„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 11:45 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Donald Trump, forseti. AP/Evan Vucci Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Sprengjuflugvélarnar sem flogið var í gær voru af gerðinni B-1B Lancer en það eru þær sprengjuflugvélar Bandaríkjanna sem geta borið flestar sprengjur. Sjá einnig: Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sprengjuvélarnar í gær voru ekki einar á ferð en flugmenn landgönguliðs Bandaríkjanna á F-35B herþotum fylgdu þeim eftir. B-1B sprengjuflugvél á flugi yfir Kyrrhafinu.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Bennie J. Davis AP fréttaveitan segir að flugvélunum hafi verið flogið frá Texas í gær og svo hafi þeim verið flogið upp að ströndum Venesúela. The @usairforce (🇺🇸) B-1Bs are dangerously close to Venezuelan coastline, approximately 50 miles (80 Km) from the Venezuelan (🇻🇪) mainland and 6 miles (9.6 Km) from Los Testigos. https://t.co/f48OGbP2nZ pic.twitter.com/nTsLfJQsSq— SA Defensa (@SA_Defensa) October 23, 2025 Á því svæði hafa Bandaríkjamenn gert banvænar árásir á báta sem ráðamenn segja notaða til að smygla fíkniefnum. Að minnsta kosti níu slíkar árásir hafa verið gerðar og að minnsta kosti 37 hafa dáið í þeim. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var spurður út í þessar árásir af blaðamönnum í gær. Þá sagðist hann ekki telja að hann þyrfti einhverskonar heimild frá þinginu til að gera árásirnar. Hann hefði heimild til að gera þær. „Ég held að við munum ekki biðja um stríðsyfirlýsingu,“ sagði Trump. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir.“ Þá sagðist Trump tilbúinn til að gera einnig árásir gegn smygli yfir landleiðina. Nýtt stríð gegn hryðjuverkum? Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur líkt árásum gegn fíkniefnasmygli við hryðjuverkastríðið svokallaða i kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2021. Þá talar hann um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. „Okkar skilaboð til þessara hryðjuverkasamtaka eru að við munum koma fram við ykkur eins og al-Qaeda,“ sagði Hegseth í gær. „Við munum finna ykkur. Kortleggja samtök ykkar, við munum elta ykkur uppi og við munum drepa ykkur.“ Bandaríkin Venesúela Donald Trump Hernaður Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Sprengjuflugvélarnar sem flogið var í gær voru af gerðinni B-1B Lancer en það eru þær sprengjuflugvélar Bandaríkjanna sem geta borið flestar sprengjur. Sjá einnig: Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sprengjuvélarnar í gær voru ekki einar á ferð en flugmenn landgönguliðs Bandaríkjanna á F-35B herþotum fylgdu þeim eftir. B-1B sprengjuflugvél á flugi yfir Kyrrhafinu.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Bennie J. Davis AP fréttaveitan segir að flugvélunum hafi verið flogið frá Texas í gær og svo hafi þeim verið flogið upp að ströndum Venesúela. The @usairforce (🇺🇸) B-1Bs are dangerously close to Venezuelan coastline, approximately 50 miles (80 Km) from the Venezuelan (🇻🇪) mainland and 6 miles (9.6 Km) from Los Testigos. https://t.co/f48OGbP2nZ pic.twitter.com/nTsLfJQsSq— SA Defensa (@SA_Defensa) October 23, 2025 Á því svæði hafa Bandaríkjamenn gert banvænar árásir á báta sem ráðamenn segja notaða til að smygla fíkniefnum. Að minnsta kosti níu slíkar árásir hafa verið gerðar og að minnsta kosti 37 hafa dáið í þeim. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var spurður út í þessar árásir af blaðamönnum í gær. Þá sagðist hann ekki telja að hann þyrfti einhverskonar heimild frá þinginu til að gera árásirnar. Hann hefði heimild til að gera þær. „Ég held að við munum ekki biðja um stríðsyfirlýsingu,“ sagði Trump. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir.“ Þá sagðist Trump tilbúinn til að gera einnig árásir gegn smygli yfir landleiðina. Nýtt stríð gegn hryðjuverkum? Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur líkt árásum gegn fíkniefnasmygli við hryðjuverkastríðið svokallaða i kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2021. Þá talar hann um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. „Okkar skilaboð til þessara hryðjuverkasamtaka eru að við munum koma fram við ykkur eins og al-Qaeda,“ sagði Hegseth í gær. „Við munum finna ykkur. Kortleggja samtök ykkar, við munum elta ykkur uppi og við munum drepa ykkur.“
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Hernaður Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira