„Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. nóvember 2025 12:01 Erika Nótt vill að almennir hnefaleikar verði gerðir löglegir hér á landi. vísir / lýður valberg Erika Nótt Einarsdóttir telur hnefaleikabannið hér á landi vera Íslandi til skammar og vill lögleiða íþróttina að fullu. Erika Nótt er langvinsælasta hnefaleikakona landsins og varð í fyrra fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandamót. Hún telur núverandi regluverk um hnefaleika, þar sem eingöngu áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar eru leyfðir, vera löngu orðið úrelt. „Það myndi gera helling fyrir Ísland að leyfa atvinnumannahnefaleika og þau leyfa þetta ekki afþví þau nenna bara ekki að breyta því eða eitthvað, ég veit það ekki. Það er án djóks engin ástæða fyrir því að þetta ætti ekki að vera leyft hérna. Til að setja þetta í samhengi þá er Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran yfir lönd sem leyfa þetta ekki“ segir Erika og ítrekar kaldhæðnislega að Ísland sé í góðum hópi. „Já, verum bara alveg eins og Norður-Kóreu og Íran, við viljum fylgja þeirra reglum.“ Erika Nótt er sjálf á leið í atvinnumennsku snemma á næsta ári en mun ekki geta barist hér á landi. vísir / lýður valberg „Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga“ Hnefaleikar voru með öllu bannaðir á Íslandi árið 1956, sem var umdeild ákvörðun og er enn, en var fyrst og fremst tekin af öryggisástæðum vegna höfuðhögga. Árið 2002 voru áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar leyfðir, vegna þess að þar er notaður hlífðarbúnaður yfir höfuð, en Erika segir þau rök ekki halda vatni. „Þetta er auðvitað hættuleg íþrótt og mig langar ekki að segja við ykkur að þetta sé bara allt í lagi. Þetta er alveg hættulegt en þetta er líka leyft alls staðar, og þess vegna erum við dómara og reglur sem passa upp á okkur. Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga, sem er það sem er hættulegt. Þær passa bara upp á skurði.“ Er sjálf á leið í atvinnumennsku Erika er sjálf enn áhugamaður en stefnir á atvinnumennsku, eins og hún tilkynnti á IceBox viðburðinum í Kaplakrika síðasta sumar. „Snemma árið 2026 fer ég í atvinnumennsku, það kemur bráðum“ segir Erika en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Box Tengdar fréttir Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir kallar eftir reglubreytingum í sinni íþrótt og því að konur fái loksins að hafa eitthvað um það að segja í hvernig búnaði þær keppa í. 8. október 2025 08:30 Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, mun á ný stíga inn í hringinn þann 29. nóvember næstkomandi þar sem að hann mætir Pedro Martinez frá Venesúela á hnefaleikakvöldi í Finnlandi. 3. nóvember 2025 09:32 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira
Erika Nótt er langvinsælasta hnefaleikakona landsins og varð í fyrra fyrst Íslendinga til að vinna Norðurlandamót. Hún telur núverandi regluverk um hnefaleika, þar sem eingöngu áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar eru leyfðir, vera löngu orðið úrelt. „Það myndi gera helling fyrir Ísland að leyfa atvinnumannahnefaleika og þau leyfa þetta ekki afþví þau nenna bara ekki að breyta því eða eitthvað, ég veit það ekki. Það er án djóks engin ástæða fyrir því að þetta ætti ekki að vera leyft hérna. Til að setja þetta í samhengi þá er Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran yfir lönd sem leyfa þetta ekki“ segir Erika og ítrekar kaldhæðnislega að Ísland sé í góðum hópi. „Já, verum bara alveg eins og Norður-Kóreu og Íran, við viljum fylgja þeirra reglum.“ Erika Nótt er sjálf á leið í atvinnumennsku snemma á næsta ári en mun ekki geta barist hér á landi. vísir / lýður valberg „Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga“ Hnefaleikar voru með öllu bannaðir á Íslandi árið 1956, sem var umdeild ákvörðun og er enn, en var fyrst og fremst tekin af öryggisástæðum vegna höfuðhögga. Árið 2002 voru áhugamanna- og ólympískir hnefaleikar leyfðir, vegna þess að þar er notaður hlífðarbúnaður yfir höfuð, en Erika segir þau rök ekki halda vatni. „Þetta er auðvitað hættuleg íþrótt og mig langar ekki að segja við ykkur að þetta sé bara allt í lagi. Þetta er alveg hættulegt en þetta er líka leyft alls staðar, og þess vegna erum við dómara og reglur sem passa upp á okkur. Grímurnar gera ekkert fyrir heilahristinga, sem er það sem er hættulegt. Þær passa bara upp á skurði.“ Er sjálf á leið í atvinnumennsku Erika er sjálf enn áhugamaður en stefnir á atvinnumennsku, eins og hún tilkynnti á IceBox viðburðinum í Kaplakrika síðasta sumar. „Snemma árið 2026 fer ég í atvinnumennsku, það kemur bráðum“ segir Erika en viðtalið við hana má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Box Tengdar fréttir Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir kallar eftir reglubreytingum í sinni íþrótt og því að konur fái loksins að hafa eitthvað um það að segja í hvernig búnaði þær keppa í. 8. október 2025 08:30 Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, mun á ný stíga inn í hringinn þann 29. nóvember næstkomandi þar sem að hann mætir Pedro Martinez frá Venesúela á hnefaleikakvöldi í Finnlandi. 3. nóvember 2025 09:32 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Ólympíuhetja dó í snjóflóði Koepka snýr aftur og öðrum LIV-stjörnum býðst að fylgja honum Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Tveir ungir varnarmenn til FH Sjá meira
Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Íslenska hnefaleikakonan Erika Nótt Einarsdóttir kallar eftir reglubreytingum í sinni íþrótt og því að konur fái loksins að hafa eitthvað um það að segja í hvernig búnaði þær keppa í. 8. október 2025 08:30
Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Íslenski atvinnumaðurinn í hnefaleikum, Kolbeinn Kristinsson, mun á ný stíga inn í hringinn þann 29. nóvember næstkomandi þar sem að hann mætir Pedro Martinez frá Venesúela á hnefaleikakvöldi í Finnlandi. 3. nóvember 2025 09:32