Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2025 14:21 Þetta áttu að verða fyrstu skipagöng heims. Heimamenn sáu fyrir sér að þau yrðu mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Kystverket Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. „Göngin verða svo dýr að við teljum ábyrgðarlaust að halda áfram með verkefnið,“ sagði Støre í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann hafði gefið það til kynna í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði að þetta kynni að verða niðurstaðan eftir að fréttir bárust af því að tilboð í verkið reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Carl Court/Getty Images Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Núna er upplýst að ný kostnaðaráætlun hljóði upp á 9,4 milljarða króna, eða sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. „Það blasa við okkur stór verkefni á sviði varnarmála, heilbrigðismála og sveitarfélaga. Við verðum að forgangsraða og nýta hverja krónu eins skilvirkt og mögulegt er. Þess vegna segjum við nei við þessu verkefni, sem við teljum ekki réttlæta svo mikil útgjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre. Gert var ráð fyrir að göngin yrðu 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Skipagöngunum, sem hefðu orðið þau fyrstu í heimi, var ætlað að skapa sjófarendum öruggari leið framhjá veðravítinu Stað. NRK segir að frá árinu 1990 séu göngin búin að fara í gegnum tuttugu athuganir og rýniskannanir. Norska siglingamálastofnunin ásamt nærliggjandi sveitarfélögum er sögð búin að verja í undirbúning um 300 milljónum norskra króna, um 3,6 milljörðum íslenskra, í þætti eins skipulagningu, hönnun og fasteigna- og lóðakaup. Undirbúningur útboðs fór á fullt fyrir fjórum árum eftir að Stórþingið veitti skipagöngunum brautargengi. Hér má ímynda sér með hjálp tölvuteikninga hvernig þau hefðu litið út: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
„Göngin verða svo dýr að við teljum ábyrgðarlaust að halda áfram með verkefnið,“ sagði Støre í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann hafði gefið það til kynna í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði að þetta kynni að verða niðurstaðan eftir að fréttir bárust af því að tilboð í verkið reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Carl Court/Getty Images Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Núna er upplýst að ný kostnaðaráætlun hljóði upp á 9,4 milljarða króna, eða sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. „Það blasa við okkur stór verkefni á sviði varnarmála, heilbrigðismála og sveitarfélaga. Við verðum að forgangsraða og nýta hverja krónu eins skilvirkt og mögulegt er. Þess vegna segjum við nei við þessu verkefni, sem við teljum ekki réttlæta svo mikil útgjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre. Gert var ráð fyrir að göngin yrðu 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Skipagöngunum, sem hefðu orðið þau fyrstu í heimi, var ætlað að skapa sjófarendum öruggari leið framhjá veðravítinu Stað. NRK segir að frá árinu 1990 séu göngin búin að fara í gegnum tuttugu athuganir og rýniskannanir. Norska siglingamálastofnunin ásamt nærliggjandi sveitarfélögum er sögð búin að verja í undirbúning um 300 milljónum norskra króna, um 3,6 milljörðum íslenskra, í þætti eins skipulagningu, hönnun og fasteigna- og lóðakaup. Undirbúningur útboðs fór á fullt fyrir fjórum árum eftir að Stórþingið veitti skipagöngunum brautargengi. Hér má ímynda sér með hjálp tölvuteikninga hvernig þau hefðu litið út:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46
Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30