Veður

Suð­lægar áttir og úr­koma í flestum lands­hlutum

Atli Ísleifsson skrifar
Hiti á ladninu verður á bilinu sex til fjórtán stig.
Hiti á ladninu verður á bilinu sex til fjórtán stig. Vísir/Anton Brink

Lægð fer yfir landið í dag og beinir suðlægum áttum til landsins. Reikna má með sunnan strekkingi á Austurlandi og Suðausturlandi er líða fer á daginn.

Á vef Veðurstofunnar segir að úrkoma geri vart við sig í flestum landshlutum, en fremur þurrt og hlýtt verði á norðausturlandi síðdegis. Hiti verður á bilinu sex til fjórtán stig, hlýjast norðaustantil.

„Lægð vestur af Snæfellsnesi, sem er á leið suðvestur, beinir áfram suðlægum áttum yfir landið á morgun með heldur hægari vindum austantil en sunnan golu eða kalda vestantil. Víða skúrir, en mildasta veðrið verður áfram norðaustanlands.

Útlit fyrir bjart og úrkomulítið hæglætisveður á landinu á föstudag,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Sunnan 3-10 m/s og skúrir, en yfirleitt þurrt og bjart á norðaustanverðu landinu. Hiti 6 til 13 stig.

Á föstudag: Fremur hæg austlæg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 5 til 10 stig. Vaxandi norðanátt um kvöldið.

Á laugardag: Norðan og norðvestan 8-15, en hægari norðvestantil. Dálítil rigning um tíma, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Lægir um kvöldið. Hiti 3 til 10 stig yfir daginn, mildast syðst.

Á sunnudag: Snýst í suðaustanátt og fer að rigna, en þurrt norðaustanlands. Hlýnar heldur norðantil.

Á mánudag: Útlit fyrir suðlæga átt með rigningu eða skúrum.

Á þriðjudag: Útlit fyrir norðvestlæga átt og rigningu eða skúrir en skýjað með köflum og þurrt að mestu suðvestantil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×