Lífið

Óttar selur glæsiíbúð í Garða­bæ

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Óttar festi kaupa á íbúðinni í mars í fyrra.
Óttar festi kaupa á íbúðinni í mars í fyrra.

Óttar Pálsson, hæstaréttarlögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar Logos, hefur sett glæsilega íbúð við Löngulínu í Garðabæ á sölu. Íbúðin er á efstu hæð með fallegu sjávarútsýni. Ásett verð er 124,9 milljónir.

Óttar festi kaup á eigninni í mars í fyrra og greiddu 108 milljónir fyrir.

Í maí á þessu ári festi hann kaup á 210 fermetra lúxusíbúð á sjöundu og efstu hæð í nýlegu húsi við Vesturgötu í Reykjavík, á svokölluðum Héðinsreit. Kaupverðið nam 320 milljónum króna.

Íbúðin í Garðabæ er 115 fermetrar að stærð í húsi sem var byggt árið 2008 og hefur verið mikið endurnýjuð. Íbúðinni fylgir sérmerkt stæði í bílakjallara.

Alrýmið, sem samanstendur af eldhúsi, borðstofu og stofu, er bjart og opið með gólfsíðum gluggum og 4,2 metra lofthæð sem gefur eigninni ákveðinn lúxusbrag.

Á gólfum er fallegt viðarparket í fiskibeinamynstri en slíkt gólfefni hefur löngum verið tákn vandaðrar hönnunar og tímalausrar fegurðar. Uppruna þess má rekja til forna Rómaveldis og hefur mynstrið fest sig í sessi sem hluti af skandinavískri hönnun og talið tákn um fágun og glæsileika.

Í eldhúsinu er dökk innrétting ásamt eyju með dökkum granítstein á borðum og upp á vegginn sem gefur rýminu dýpt og karakter.

Samtals eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi. 

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.