Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2025 14:21 Þetta áttu að verða fyrstu skipagöng heims. Heimamenn sáu fyrir sér að þau yrðu mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Kystverket Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. „Göngin verða svo dýr að við teljum ábyrgðarlaust að halda áfram með verkefnið,“ sagði Støre í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann hafði gefið það til kynna í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði að þetta kynni að verða niðurstaðan eftir að fréttir bárust af því að tilboð í verkið reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Carl Court/Getty Images Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Núna er upplýst að ný kostnaðaráætlun hljóði upp á 9,4 milljarða króna, eða sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. „Það blasa við okkur stór verkefni á sviði varnarmála, heilbrigðismála og sveitarfélaga. Við verðum að forgangsraða og nýta hverja krónu eins skilvirkt og mögulegt er. Þess vegna segjum við nei við þessu verkefni, sem við teljum ekki réttlæta svo mikil útgjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre. Gert var ráð fyrir að göngin yrðu 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Skipagöngunum, sem hefðu orðið þau fyrstu í heimi, var ætlað að skapa sjófarendum öruggari leið framhjá veðravítinu Stað. NRK segir að frá árinu 1990 séu göngin búin að fara í gegnum tuttugu athuganir og rýniskannanir. Norska siglingamálastofnunin ásamt nærliggjandi sveitarfélögum er sögð búin að verja í undirbúning um 300 milljónum norskra króna, um 3,6 milljörðum íslenskra, í þætti eins skipulagningu, hönnun og fasteigna- og lóðakaup. Undirbúningur útboðs fór á fullt fyrir fjórum árum eftir að Stórþingið veitti skipagöngunum brautargengi. Hér má ímynda sér með hjálp tölvuteikninga hvernig þau hefðu litið út: Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Göngin verða svo dýr að við teljum ábyrgðarlaust að halda áfram með verkefnið,“ sagði Støre í viðtali við norska ríkisútvarpið NRK. Hann hafði gefið það til kynna í kosningabaráttunni fyrir þingkosningarnar í síðasta mánuði að þetta kynni að verða niðurstaðan eftir að fréttir bárust af því að tilboð í verkið reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs.Carl Court/Getty Images Stórþingið samþykkti skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Núna er upplýst að ný kostnaðaráætlun hljóði upp á 9,4 milljarða króna, eða sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. „Það blasa við okkur stór verkefni á sviði varnarmála, heilbrigðismála og sveitarfélaga. Við verðum að forgangsraða og nýta hverja krónu eins skilvirkt og mögulegt er. Þess vegna segjum við nei við þessu verkefni, sem við teljum ekki réttlæta svo mikil útgjöld,“ sagði Jonas Gahr Støre. Gert var ráð fyrir að göngin yrðu 36 metra breið og 50 metra há, þar af yrði þriðjungur undir sjávarmáli.Kystverket Skipagöngunum, sem hefðu orðið þau fyrstu í heimi, var ætlað að skapa sjófarendum öruggari leið framhjá veðravítinu Stað. NRK segir að frá árinu 1990 séu göngin búin að fara í gegnum tuttugu athuganir og rýniskannanir. Norska siglingamálastofnunin ásamt nærliggjandi sveitarfélögum er sögð búin að verja í undirbúning um 300 milljónum norskra króna, um 3,6 milljörðum íslenskra, í þætti eins skipulagningu, hönnun og fasteigna- og lóðakaup. Undirbúningur útboðs fór á fullt fyrir fjórum árum eftir að Stórþingið veitti skipagöngunum brautargengi. Hér má ímynda sér með hjálp tölvuteikninga hvernig þau hefðu litið út:
Noregur Skipaflutningar Sjávarútvegur Ferðaþjónusta Samgöngur Tengdar fréttir Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24 Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46
Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu. 10. maí 2025 12:24
Svona sigla skipstjórar inn í fyrstu skipagöng heims Norskir skipstjórar eru þegar byrjaðir að æfa siglingar í gegnum fyrstu skipagöng heims, þótt ekki verði byrjað að grafa göngin fyrr en eftir tvö ár. 8. júní 2016 19:30