Fótbolti

Topp­lið Juventus mis­steig sig

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Úr leik dagsins.
Úr leik dagsins. EPA/Emanuele Pennacchio

Juventus náði hins vegar aðeins í jafntefli í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans, eftir ævintýri sín í Meistaradeild Evrópu í vikunni. AC Milan hefur á sama tíma unnið þrjá leiki í röð.

Eftir ævintýralega endurkomu gegn Borussia Dortmund í Meistaradeildinni fyrir örfáum dögum fór Juventus í heimsókn til Verona.

Francisco Conceição kom gestunum yfir á 19. mínútu eftir undirbúning Khephren Thuram en Gift Orban jafnaði metin af vítapunktinum þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik.

Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Juventus er því með 10 stig á toppi deildarinnar en Ítalíumeistarar Napoli eru aðeins stigi á eftir og með leik til góða.

AC Milan sótti Udinese heim og leiddi með einu marki í hléinu þökk sé marki Cristian Pulisic þegar aðeins fimm mínútur voru til loka fyrri hálfleiks. Strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks lagði Pulisic boltann á Youssouf Fofana sem tvöfaldaði forystu gestanna frá Mílanó.

Pulisic bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Mílanó-liðsins eftir sendingu frá Adrien Rabiot á 53. mínútu. Gestirnir létu staðar numið hér og urðu mörkin ekki fleiri, lokatölur 0-3.

Milan nú með 9 stig í 3. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×