Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. nóvember 2025 11:00 Ian Jeffs og Nik Chamberlain slógu á létta strengi. Sá síðarnefndi vill fá leikmenn Blika með sér til Svíþjóðar en sá fyrrnefndi tekur við þjálfarastarfi Blika og vill líklega halda í sína bestu leikmenn. Vísir Nýr þjálfari kvennaliðs Breiðabliks hefur í nægu að snúast þrátt fyrir að taka ekki formlega við starfinu fyrr en í næsta mánuði. Fráfarandi þjálfari útilokar ekki að fá Blika með sér til Svíþjóðar. Englendingurinn Ian Jeffs var kynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks í vikunni og mun hann taka við af landa sínum og félaga Nik Chamberlain, sem tekur við Kristianstad í Svíþjóð, eftir komandi Evrópuleiki við Fortuna Hjörring frá Danmörku í Evrópubikarnum. Þó Jeffs komi ekki nálægt þeim leikjum á æfingasvæðinu er hann þó tekinn til starfa enda að nægu að huga utan vallar. „Ég kem ekki inn í þetta fyrr en eftir Evrópuleikina. Þá byrjar starfið mitt. Það sem ég er að gera núna er að reyna að koma mér inn í hlutina, það er mikil vinna á bakvið tjöldin sem þarf að sinna varðandi leikmannamál og þjálfarateymi,“ segir Jeffs í Sportpakka gærkvöldsins. 16 leikmenn að klára samning Jeffs hefur nefnilega að nægu að huga ásamt stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Alls eru 16 leikmenn Blika að klára samning nú í nóvember, þar á meðal stór hluti byrjunarliðsins. Lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning má sjá á myndinni. Koma skal fram að Blikar tilkynntu í morgun að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði framlengt samning sinn við félagið. Listinn taldi 17 leikmenn þegar rætt var við þá Nik og Ian í gær. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning við Breiðablik 16. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fjölmarga byrjunarliðsmenn.Skjáskot/KSÍ Nik vill Blika með sér til Svíþjóðar Nik Chamberlain er þegar tekinn að starfa fyrir Kristianstad samhliða skyldum sínum hjá Breiðabliki og festi kaup á fyrsta leikmanninum í Svíþjóð er Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, skrifaði undir hjá sænska liðinu í vikunni. Nik er með til skoðunar að fá fleiri leikmenn frá Íslandi, þar á meðal frá Blikum. Þarf Jeffs þá að vara sig á Nik? „Hann veit það sennilega nú þegar,“ segir Nik Chamberlain hlæjandi. „Það eru lausir samningar hjá leikmönnum og félagið þarf að taka á því. En ég held að enginn myndi standa í vegi leikmanns sem vill reyna fyrir sér erlendis,“ bætir hann við. „Við vitum að á Íslandi gefst tækifæri til að spila fótbolta á háu stigi en hér er ekki atvinnumennska og verður aldrei. Hvaða leikmenn sem ég fæ, þá verður svo að vera og ég er viss um að Jeffs og félagið muni halda sínu striki og fylla í skörðin með öðrum leikmönnum,“ segir Nik enn fremur. Sagði hann það? Jeffs var beðinn viðbragða við ummælum forvera síns í starfi. „Sagði hann það? Hann sagði eitthvað allt annað við mig,“ sagði Jeffs og hló. „Hann gerir það sem honum finnst réttast fyrir hans næsta starf. Þetta er hans ákvörðun hvað hann gerir fyrir sitt lið, sem hann er að fara til. Við viljum helst halda þeim leikmönnum sem vilja vera áfram í Breiðabliki,“ segir Jeffs. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en v iðtal við Jeffs í heild má sjá að neðan. Klippa: Jeffs ræðir nýtt starf hjá Breiðabliki Breiðablik Besta deild kvenna Sænski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira
Englendingurinn Ian Jeffs var kynntur sem nýr þjálfari Breiðabliks í vikunni og mun hann taka við af landa sínum og félaga Nik Chamberlain, sem tekur við Kristianstad í Svíþjóð, eftir komandi Evrópuleiki við Fortuna Hjörring frá Danmörku í Evrópubikarnum. Þó Jeffs komi ekki nálægt þeim leikjum á æfingasvæðinu er hann þó tekinn til starfa enda að nægu að huga utan vallar. „Ég kem ekki inn í þetta fyrr en eftir Evrópuleikina. Þá byrjar starfið mitt. Það sem ég er að gera núna er að reyna að koma mér inn í hlutina, það er mikil vinna á bakvið tjöldin sem þarf að sinna varðandi leikmannamál og þjálfarateymi,“ segir Jeffs í Sportpakka gærkvöldsins. 16 leikmenn að klára samning Jeffs hefur nefnilega að nægu að huga ásamt stjórn knattspyrnudeildar félagsins. Alls eru 16 leikmenn Blika að klára samning nú í nóvember, þar á meðal stór hluti byrjunarliðsins. Lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning má sjá á myndinni. Koma skal fram að Blikar tilkynntu í morgun að Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefði framlengt samning sinn við félagið. Listinn taldi 17 leikmenn þegar rætt var við þá Nik og Ian í gær. Hér má sjá lista yfir þá leikmenn sem eru að klára samning við Breiðablik 16. nóvember næstkomandi. Um er að ræða fjölmarga byrjunarliðsmenn.Skjáskot/KSÍ Nik vill Blika með sér til Svíþjóðar Nik Chamberlain er þegar tekinn að starfa fyrir Kristianstad samhliða skyldum sínum hjá Breiðabliki og festi kaup á fyrsta leikmanninum í Svíþjóð er Linda Líf Boama, leikmaður Víkings, skrifaði undir hjá sænska liðinu í vikunni. Nik er með til skoðunar að fá fleiri leikmenn frá Íslandi, þar á meðal frá Blikum. Þarf Jeffs þá að vara sig á Nik? „Hann veit það sennilega nú þegar,“ segir Nik Chamberlain hlæjandi. „Það eru lausir samningar hjá leikmönnum og félagið þarf að taka á því. En ég held að enginn myndi standa í vegi leikmanns sem vill reyna fyrir sér erlendis,“ bætir hann við. „Við vitum að á Íslandi gefst tækifæri til að spila fótbolta á háu stigi en hér er ekki atvinnumennska og verður aldrei. Hvaða leikmenn sem ég fæ, þá verður svo að vera og ég er viss um að Jeffs og félagið muni halda sínu striki og fylla í skörðin með öðrum leikmönnum,“ segir Nik enn fremur. Sagði hann það? Jeffs var beðinn viðbragða við ummælum forvera síns í starfi. „Sagði hann það? Hann sagði eitthvað allt annað við mig,“ sagði Jeffs og hló. „Hann gerir það sem honum finnst réttast fyrir hans næsta starf. Þetta er hans ákvörðun hvað hann gerir fyrir sitt lið, sem hann er að fara til. Við viljum helst halda þeim leikmönnum sem vilja vera áfram í Breiðabliki,“ segir Jeffs. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan en v iðtal við Jeffs í heild má sjá að neðan. Klippa: Jeffs ræðir nýtt starf hjá Breiðabliki
Breiðablik Besta deild kvenna Sænski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti Segir rugl að ætla að ræða United Enski boltinn Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Enski boltinn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Sjá meira