BKG fer með Íslandsmótið í CrossFit í sundlaug í Hveragerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 09:01 Björgvin Karl Guðmundsson þekkir það vel að keppa í sundgreinum á alþjóðlegum stórmótum í CrossFit. @dxbfitnesschamp Íslandsmótið í CrossFit fer fram um helgina þar sem keppt er í opnum flokki karla og kvenna. CrossFit Ísland hefur verið að kynna keppnisgreinarnar í aðdraganda mótsins sem hefst í kvöld. Björgvin Karl Guðmundsson, sem er þekktastur undir gælunafninu BKG í CrossFit-heiminum, er tekinn við stjórninni hjá CrossFit Reykjavík sem heldur Íslandsmótið. Hann kynnti fimmtu grein Íslandsmótsins sjálfur eins og sjá má hér fyrir neðan. Björgvin Karl þekkir sundgreinarnar vel frá þátttöku sinni á heimsleikunum í gegnum tíðina og hann ætlar að bjóða upp á sundgrein á Íslandsmótinu. Hann ætlar líka með greinina í sína heimabyggð. „Við ætlum að fara til Hveragerðis, í sundlaugina Laugaskarð og við ætlum að gera sund WOD,“ sagði Björgvin Karl. Sundlaugin Laugaskarði var byggð í sjálfboðavinnu en fyrst var vatni hleypt í hana í júnímánuði árið 1938. Hún er því orðin 87 ára gömul. Fimmta greinin er sambland af fimmtíu eða hundrað metra sundsprettum og 25 handlóðapressum með hnébeygju. Sundið má að sjálfsögðu synda með frjálsum hætti en það má búast við talsverðum buslugangi í öllum hamaganginum. Fimmta greinin heitir þó ekki BGK eða Hvergerði heldur var hún skírð „Kristín Rós“ eftir íslensku sunddrottningunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem er ein mesta afrekskona íslenskra íþrótta enda vann hún til fjölda gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra. Kristín vann alls tólf ólympíuverðlaun, þar af fimm gull, tvenn silfur og fimm brons. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008 og var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Nöfn hinna greinanna á Íslandsmótinu eru „Sóley Margrét“, „Vala Flosa“, „Mari Järsk“ og „Eygló Fanndal“. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland) CrossFit Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, sem er þekktastur undir gælunafninu BKG í CrossFit-heiminum, er tekinn við stjórninni hjá CrossFit Reykjavík sem heldur Íslandsmótið. Hann kynnti fimmtu grein Íslandsmótsins sjálfur eins og sjá má hér fyrir neðan. Björgvin Karl þekkir sundgreinarnar vel frá þátttöku sinni á heimsleikunum í gegnum tíðina og hann ætlar að bjóða upp á sundgrein á Íslandsmótinu. Hann ætlar líka með greinina í sína heimabyggð. „Við ætlum að fara til Hveragerðis, í sundlaugina Laugaskarð og við ætlum að gera sund WOD,“ sagði Björgvin Karl. Sundlaugin Laugaskarði var byggð í sjálfboðavinnu en fyrst var vatni hleypt í hana í júnímánuði árið 1938. Hún er því orðin 87 ára gömul. Fimmta greinin er sambland af fimmtíu eða hundrað metra sundsprettum og 25 handlóðapressum með hnébeygju. Sundið má að sjálfsögðu synda með frjálsum hætti en það má búast við talsverðum buslugangi í öllum hamaganginum. Fimmta greinin heitir þó ekki BGK eða Hvergerði heldur var hún skírð „Kristín Rós“ eftir íslensku sunddrottningunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem er ein mesta afrekskona íslenskra íþrótta enda vann hún til fjölda gullverðlauna á Ólympíumótum fatlaðra. Kristín vann alls tólf ólympíuverðlaun, þar af fimm gull, tvenn silfur og fimm brons. Hún var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2008 og var útnefnd í Heiðurshöll ÍSÍ árið 2013. Nöfn hinna greinanna á Íslandsmótinu eru „Sóley Margrét“, „Vala Flosa“, „Mari Järsk“ og „Eygló Fanndal“. View this post on Instagram A post shared by CrossFit á Íslandi (@crossfit.iceland)
CrossFit Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Dagskrá: Þakkargjörðarleikir NFL, Big Ben og Blikar á móti Loga í Laugardal „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu „Aðeins örðuvísi stemning en hefur verið í síðustu leikjum“ Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Serbarnir unnu með tólf mörkum Valskonur á mikilli siglingu Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Sjá meira