„Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2025 10:02 Lamine Yamal sýndi flott tilþrf í stórleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi EPA/Alejandro Garcia Lamine Yamal kom aftur inn í Barcelona liðið í Meistaradeildinni í fótbolta í gærkvöldi og var fljótur að minna á sig. Meistaradeildarmessan ræddi þennan unga en magnaða leikmann sem er ekki enn orðin nítján ára gamall. „Talandi um Lamine Yamal. Við erum búnir að horfa á hann springa út og feta sig á þessu stóra sviði. Kornungur ennþá. Hvað er hægt að segja um svona hæfileikamann og hvernig hann kemur inn í leikinn,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmessunni. Algjörlega geggjaður „Fyrsti hálftíminn hjá honum var náttúrulega bara sýning. Hann var algjörlega geggjaður. Strax eftir níutíu sekúndur var hann farinn að búa til eitthvað sem við sjáum ekki oft inn á fótboltavellinum,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Klippa: Ræddu frammistöðu Lamine Yamal í Messunni „Þarna fer hann af stað með boltann og það sem við erum að sjá þarna er mjög einstakt,“ sagði Atli og á sama tíma voru sýnd ótrúleg tilþrif Yamal í upphafi leiks þegar hann dansaði í gegnum vörn Paris Saint Germain. Fór framhjá stjörnunum Kjartan taldi upp á stjörnuleikmenn Parísarliðsins sem hann var þarna að fara framhjá. „Þetta er Barcola, þetta er Vitinha, þetta er Nuno Mendes. Hann er ekki bara að fara á eitthvað lið sem álpaðist inn í Meistaradeildina,“ sagði Kjartan. „Nei hann er að fara á vörnina hjá PSG og það eru býsna vel þjálfaðir menn þarna margir hverjir. Það er eins og það sé ekkert sem hann hræðist,“ sagði Atli. „Mér fannst ég sjá á Yamal í kvöld að hann er að koma til baka úr meiðslum. Hann hefur ekki byrjað leik síðan fyrir síðasta landsleikjahlé. Þetta var hálftími þar sem hann var geggjaður. Svo dró af honum og á sama tíma dró af Barclona liðinu,“ sagði Atli. „Lamine Yamal varð í öðru sæti í kosningunni um Gullknöttinn á dögunum. Er hann bara kominn upp í efstu hilluna yfir bestu fótboltamenn í heimi,“ spurði Kjartan. Mjúku hraðabreytingarnar „Það er alltaf matsatriði hver sé bestur. Ég myndi segja að hann sé betri en Dembele. Mér finnst hann bestur. Það vita allir að hann ætlar að reyna að leika á þá og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann leikur samt á þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Hann er með þetta element að þetta lítur svo auðveldlega út hjá honum,“ sagði Kjartan. „Já það eru þessar mjúku hreyfingar og mjúku hraðabreytingar sem er svo gaman að horfa á. Þetta er demantur,“ sagði Atli en það má horfa á umfjöllunina um Lamine Yamal hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
„Talandi um Lamine Yamal. Við erum búnir að horfa á hann springa út og feta sig á þessu stóra sviði. Kornungur ennþá. Hvað er hægt að segja um svona hæfileikamann og hvernig hann kemur inn í leikinn,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson í Meistaradeildarmessunni. Algjörlega geggjaður „Fyrsti hálftíminn hjá honum var náttúrulega bara sýning. Hann var algjörlega geggjaður. Strax eftir níutíu sekúndur var hann farinn að búa til eitthvað sem við sjáum ekki oft inn á fótboltavellinum,“ sagði Atli Viðar Björnsson. Klippa: Ræddu frammistöðu Lamine Yamal í Messunni „Þarna fer hann af stað með boltann og það sem við erum að sjá þarna er mjög einstakt,“ sagði Atli og á sama tíma voru sýnd ótrúleg tilþrif Yamal í upphafi leiks þegar hann dansaði í gegnum vörn Paris Saint Germain. Fór framhjá stjörnunum Kjartan taldi upp á stjörnuleikmenn Parísarliðsins sem hann var þarna að fara framhjá. „Þetta er Barcola, þetta er Vitinha, þetta er Nuno Mendes. Hann er ekki bara að fara á eitthvað lið sem álpaðist inn í Meistaradeildina,“ sagði Kjartan. „Nei hann er að fara á vörnina hjá PSG og það eru býsna vel þjálfaðir menn þarna margir hverjir. Það er eins og það sé ekkert sem hann hræðist,“ sagði Atli. „Mér fannst ég sjá á Yamal í kvöld að hann er að koma til baka úr meiðslum. Hann hefur ekki byrjað leik síðan fyrir síðasta landsleikjahlé. Þetta var hálftími þar sem hann var geggjaður. Svo dró af honum og á sama tíma dró af Barclona liðinu,“ sagði Atli. „Lamine Yamal varð í öðru sæti í kosningunni um Gullknöttinn á dögunum. Er hann bara kominn upp í efstu hilluna yfir bestu fótboltamenn í heimi,“ spurði Kjartan. Mjúku hraðabreytingarnar „Það er alltaf matsatriði hver sé bestur. Ég myndi segja að hann sé betri en Dembele. Mér finnst hann bestur. Það vita allir að hann ætlar að reyna að leika á þá og það þarf ekki að koma neinum á óvart. Hann leikur samt á þá,“ sagði Sigurvin Ólafsson. „Hann er með þetta element að þetta lítur svo auðveldlega út hjá honum,“ sagði Kjartan. „Já það eru þessar mjúku hreyfingar og mjúku hraðabreytingar sem er svo gaman að horfa á. Þetta er demantur,“ sagði Atli en það má horfa á umfjöllunina um Lamine Yamal hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira