þá verið seld hæstbjóðanda. Síðast seldist slíkt leyfi á hátt í sjö milljarða íslenskra króna. Sagðist tapa meira í spilavíti en hann greiddi einum ökumanna sinna Þótt málið sé fyrst nú að koma til beinna kasta dómstóla hefur rekstur þess reynst öllum aðilum þungbært. Hvor aðila á kröfu um gögn frá hinum í tengslum við málsóknina og þau hafa falið í sér ýmislegt vandræðalegt. Þannig voru aðdáendur NASCAR kallaðir ólæsir í samskiptum stjórnenda mótaraðarinnar. Steve Phelps, framkvæmdastjóri NASCAR, kallaði jafnframt einn liðseiganda „heimskan sveitalubba“. Stjórnendur töluðu einnig um að það þyrfti að „hýða“ eigandann. Denny Hamlin, meðeigandi Jordan að 23XI Racing. Hann missti naumlega af því að vera krýndur meistari í lokakappakstrinum í Phoenix fyrr í þessum mánuði. Sérvitringslegar reglur NASCAR komu í veg fyrir að hann tryggði sér auðveldan sigur.AP/RIck Scuteri Forseti 23XI Racing sagði svo í tölvupósti að Jim France, stjórnarformaður NASCAR, þyrfti að „deyja“ svo að liðið gæti samið um hagstæðari kjör á sérleyfinu. Jordan sjálfur grínaðist með það að hann tapaði meira fé í spilavítum en hann greiddi einum ökumanna sinna í laun. Akstursíþróttir Körfubolti Bandaríkin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Jordan er eigandi liðsins 23XI Racing sem keppir í NASCAR, vinsælustu akstursíþrótt í Bandaríkjunum. Hann og fleiri saka NASCAR um einokunartilburði í tengslum við svokallaða stofnskrá sem skipuleggjendur komu á fyrir tæpum áratug. Fyrirkomulagið þýðir að með því að kaupa sig inn í stofnskrá NASCAR fá lið sérleyfi sem tryggir þeim þátttöku í öllum 38 kappökstrum ársins. Í staðinn fá þau hlutdeild í tekjum og áhrif á stjórn mótaraðarinnar. Endurnýja þarf sérleyfin og NASCAR getur afturkallað þau. Harðvítugar deilur hafa geisað á milli liðs Jordan og NASCAR um endurnýjun á stofnskránni. Jordan og félagar kröfðust hagstæðari kjara en þegar NASCAR neitaði að láta undan neituðu þeir og eitt annað lið að skrifa undir. Í kjölfarið stefndu liðin tvö NASCAR á grundvelli samkeppnissjónarmiða. Í millitíðinni hafa 23XI og Front Row Motorsports, hitt liðið sem neitaði að skrifa undir, þurft að vinna sér sæti í hverri keppni í tímatökum. Lið Jordan hefur enn ekki misst af keppni en það segist hafa orðið af milljónum dollara í tekjur vegna þess að það stendur fyrir utan stofnskrána. Gæti gerbreytt íþróttinni Málið gæti haft gríðarlega afleiðingar fyrir NASCAR. Fyrir utan að þurfa að greiða Jordan og félögum beinharða peninga í bætur gæti dómari skikkað France-fjölskylduna sem á og stofnaði hana á sínum tíma til þess að selja hana, leysa upp stofnskrárfyrirkomulagið eða gera sérleyfin varanleg. Þá er mögulegt að NASCAR yrði þvingað til þess að selja kappastursbrautir sem keppt er á en mótaröðin á margar þeirra sjálf, að því er kemur fram í frétt AP-fréttastofunnar. Bubba Wallace, ökumaður 23XI Racing, þeysist út af þjónustusvæðinu í Phoenix í lokakeppni NASCAR í byrjun nóvember.Vísir/Getty Tapi Jordan er hins vegar talið ólíklegt að lið hans haldi áfram eftir næsta ár. Sex sérleyfi sem NASCAR hefur þurft að halda til hliðar gætu þá verið seld hæstbjóðanda. Síðast seldist slíkt leyfi á hátt í sjö milljarða íslenskra króna. Sagðist tapa meira í spilavíti en hann greiddi einum ökumanna sinna Þótt málið sé fyrst nú að koma til beinna kasta dómstóla hefur rekstur þess reynst öllum aðilum þungbært. Hvor aðila á kröfu um gögn frá hinum í tengslum við málsóknina og þau hafa falið í sér ýmislegt vandræðalegt. Þannig voru aðdáendur NASCAR kallaðir ólæsir í samskiptum stjórnenda mótaraðarinnar. Steve Phelps, framkvæmdastjóri NASCAR, kallaði jafnframt einn liðseiganda „heimskan sveitalubba“. Stjórnendur töluðu einnig um að það þyrfti að „hýða“ eigandann. Denny Hamlin, meðeigandi Jordan að 23XI Racing. Hann missti naumlega af því að vera krýndur meistari í lokakappakstrinum í Phoenix fyrr í þessum mánuði. Sérvitringslegar reglur NASCAR komu í veg fyrir að hann tryggði sér auðveldan sigur.AP/RIck Scuteri Forseti 23XI Racing sagði svo í tölvupósti að Jim France, stjórnarformaður NASCAR, þyrfti að „deyja“ svo að liðið gæti samið um hagstæðari kjör á sérleyfinu. Jordan sjálfur grínaðist með það að hann tapaði meira fé í spilavítum en hann greiddi einum ökumanna sinna í laun.
Akstursíþróttir Körfubolti Bandaríkin Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot NFL-meistararnir úr leik í nótt Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira