Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. september 2025 12:34 Í dag hyggjast þessi tvö, Mette Frederiksen og Jens-Frederik Nielsen, biðja Grænlenskar konur formlega afsökunar á lykkjumálinu. EPA/MADS CLAUS RASMUSSEN Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur er á Grænlandi þar sem hún mun síðar í dag biðjast formlega afsökunar á lykkjumálinu svokallaða fyrir hönd danska ríkisins. 143 grænlenskar konur sem hafa stefnt danska ríkinu vegna málsins kerfjast hátt í 6 milljóna króna í miskabætur hver. Málið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann en á sjöunda áratug síðustu aldar fyrirskipuðu dönsk stjórnvöld að getnaðarvarnarlykkju yrði komið fyrir í stúlkum á Grænlandi, allt niður í tólf ára aldur, og jafnvel án þeirra vitneskju. Sjá einnig: Biður Grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Frederiksen baðst afsökunar á málinu með yfirlýsingu í lok ágúst á þessu ári fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands en þá sagði hún meðal annars að ekki væri hægt að breyta fortíðinni. Hins vegar sé hægt að axla ábyrgð og því væri rétt að biðjast afsökunar. Afsökunarbeiðnin varðar málin sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, biðst hins vegar afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir þann tíma. Í dag hyggjast þau tvö, Mette og Jens-Frederik, biðjast formlega afsökunar í sameiningu á Grænlandi. Fyrir liggur að 143 þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju gegn eigin vilja hafa höfðað mál gegn danska ríkinu og krefjast þrjú hundruð þúsund danskra króna í miskabætur hver. Það jafngildir um það bil 5,7 milljónum íslenskra króna. Þegar hafa grænlensk yfirvöld lofað að greiða bætur til þeirra kvenna sem fengu lykkjuna eftir árið 1992. Þá greindu dönsk stjórnvöld frá því á mánudag að til standi að setja á fót sjóð sem falið verði að úthluta bótum til þeirra kvenna sem í hlut eiga. Ekki hefur verið útfært hverjar bæturnar eiga að vera eða hvaða konur nákvæmlega munu eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum. Í viðatali við DR í dag segir Frederiksen að um sé að ræða „svartan kafla“ í sögu ríkjasambands Grænlands og Danmerkur. Hún hefur í dag átt fundi með nokkrum þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju þegar þær voru ungar. „Þær voru tólf og fjórtán ára þegar þær fengu lykkjuna án samþykkis. Þær vissu í rauninni ekki hvað var í gangi. Nokkrar þeirra hafa í framhaldinu ekki getað eignast börn. Þess vegna er málið mikilvægt,“ segir Frederiksen. Danmörk Grænland Heilbrigðismál Mannréttindi Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira
Málið má rekja nokkra áratugi aftur í tímann en á sjöunda áratug síðustu aldar fyrirskipuðu dönsk stjórnvöld að getnaðarvarnarlykkju yrði komið fyrir í stúlkum á Grænlandi, allt niður í tólf ára aldur, og jafnvel án þeirra vitneskju. Sjá einnig: Biður Grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Frederiksen baðst afsökunar á málinu með yfirlýsingu í lok ágúst á þessu ári fyrir hönd danska ríkisins og heimastjórnar Grænlands en þá sagði hún meðal annars að ekki væri hægt að breyta fortíðinni. Hins vegar sé hægt að axla ábyrgð og því væri rétt að biðjast afsökunar. Afsökunarbeiðnin varðar málin sem áttu sér stað fram til ársins 1992, en fyrir það bar danska ríkið ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á Grænlandi. Jens-Frederik Nielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, biðst hins vegar afsökunar á þeim málum sem áttu sér stað eftir þann tíma. Í dag hyggjast þau tvö, Mette og Jens-Frederik, biðjast formlega afsökunar í sameiningu á Grænlandi. Fyrir liggur að 143 þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju gegn eigin vilja hafa höfðað mál gegn danska ríkinu og krefjast þrjú hundruð þúsund danskra króna í miskabætur hver. Það jafngildir um það bil 5,7 milljónum íslenskra króna. Þegar hafa grænlensk yfirvöld lofað að greiða bætur til þeirra kvenna sem fengu lykkjuna eftir árið 1992. Þá greindu dönsk stjórnvöld frá því á mánudag að til standi að setja á fót sjóð sem falið verði að úthluta bótum til þeirra kvenna sem í hlut eiga. Ekki hefur verið útfært hverjar bæturnar eiga að vera eða hvaða konur nákvæmlega munu eiga rétt á greiðslu úr sjóðnum. Í viðatali við DR í dag segir Frederiksen að um sé að ræða „svartan kafla“ í sögu ríkjasambands Grænlands og Danmerkur. Hún hefur í dag átt fundi með nokkrum þeirra kvenna sem fengu uppsetta lykkju þegar þær voru ungar. „Þær voru tólf og fjórtán ára þegar þær fengu lykkjuna án samþykkis. Þær vissu í rauninni ekki hvað var í gangi. Nokkrar þeirra hafa í framhaldinu ekki getað eignast börn. Þess vegna er málið mikilvægt,“ segir Frederiksen.
Danmörk Grænland Heilbrigðismál Mannréttindi Lykkjumálið á Grænlandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fleiri fréttir Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Sjá meira