Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 9. október 2025 07:04 Rós Kristjánsdóttir og Þorsteinn B Friðriksson giftu sig á dögunum í frönskum kastala. Aðsend „Við vorum alltaf búin að tala um að gifta okkur erlendis, okkur finnst sjálfum svo gaman að vera gestir í þannig brúðkaupum og ég held að flestir séu sammála um að Frakkland sé fullkominn staður fyrir drauma brúðkaupið,“ segir hin nýgifta Rós Kristjánsdóttir gullsmiður sem gekk að eiga sinn heittelskaða Þorstein B. Friðriksson í frönskum kastala á dögunum. Blaðamaður ræddi við hana um þennan ógleymanlega dag. Rós Kristjánsdóttir rekur skartgripaverslunina Hik & Rós og Þorsteinn, eða Steini eins og hann er oftast kallaður, er forstjóri Rocky Road. Stórglæsileg hjón Steini og Rós.Aðsend Hjónin hafa verið saman frá árinu 2017 og eiga tvo stráka en eru í heildina sex manna fjölskylda þar sem Rós eignaðist tvö stjúpbörn þegar hún kynntist Steina sínum. Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í mars 2024. Það var óundirbúin og spontant stund í eldhúsinu okkar heima. Þetta var bara svona hversdagsleg stund, ég var í kósýgalla með skítugt hár á sunnudegi ef ég man rétt og við vorum að útbúa mat fyrir son okkar. Rós og Steini og franski draumurinn.Aðsend Svo bara kom eitthvað augnaráð og knús sem endaði með spurningunni: Viltu giftast mér? Mér fannst það í raun fullkomið því það er sett svo mikil pressa á trúlofanir að allt þurfi að vera svo fullkomið og grand, en hversdagsleikinn er svo fallegur og fullkominn líka að mínu mati. Svo gat ég líka með þessu verið með í að velja hringinn, sem var líka kvíðapunktur fyrir manninn minn verandi að giftast gullsmið! Rós er gullsmiður og fékk auðvitað að vera með í að velja hringinn sinn. Aðsend Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Sautján mánuði. Það þurfti auðvitað smá fyrirvara til að bóka svona herragarð erlendis, en við náðum að eignast heilt barn í millitíðinni. Vissuð þið strax að þið vilduð gifta ykkur erlendis og er Frakkland í uppáhaldi hjá ykkur? Já, við vorum alltaf búin að tala um að gifta okkur erlendis, okkur finnst sjálfum svo gaman að vera gestir í þannig brúðkaupum. Frakkland er allavega í uppáhaldi hjá mér og ég held að flestir séu sammála um að Frakkland sé fullkominn staður fyrir draumabrúðkaupið! Frakkland er að sögn Rósar fullkominn staður fyrir draumabrúðkaup.Aðsend Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var fullkominn. Hann byrjaði snemma og við vorum bæði í sitt hvoru herberginu að gera okkur til. Ég fékk smink og var með bestu vinkonunum mínum að drekka kampavín og spila tónlist alveg fram að athöfn. Áður en ég klæddi mig í kjólinn öskursungum við vinkonurnar Unwritten með Natasha Beddingfield og dönsuðum sem var svo gaman, mæli með. Guðjón vinur okkar gaf okkur saman og sólin skein, bara eintóm gleði. Svo tók við smá tími til að spjalla við gesti og fá sér smá að drekka og borða áður en við fórum í myndatöku. Að henni lokinni tók borðhald við með ræðum og atriðum sem æðislegu veislustjórar okkar Ása Ninna og Ýmir stýrðu. Eftir matinn gerðum við hjónin kampavínsturn með því að hella freyðivíni í glös sem var búið að raða í pýramída, okkur fannst það mjög skemmtilegt touch. Eftir það skipti ég um kjól og partýið byrjaði! Við náðum bæði að skemmta okkur ótrúlega vel og njóta. Rós og Steini náðu að njóta dagsins í botn en Guðjón vinur þeirra gaf þau saman.Aðsend Voruð þið með dagskrá í fleiri daga? Já. Þetta byrjaði á föstudagskvöldi með pastel partýi þar sem gestir komu í pastellituðum fötum og við borðuðum og drukkum saman. Ótrúlega skemmtileg leið að ná hópnum saman fyrir stóra daginn. Laugardagurinn var auðvitað aðaldagurinn en svo á sunnudeginum var svona slökunar dagur til að jafna sig á veisluhöldunum. Þar var hægt að fara í sundlaugina, fá bloody mary og verkjatöflur ásamt því að borða góðan mat. Það fannst okkur frábær leið til að ná að kveðja alla gestina almennilega. Hamborgaraveisla á sunnudeginum var fullkomin leið til að ljúka brúðkaupshelginni.Aðsend Voruð þið sammála í skipulaginu? Í langflestu, já. Auðvitað var sumt sem við vorum búin að sjá fyrir okkur öðruvísi en okkur tókst alltaf að finna einhverja millileið sem við vorum bæði sátt við. Hjónin voru sammála í flest öllu sem kom að skipulaginu.Aðsend Hvaðan sóttuð þið innblástur? Í rauninni úr öllum áttum, við bara tókum ákvarðanir um eitt í einu og þá varð þetta allt til. En Pinterest og Instagram áttu alveg stóran hlut í að sýna okkur hvað væri í boði. Rós og Steini sóttu innblástur á ýmsa staði meðal annars Instagram og Pinterest.Aðsend Hvað stendur upp úr? Það er erfitt að velja eitt. En ég held að athöfnin sé það sem stendur upp úr. Það var bara svo æðislegt að gera þetta fyrir framan allt fólkið okkar á þessum fallega stað í sólinni. Fallegu feðginin Rós og Kristján ganga kirkjugólfið á fullkomnum degi. Aðsend Voru einhver skemmtiatriði eða veislustjórar? Það voru nokkur söngatriði og svo nokkrar ræður, sumar þannig að allir gestirnir voru farnir að grenja, ég þakka mikið fyrir að hafa verið með vatnsheldan maskara. Ýmir Finnbogason og Ása Ninna Pétursdóttir voru veislustjórar og þau sáu heldur betur til þess að allt gengi upp og að halda stuðinu gangandi! Veislustjórarnir Ýmir og Ása Ninna.Aðsend Hvað voru margir gestir? Gestirnir voru 112. 112 glæsilegir gestir.Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Já, það kom okkur á óvart hvað við náðum að njóta vel og skemmta okkur. Það voru svo margir búnir að vara okkur við því að það væri erfitt að njóta í eigin brúðkaupsveislu. Hjónin ásamt Huldu Halldóru og Ásu Ninnu kvöldið fyrir stóra daginn. Helgin var öll draumi líkust.Aðsend Hvernig gekk að velja kjólinn? Varstu með fataskipti? Það gekk vel! Ég bókaði tíma í mátun hjá Loforð og var þá alveg búin að ákveða mig, með skjáskot af kjólnum sem ég ætlaði að kaupa. Þegar ég mætti á staðinn að máta kom kjóllinn ekki eins vel og ég vonaði en stílistinn sem var að hjálpa mér dró einn kjól inn í mátunarklefann sem mér fannst ekkert sérstakur svona á herðatrénu en var svo bara fullkominn þegar ég var komin í hann. Rós fann fullkomna kjólinn fyrir hálfgerða tilviljun!Aðsend Ég skipti um kjól eftir matinn og fór þá í sérsaumaðan Eyland kjól. Kjóllinn var hvít, rómantísk útgáfa af svörtum Eyland kjól sem er ein uppáhalds flíkin mín sem ég tengi mikið við þann tíma sem við Steini vorum að kynnast. View this post on Instagram A post shared by Ása Ninna (@asaninna) Ég er svo heppin að vera vinkona Ásu Ninnu sem er hönnuðurinn og hún hjálpaði mér að láta kjólinn verða að veruleika. Við sögðum Steina ekki frá þessum kjól og ég fékk að koma honum á óvart! Rós kom Steina sínum skemmtilega á óvart í hvítri útgáfu af kjól sem hún klæddist þegar þau kynntust. Svo sætt!Aðsend Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Ég held að ráðið mitt sé að fá aðstoð. Hvort sem það er frá vinum og fjölskyldu eða brúðkaupsskipuleggjanda (e. wedding planner). Það er svo miklu meiri vinna en ég hélt að skipuleggja svona stóra veislu og það eru yfirleitt öll til í að hjálpa, þannig ekki vera feimin við að biðja um hjálp. Draumastaður!Aðsend Flottur brúðgumi tilbúinn í athöfnina.Aðsend Hringarnir settir upp.Aðsend Sunnudags huggulegheit.Aðsend Glæsileg þrjú! Steini, Gunnar Friðrik og Ingunn Marta elstu börnin hans.Aðsend Smáatriðin upp á tíu.Aðsend Brúðkaup Ástin og lífið Tíska og hönnun Frakkland Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Rós Kristjánsdóttir rekur skartgripaverslunina Hik & Rós og Þorsteinn, eða Steini eins og hann er oftast kallaður, er forstjóri Rocky Road. Stórglæsileg hjón Steini og Rós.Aðsend Hjónin hafa verið saman frá árinu 2017 og eiga tvo stráka en eru í heildina sex manna fjölskylda þar sem Rós eignaðist tvö stjúpbörn þegar hún kynntist Steina sínum. Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í mars 2024. Það var óundirbúin og spontant stund í eldhúsinu okkar heima. Þetta var bara svona hversdagsleg stund, ég var í kósýgalla með skítugt hár á sunnudegi ef ég man rétt og við vorum að útbúa mat fyrir son okkar. Rós og Steini og franski draumurinn.Aðsend Svo bara kom eitthvað augnaráð og knús sem endaði með spurningunni: Viltu giftast mér? Mér fannst það í raun fullkomið því það er sett svo mikil pressa á trúlofanir að allt þurfi að vera svo fullkomið og grand, en hversdagsleikinn er svo fallegur og fullkominn líka að mínu mati. Svo gat ég líka með þessu verið með í að velja hringinn, sem var líka kvíðapunktur fyrir manninn minn verandi að giftast gullsmið! Rós er gullsmiður og fékk auðvitað að vera með í að velja hringinn sinn. Aðsend Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Sautján mánuði. Það þurfti auðvitað smá fyrirvara til að bóka svona herragarð erlendis, en við náðum að eignast heilt barn í millitíðinni. Vissuð þið strax að þið vilduð gifta ykkur erlendis og er Frakkland í uppáhaldi hjá ykkur? Já, við vorum alltaf búin að tala um að gifta okkur erlendis, okkur finnst sjálfum svo gaman að vera gestir í þannig brúðkaupum. Frakkland er allavega í uppáhaldi hjá mér og ég held að flestir séu sammála um að Frakkland sé fullkominn staður fyrir draumabrúðkaupið! Frakkland er að sögn Rósar fullkominn staður fyrir draumabrúðkaup.Aðsend Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var fullkominn. Hann byrjaði snemma og við vorum bæði í sitt hvoru herberginu að gera okkur til. Ég fékk smink og var með bestu vinkonunum mínum að drekka kampavín og spila tónlist alveg fram að athöfn. Áður en ég klæddi mig í kjólinn öskursungum við vinkonurnar Unwritten með Natasha Beddingfield og dönsuðum sem var svo gaman, mæli með. Guðjón vinur okkar gaf okkur saman og sólin skein, bara eintóm gleði. Svo tók við smá tími til að spjalla við gesti og fá sér smá að drekka og borða áður en við fórum í myndatöku. Að henni lokinni tók borðhald við með ræðum og atriðum sem æðislegu veislustjórar okkar Ása Ninna og Ýmir stýrðu. Eftir matinn gerðum við hjónin kampavínsturn með því að hella freyðivíni í glös sem var búið að raða í pýramída, okkur fannst það mjög skemmtilegt touch. Eftir það skipti ég um kjól og partýið byrjaði! Við náðum bæði að skemmta okkur ótrúlega vel og njóta. Rós og Steini náðu að njóta dagsins í botn en Guðjón vinur þeirra gaf þau saman.Aðsend Voruð þið með dagskrá í fleiri daga? Já. Þetta byrjaði á föstudagskvöldi með pastel partýi þar sem gestir komu í pastellituðum fötum og við borðuðum og drukkum saman. Ótrúlega skemmtileg leið að ná hópnum saman fyrir stóra daginn. Laugardagurinn var auðvitað aðaldagurinn en svo á sunnudeginum var svona slökunar dagur til að jafna sig á veisluhöldunum. Þar var hægt að fara í sundlaugina, fá bloody mary og verkjatöflur ásamt því að borða góðan mat. Það fannst okkur frábær leið til að ná að kveðja alla gestina almennilega. Hamborgaraveisla á sunnudeginum var fullkomin leið til að ljúka brúðkaupshelginni.Aðsend Voruð þið sammála í skipulaginu? Í langflestu, já. Auðvitað var sumt sem við vorum búin að sjá fyrir okkur öðruvísi en okkur tókst alltaf að finna einhverja millileið sem við vorum bæði sátt við. Hjónin voru sammála í flest öllu sem kom að skipulaginu.Aðsend Hvaðan sóttuð þið innblástur? Í rauninni úr öllum áttum, við bara tókum ákvarðanir um eitt í einu og þá varð þetta allt til. En Pinterest og Instagram áttu alveg stóran hlut í að sýna okkur hvað væri í boði. Rós og Steini sóttu innblástur á ýmsa staði meðal annars Instagram og Pinterest.Aðsend Hvað stendur upp úr? Það er erfitt að velja eitt. En ég held að athöfnin sé það sem stendur upp úr. Það var bara svo æðislegt að gera þetta fyrir framan allt fólkið okkar á þessum fallega stað í sólinni. Fallegu feðginin Rós og Kristján ganga kirkjugólfið á fullkomnum degi. Aðsend Voru einhver skemmtiatriði eða veislustjórar? Það voru nokkur söngatriði og svo nokkrar ræður, sumar þannig að allir gestirnir voru farnir að grenja, ég þakka mikið fyrir að hafa verið með vatnsheldan maskara. Ýmir Finnbogason og Ása Ninna Pétursdóttir voru veislustjórar og þau sáu heldur betur til þess að allt gengi upp og að halda stuðinu gangandi! Veislustjórarnir Ýmir og Ása Ninna.Aðsend Hvað voru margir gestir? Gestirnir voru 112. 112 glæsilegir gestir.Aðsend Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Já, það kom okkur á óvart hvað við náðum að njóta vel og skemmta okkur. Það voru svo margir búnir að vara okkur við því að það væri erfitt að njóta í eigin brúðkaupsveislu. Hjónin ásamt Huldu Halldóru og Ásu Ninnu kvöldið fyrir stóra daginn. Helgin var öll draumi líkust.Aðsend Hvernig gekk að velja kjólinn? Varstu með fataskipti? Það gekk vel! Ég bókaði tíma í mátun hjá Loforð og var þá alveg búin að ákveða mig, með skjáskot af kjólnum sem ég ætlaði að kaupa. Þegar ég mætti á staðinn að máta kom kjóllinn ekki eins vel og ég vonaði en stílistinn sem var að hjálpa mér dró einn kjól inn í mátunarklefann sem mér fannst ekkert sérstakur svona á herðatrénu en var svo bara fullkominn þegar ég var komin í hann. Rós fann fullkomna kjólinn fyrir hálfgerða tilviljun!Aðsend Ég skipti um kjól eftir matinn og fór þá í sérsaumaðan Eyland kjól. Kjóllinn var hvít, rómantísk útgáfa af svörtum Eyland kjól sem er ein uppáhalds flíkin mín sem ég tengi mikið við þann tíma sem við Steini vorum að kynnast. View this post on Instagram A post shared by Ása Ninna (@asaninna) Ég er svo heppin að vera vinkona Ásu Ninnu sem er hönnuðurinn og hún hjálpaði mér að láta kjólinn verða að veruleika. Við sögðum Steina ekki frá þessum kjól og ég fékk að koma honum á óvart! Rós kom Steina sínum skemmtilega á óvart í hvítri útgáfu af kjól sem hún klæddist þegar þau kynntust. Svo sætt!Aðsend Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Ég held að ráðið mitt sé að fá aðstoð. Hvort sem það er frá vinum og fjölskyldu eða brúðkaupsskipuleggjanda (e. wedding planner). Það er svo miklu meiri vinna en ég hélt að skipuleggja svona stóra veislu og það eru yfirleitt öll til í að hjálpa, þannig ekki vera feimin við að biðja um hjálp. Draumastaður!Aðsend Flottur brúðgumi tilbúinn í athöfnina.Aðsend Hringarnir settir upp.Aðsend Sunnudags huggulegheit.Aðsend Glæsileg þrjú! Steini, Gunnar Friðrik og Ingunn Marta elstu börnin hans.Aðsend Smáatriðin upp á tíu.Aðsend
Brúðkaup Ástin og lífið Tíska og hönnun Frakkland Mest lesið Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira