Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Bjarki Sigurðsson skrifar 16. október 2025 23:02 Willum Þór Þórsson er forseti ÍSÍ. Vísir/Ívar Fannar Óbreytt ástand á veðmálamarkaði er óboðlegt að sögn forseta Íþrótta- og ólympíusambandsins. Hann skorar á stjórnvöld að ráðast í breytingar sem allra fyrst. Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum síðan árið 2011. Á þessum fjórtán árum hefur umhverfi veðmála tekið gífurlegum breytingum. Sí fleiri veðja og hlutdeild ólöglegra erlendra síðna hefur tvöfaldast. Íslendingar veðja fyrir tuttugu milljarða á ári. Stærstu sérleyfishafarnir á veðmálamarkaðinum eru Íslensk getspá og Íslenskar getraunir. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á stærsta hlutann í báðum félögum og hefur stjórn sambandsins hingað til barist ötullega fyrir því að banna ólöglegu erlendu veðmálasíðurnar, enda verður sambandið af tekjum vegna þeirra. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ. Er ÍSÍ til í að taka þátt í samræðu um breytingu á þessum lögum? Sama hvort aðhald verður aukið eða markaðurinn opnaður frekar, þá er ÍSÍ tilbúið að taka þátt í þessu? „Algjörlega og við erum þegar búin að hefja þetta samtal.“ Hann biðlar til stjórnvalda að taka málaflokkinn upp ásamt sambandinu og endurskoða löggjöfina. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af dómsmálaráðherra vegna þessara mála síðustu vikur, án árangurs. „Núverandi staða er ekki boðleg. Við þurfum að taka grunnafstöðuna út frá forvörnum og lýðheilsu og svo verðum við að finna þá leið sem er fær. Í nútímasamfélagi er þetta eilítið flóknara þegar þetta er farið að snúa um tækni. Þessi stóru veðmálafyrirtæki sem eru að vinna á alþjóðagrunni eru mikil tæknifyrirtæki,“ segir Willum. Fjárhættuspil Börn og uppeldi Íþróttir barna Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ÍSÍ Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Lög um fjárhættuspil hafa ekki tekið breytingum síðan árið 2011. Á þessum fjórtán árum hefur umhverfi veðmála tekið gífurlegum breytingum. Sí fleiri veðja og hlutdeild ólöglegra erlendra síðna hefur tvöfaldast. Íslendingar veðja fyrir tuttugu milljarða á ári. Stærstu sérleyfishafarnir á veðmálamarkaðinum eru Íslensk getspá og Íslenskar getraunir. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) á stærsta hlutann í báðum félögum og hefur stjórn sambandsins hingað til barist ötullega fyrir því að banna ólöglegu erlendu veðmálasíðurnar, enda verður sambandið af tekjum vegna þeirra. „Við erum í þeirri stöðu að verða að horfa heildstætt á þetta og finna leið bæði til að verja og huga að lýðheilsu þjóðar. En tryggja það að íþróttahreyfingin geti verið tæki til forvarnar og lýðheilsu,“ segir Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ. Er ÍSÍ til í að taka þátt í samræðu um breytingu á þessum lögum? Sama hvort aðhald verður aukið eða markaðurinn opnaður frekar, þá er ÍSÍ tilbúið að taka þátt í þessu? „Algjörlega og við erum þegar búin að hefja þetta samtal.“ Hann biðlar til stjórnvalda að taka málaflokkinn upp ásamt sambandinu og endurskoða löggjöfina. Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af dómsmálaráðherra vegna þessara mála síðustu vikur, án árangurs. „Núverandi staða er ekki boðleg. Við þurfum að taka grunnafstöðuna út frá forvörnum og lýðheilsu og svo verðum við að finna þá leið sem er fær. Í nútímasamfélagi er þetta eilítið flóknara þegar þetta er farið að snúa um tækni. Þessi stóru veðmálafyrirtæki sem eru að vinna á alþjóðagrunni eru mikil tæknifyrirtæki,“ segir Willum.
Fjárhættuspil Börn og uppeldi Íþróttir barna Fíkn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur ÍSÍ Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira