Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. október 2025 19:00 Breiðablik- Vestri Breiðablik- Vestri besta deild karla 2025-26 Breiðablik tapaði 3-0 fyrir svissneska liðinu Lausanne í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Bæði lið lögðu af stað í þennan leik í leit að sínum fyrstu stigum í Sambandsdeildinni. Breiðablik tók þátt í keppninni fyrir tveimur árum en tapaði öllum leikjum og Lausanne er að spila í keppninni í fyrsta sinn. Flottir fyrstu fimm mínúturnar Breiðablik byrjaði leikinn vel og vinstri vængmaðurinn Ágúst Orri Þorsteinsson var sérlega sprækur. Hann skapaði tvö fín færi fyrir liðsfélaga sína á fyrstu fimm mínútunum en skot Valgeirs Valgeirssonar fór langt yfir og móttakan mistókst hjá Kristófer Inga Kristinssyni skömmu síðar. Tvö mörk með skömmu millibili Minna en mínútu eftir þá slæmu móttöku tók Lausanne forystuna. Markið virkaði nokkuð einfalt í framkvæmd, utan á hlaup og fyrirgjöf frá Sekou Fofana á Beyatt Lekweiry sem fann pláss milli miðvarðanna og stangaði boltann í netið. Skammt var stórra högga á milli fyrir Breiðablik því örskömmu síðar flaug há sending yfir vörnina, boltinn datt fyrir Theo Bair og hann átti auðvelt með að afgreiða færið yfir Anton Ara Einarsson sem stóð í einskis manns landi. Þriðja markið fékkst gefins Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir voru Blikar vankaðir um dágóða stund en eftir rúman hálftíma kom Ágúst Orri sér í fínt færi og græddi hornspyrnu. Ekkert kom upp úr henni og Valgeir Valgeirsson gerðist sekur um afar slæm mistök þegar hann ætlaði að senda boltann til baka en missti hann frá sér. Lausanne brunaði upp völlinn og Gaousso Diakité skoraði þriðja markið. Vankaðir Blikar voru því þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks en betra var að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Betra í seinni hálfleik en staðan óbreytt Spilamennska Breiðabliks batnaði til muna og liðið skapaði sér nokkrar ágætis stöður en ekkert sem kalla mætti dauðafæri. Þrátt fyrir fjölmargar breytingar hjá Blikum breyttist staðan ekkert og 3-0 tap varð niðurstaðan í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar. Gáfu mörk og lentu í brekku „Svekkjandi að gefa þessi mörk, þeir fengu full auðveld mörk sem settu okkur í ákveðna brekku. Á köflum vorum við flottir og sýndum að ef við hefðum sleppt því að gefa svona auðveld mörk þá hefði þetta verið allt annar leikur“ sagði Anton Ari Einarsson eftir leik. Hrollurinn farinn en óþarfi að gefa þeim forgjöf „Óþarflega sannfærandi tap. Leikurinn fer bara í fyrri hálfleik og það var erfitt að klóra sig til baka eftir það. Vonbrigði í fyrsta leik, það verður að segjast“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. „Það er erfitt, á útivelli á móti sterku liði, að gefa þeim forgjöf og ætla að koma til baka“ bætti hann við en er bjartsýnn á framhaldið. „Margir að stíga á þetta svið í fyrsta skipti og fínt að hrollurinn fari, hjá mörgum. Nú er bara að byggja ofan á þetta og mæti hugaðri í næstu fimm leiki.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik
Breiðablik tapaði 3-0 fyrir svissneska liðinu Lausanne í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar. Bæði lið lögðu af stað í þennan leik í leit að sínum fyrstu stigum í Sambandsdeildinni. Breiðablik tók þátt í keppninni fyrir tveimur árum en tapaði öllum leikjum og Lausanne er að spila í keppninni í fyrsta sinn. Flottir fyrstu fimm mínúturnar Breiðablik byrjaði leikinn vel og vinstri vængmaðurinn Ágúst Orri Þorsteinsson var sérlega sprækur. Hann skapaði tvö fín færi fyrir liðsfélaga sína á fyrstu fimm mínútunum en skot Valgeirs Valgeirssonar fór langt yfir og móttakan mistókst hjá Kristófer Inga Kristinssyni skömmu síðar. Tvö mörk með skömmu millibili Minna en mínútu eftir þá slæmu móttöku tók Lausanne forystuna. Markið virkaði nokkuð einfalt í framkvæmd, utan á hlaup og fyrirgjöf frá Sekou Fofana á Beyatt Lekweiry sem fann pláss milli miðvarðanna og stangaði boltann í netið. Skammt var stórra högga á milli fyrir Breiðablik því örskömmu síðar flaug há sending yfir vörnina, boltinn datt fyrir Theo Bair og hann átti auðvelt með að afgreiða færið yfir Anton Ara Einarsson sem stóð í einskis manns landi. Þriðja markið fékkst gefins Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir voru Blikar vankaðir um dágóða stund en eftir rúman hálftíma kom Ágúst Orri sér í fínt færi og græddi hornspyrnu. Ekkert kom upp úr henni og Valgeir Valgeirsson gerðist sekur um afar slæm mistök þegar hann ætlaði að senda boltann til baka en missti hann frá sér. Lausanne brunaði upp völlinn og Gaousso Diakité skoraði þriðja markið. Vankaðir Blikar voru því þremur mörkum þegar flautað var til hálfleiks en betra var að sjá til liðsins í seinni hálfleik. Betra í seinni hálfleik en staðan óbreytt Spilamennska Breiðabliks batnaði til muna og liðið skapaði sér nokkrar ágætis stöður en ekkert sem kalla mætti dauðafæri. Þrátt fyrir fjölmargar breytingar hjá Blikum breyttist staðan ekkert og 3-0 tap varð niðurstaðan í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar. Gáfu mörk og lentu í brekku „Svekkjandi að gefa þessi mörk, þeir fengu full auðveld mörk sem settu okkur í ákveðna brekku. Á köflum vorum við flottir og sýndum að ef við hefðum sleppt því að gefa svona auðveld mörk þá hefði þetta verið allt annar leikur“ sagði Anton Ari Einarsson eftir leik. Hrollurinn farinn en óþarfi að gefa þeim forgjöf „Óþarflega sannfærandi tap. Leikurinn fer bara í fyrri hálfleik og það var erfitt að klóra sig til baka eftir það. Vonbrigði í fyrsta leik, það verður að segjast“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. „Það er erfitt, á útivelli á móti sterku liði, að gefa þeim forgjöf og ætla að koma til baka“ bætti hann við en er bjartsýnn á framhaldið. „Margir að stíga á þetta svið í fyrsta skipti og fínt að hrollurinn fari, hjá mörgum. Nú er bara að byggja ofan á þetta og mæti hugaðri í næstu fimm leiki.“