Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Samúel Karl Ólason skrifar 12. nóvember 2025 10:06 Flugmóðurskipinu USS Gerald R. Ford siglt um Gíbraltarsund fyrr í mánuðinum. Sjóher Bandaríkjanna/Triniti Lersch Stærsta flugmóðurskip heims er nú komið til Karíbahafsins og bætir þar verulega við þann herafla Bandaríkjamanna sem Donald Trump, forseti, hefur áður sent á svæðið. Yfirvöld í Venesúela boða heræfingar vegna aukinnar hernaðaruppbyggingar Bandaríkjamanna. Með skipinu USS Gerald R. Ford, og öllum herþotunum sem þar um borð eru, fylgja ýmis önnur herskip eins og tundurspillar sem búnir eru stýriflaugum og ýmsum öðrum vopnum. Árásageta Bandaríkjamanna á svæðinu hefur tekið stakkaskiptum og ekki var hún lítil fyrir. Wall Street Journal hefur eftir Sean Parnell, talsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að flugmóðurskipið og fylgiskipin muni bæta getu Bandaríkjamanna til að stöðva fíkniefnasmygl og grafa undan alþjóðlegum glæpasamtökum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford, er það stærsta í heimi og ber fjölmargar herþotur.Sjóher Bandaríkjanna/Paige Brown Bandaríkjamenn hafa sakað Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og aðra í ríkisstjórn hans um að stýra glæpasamtökunum Cartel de los Soles en þau eru sögð smygla umfangsmiklu magni fíkniefna til Bandaríkjanna og Evrópu á ári hverju. Bandaríkjamenn hafa ekki fært sannanir fyrir þessum ásökunum sínum en háttsettir menn í her og stjórnmálum Venesúela hafa ítrekað í gegnum árin verið bendlaðir við fíkniefnasmygl og framleiðslu. Maduro hefur sakað Trump um að reyna að skapa krísu og koma þannig á stríði við Venesúela. Varmarmálaráðherra Venesúela tilkynnti í gær að allir hermenn, lögregluþjónar og aðrir sem væru meðlimir í varaliði ríkisins, yrðu kallaðir til þjálfunar í að verja lofthelgi landsins. Nítján árásir á báta Frá því Trump fór að auka þrýstinginn á yfirvöld í Venesúela verulega og gera árásir á báta á Karíba- og Kyrrahafi sem taldir eru hafa verið notaðir til að smygla fíkniefnum, hafa fregnir verið á nokkru kreiki um tilgang þessarar hernaðaruppbyggingar. Meðal annars hefur því verið haldið fram að Trump hefi gefið hernum skipun um að gera árásir á herstöðvar í Venesúela og innviði fyrir fíkniefnaframleiðslu og smygl. Sjá einnig: Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjálfur hefur Trump sagt frá því að hann hafi gefið leyniþjónustunni CIA heimild til aðgerða í ríkinu. Vitað er til þess að árásir hafi verið gerðar á nítján báta og hafa að minnsta kosti 76 fallið í þeim. Svo virðist sem árásirnar eigi sér enga lagalega heimild og eru þær sagðar vera aftökur án dóms og laga. Forseti Kólumbíu reiður Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, hefur skipað öryggisstofnunum þar í landi að hætta að deila upplýsingum með Bandaríkjamönnum, vegna árásanna á bátana. Hann segir að samvinnan muni ekki hefjast aftur fyrr en Bandaríkjamenn láti af árásunum. Bresk stjórnvöld eru sögð hafa tekið sambærilega ákvörðun. Í færslu sem hann skrifaði á X sagði Petro að baráttan gegn fíkniefnum megi ekki brjóta á mannréttindum fólks í Karíbahafinu. Forsetinn hefur áður kallað eftir því að Trump verði rannsakaður fyrir stríðsglæpi vegna árásanna. Se da orden a todos los niveles de la inteligencia de la fuerza pública suspender envío de comunicaciones y otros tratos con agencias de seguridad estadounidenses. Tal medida se mantendrá mientras se mantenga el ataque con misiles a lanchas en el Caribe. La lucha contra las… https://t.co/IZRWiL4s6t— Gustavo Petro (@petrogustavo) November 11, 2025 Bandaríkin Donald Trump Venesúela Hernaður Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. 30. október 2025 23:20 Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45 „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Með skipinu USS Gerald R. Ford, og öllum herþotunum sem þar um borð eru, fylgja ýmis önnur herskip eins og tundurspillar sem búnir eru stýriflaugum og ýmsum öðrum vopnum. Árásageta Bandaríkjamanna á svæðinu hefur tekið stakkaskiptum og ekki var hún lítil fyrir. Wall Street Journal hefur eftir Sean Parnell, talsmanni varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, að flugmóðurskipið og fylgiskipin muni bæta getu Bandaríkjamanna til að stöðva fíkniefnasmygl og grafa undan alþjóðlegum glæpasamtökum. Flugmóðurskipið USS Gerald R. Ford, er það stærsta í heimi og ber fjölmargar herþotur.Sjóher Bandaríkjanna/Paige Brown Bandaríkjamenn hafa sakað Nicolas Maduro, forseta Venesúela, og aðra í ríkisstjórn hans um að stýra glæpasamtökunum Cartel de los Soles en þau eru sögð smygla umfangsmiklu magni fíkniefna til Bandaríkjanna og Evrópu á ári hverju. Bandaríkjamenn hafa ekki fært sannanir fyrir þessum ásökunum sínum en háttsettir menn í her og stjórnmálum Venesúela hafa ítrekað í gegnum árin verið bendlaðir við fíkniefnasmygl og framleiðslu. Maduro hefur sakað Trump um að reyna að skapa krísu og koma þannig á stríði við Venesúela. Varmarmálaráðherra Venesúela tilkynnti í gær að allir hermenn, lögregluþjónar og aðrir sem væru meðlimir í varaliði ríkisins, yrðu kallaðir til þjálfunar í að verja lofthelgi landsins. Nítján árásir á báta Frá því Trump fór að auka þrýstinginn á yfirvöld í Venesúela verulega og gera árásir á báta á Karíba- og Kyrrahafi sem taldir eru hafa verið notaðir til að smygla fíkniefnum, hafa fregnir verið á nokkru kreiki um tilgang þessarar hernaðaruppbyggingar. Meðal annars hefur því verið haldið fram að Trump hefi gefið hernum skipun um að gera árásir á herstöðvar í Venesúela og innviði fyrir fíkniefnaframleiðslu og smygl. Sjá einnig: Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjálfur hefur Trump sagt frá því að hann hafi gefið leyniþjónustunni CIA heimild til aðgerða í ríkinu. Vitað er til þess að árásir hafi verið gerðar á nítján báta og hafa að minnsta kosti 76 fallið í þeim. Svo virðist sem árásirnar eigi sér enga lagalega heimild og eru þær sagðar vera aftökur án dóms og laga. Forseti Kólumbíu reiður Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, hefur skipað öryggisstofnunum þar í landi að hætta að deila upplýsingum með Bandaríkjamönnum, vegna árásanna á bátana. Hann segir að samvinnan muni ekki hefjast aftur fyrr en Bandaríkjamenn láti af árásunum. Bresk stjórnvöld eru sögð hafa tekið sambærilega ákvörðun. Í færslu sem hann skrifaði á X sagði Petro að baráttan gegn fíkniefnum megi ekki brjóta á mannréttindum fólks í Karíbahafinu. Forsetinn hefur áður kallað eftir því að Trump verði rannsakaður fyrir stríðsglæpi vegna árásanna. Se da orden a todos los niveles de la inteligencia de la fuerza pública suspender envío de comunicaciones y otros tratos con agencias de seguridad estadounidenses. Tal medida se mantendrá mientras se mantenga el ataque con misiles a lanchas en el Caribe. La lucha contra las… https://t.co/IZRWiL4s6t— Gustavo Petro (@petrogustavo) November 11, 2025
Bandaríkin Donald Trump Venesúela Hernaður Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Tengdar fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. 30. október 2025 23:20 Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45 „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Sjá meira
Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Starfsmaður heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna reyndi ítrekað að fá einkaflugmann Nicolas Maduro, forseta Venesúela, til að fljúga forsetanum á stað þar sem hægt væri að handtaka hann. Í staðinn fékk flugmaðurinn gylliboð um fúlgur fjár en ráðabruggið bar á endanum ekki árangur. 30. október 2025 23:20
Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Bandaríska flugmóðurskipinu USS Gerald Ford, stærsta flugmóðurskipi heims, er stefnt í átt að Karíbahafinu. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið, en talið er mögulegt að Trump ætli sér að reyna koma Nicolás Maduro, einræðisherra Venesúela, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. 24. október 2025 18:45
„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. 24. október 2025 11:45
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent