Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 15:00 ÍA hefur fengið sextán stig í ellefu leikjum síðan Lárus Orri Sigurðsson tók við liðinu fyrir þremur mánuðum. vísir/diego Eftir að hafa unnið þrjá leiki í röð er ÍA komið upp úr fallsæti í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Skagamanna, hefur notað sama byrjunarliðið í öllum þessum þremur leikjum. ÍA vann 0-4 útisigur á Vestra á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna. Með sigrinum komust Skagamenn upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í 6. umferð. Skagamenn töpuðu fyrir Eyjamönnum, 2-0, 31. ágúst. Það var þriðja tap ÍA í röð og liðið var þá átta stigum frá öruggu sæti. Eftir landsleikjahléið átti ÍA frestaðan leik gegn Breiðabliki á heimavelli 11. september. Lárus Orri gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Skagamanna og hitti á réttu blönduna því hans menn unnu Íslandsmeistarana, 3-0. Í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna tefldi Lárus Orri fram sama byrjunarliði og ÍA sigraði Aftureldingu, 3-1, þrátt fyrir að hafa lent undir. Skagamenn komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir höfðu verið samfleytt frá 16. umferð. Á laugardaginn fóru Skagamenn svo á Ísafjörð og tóku bikarmeistarana í karphúsið, 0-4, og lyftu sér upp úr fallsæti. KR-ingar töpuðu fyrir KA-mönnum í gær, 4-2, og mistókst að endurheimta 10. sætið. ÍA er því með örlögin í sínum höndum fyrir síðustu fjóra leikina, eitthvað sem var nánast óhugsandi fyrir rúmri viku. KR er einmitt næsti andstæðingur ÍA en liðin eigast við á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu KR-inga á heimavelli 14. júlí, 1-0, en unnu síðan ekki í fimm leikjum í röð. Síðan Lárus Orri tók við ÍA 21. júní hefur hann stýrt liðinu í ellefu leikjum. Fimm þeirra hafa unnist, einn endað með jafntefli og fimm tapast. ÍA hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í þessum ellefu leikjum (1,1 að meðaltali í leik) en fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum í Bestu deildinni (2,6 að meðaltali í leik). Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góða innkomu í vörn ÍA.vísir/diego Í síðustu þremur leikjum hefur ÍA spilað 4-3-3. Rúnar Már Sigurjónsson var færður í stöðu miðvarðar, við hlið Baldvins Þór Berndsen sem skoraði gegn Vestra. Jón Gísli Eyland Gíslason og Johannes Vall hafa verið bakverðir, Ísak Máni Guðjónsson, Marko Vardic og Haukur Andri Haraldsson á miðjunni, Gísli Laxdal Unnarsson á hægri kantinum, Ómar Björn Stefánsson á þeim vinstri og Viktor Jónsson fremstur. ÍA á eftir að mæta KR og Aftureldingu á heimavelli og ÍBV og KA á útivelli. Skagamenn eru nú með 25 stig, einu stigi meira en KR-ingar sem eru í 11. sætinu. Mosfellingar eru á botninum með 22 stig en Vestramenn í 9. sætinu með 27 stig. Þeir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og fengið á sig samtals þrettán mörk í þeim. Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00 Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
ÍA vann 0-4 útisigur á Vestra á laugardaginn í fyrsta leik sínum eftir tvískiptinguna. Með sigrinum komust Skagamenn upp úr fallsæti í fyrsta sinn síðan í 6. umferð. Skagamenn töpuðu fyrir Eyjamönnum, 2-0, 31. ágúst. Það var þriðja tap ÍA í röð og liðið var þá átta stigum frá öruggu sæti. Eftir landsleikjahléið átti ÍA frestaðan leik gegn Breiðabliki á heimavelli 11. september. Lárus Orri gerði fjórar breytingar á byrjunarliði Skagamanna og hitti á réttu blönduna því hans menn unnu Íslandsmeistarana, 3-0. Í lokaumferðinni fyrir tvískiptinguna tefldi Lárus Orri fram sama byrjunarliði og ÍA sigraði Aftureldingu, 3-1, þrátt fyrir að hafa lent undir. Skagamenn komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar þar sem þeir höfðu verið samfleytt frá 16. umferð. Á laugardaginn fóru Skagamenn svo á Ísafjörð og tóku bikarmeistarana í karphúsið, 0-4, og lyftu sér upp úr fallsæti. KR-ingar töpuðu fyrir KA-mönnum í gær, 4-2, og mistókst að endurheimta 10. sætið. ÍA er því með örlögin í sínum höndum fyrir síðustu fjóra leikina, eitthvað sem var nánast óhugsandi fyrir rúmri viku. KR er einmitt næsti andstæðingur ÍA en liðin eigast við á Akranesi á sunnudaginn. Skagamenn sigruðu KR-inga á heimavelli 14. júlí, 1-0, en unnu síðan ekki í fimm leikjum í röð. Síðan Lárus Orri tók við ÍA 21. júní hefur hann stýrt liðinu í ellefu leikjum. Fimm þeirra hafa unnist, einn endað með jafntefli og fimm tapast. ÍA hefur aðeins fengið á sig tólf mörk í þessum ellefu leikjum (1,1 að meðaltali í leik) en fékk á sig 31 mark í fyrstu tólf leikjunum í Bestu deildinni (2,6 að meðaltali í leik). Rúnar Már Sigurjónsson hefur átt góða innkomu í vörn ÍA.vísir/diego Í síðustu þremur leikjum hefur ÍA spilað 4-3-3. Rúnar Már Sigurjónsson var færður í stöðu miðvarðar, við hlið Baldvins Þór Berndsen sem skoraði gegn Vestra. Jón Gísli Eyland Gíslason og Johannes Vall hafa verið bakverðir, Ísak Máni Guðjónsson, Marko Vardic og Haukur Andri Haraldsson á miðjunni, Gísli Laxdal Unnarsson á hægri kantinum, Ómar Björn Stefánsson á þeim vinstri og Viktor Jónsson fremstur. ÍA á eftir að mæta KR og Aftureldingu á heimavelli og ÍBV og KA á útivelli. Skagamenn eru nú með 25 stig, einu stigi meira en KR-ingar sem eru í 11. sætinu. Mosfellingar eru á botninum með 22 stig en Vestramenn í 9. sætinu með 27 stig. Þeir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og fengið á sig samtals þrettán mörk í þeim.
Besta deild karla ÍA Tengdar fréttir „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00 Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ ÍA sigraði Vestra 0-4 á Ísafirði í dag og heldur áfram markaveislu síðustu tveggja leikja liðsins. Þrjú mikilvæg stig fyrir ÍA í farteskið og hafa þeir náð að lyfta sér upp úr fallsæti í bili allavega. 20. september 2025 19:00
Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti ÍA tryggði sér þrjú mikilvæg stig í Bestu deild karla þegar liðið lyfti sér upp úr fallsæti með 0-4 útisigri á Vestra á Ísafirði í dag. Mistök í vörn heimamanna urðu til þess að gestirnir gátu ekki hætt að skora. 20. september 2025 15:15