Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. september 2025 08:58 Daníel Tristan og Andri Lucas Guðjohnsen sjá alveg fyrir sér að leiða sóknarleik landsliðsins saman. Guðjohnsen bræðurnir Daníel Tristan og Andri Lucas gætu spilað sinn fyrsta leik saman á morgun þegar Ísland mætir Aserbaísjan á Laugardalsvelli. Þeir eru báðir framherjar en búa yfir mismunandi eiginleikum. Daníel Tristan er nítján ára gamall og nýliði í landsliðshópnum. Landsmenn þekkja vel til fjölskyldunnar, afa hans, föður og bræðra og bíða spenntir eftir að sjá nýjasta Guðjohnsen framherjann stíga á svið en hann segist vera nokkuð ólíkur eldri bræðrum sínum. „Ég er ekki mjög líkur Andra eða Sveini. Ég er meira í link-up spilinu, fá boltann í lappir og gera eitthvað með hann. En svo er ég náttúrulega líka alltaf tilbúinn í boxinu til að skora“ segir Daníel. Andri Lucas Guðjohnsen verður væntanlega aðalframherji liðsins í leikjunum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með. Þeir bræður, Andri og Daníel, munu því berjast um framherjastöðuna ásamt Brynjólfi Willumssyni. Andri segir skemmtilegt að taka litla bróður með sér í landsliðsverkefni. „Skemmtilegt og ekkert ósvipað því þegar Sveinn tók á móti mér, þegar ég var nítján ára. Ég hef bara gaman að því að taka á móti honum og hann er líka bara flottur leikmaður, búinn að gera góða hluti úti í Svíþjóð. Mjög gaman að fá hann inn.“ Daníel hefur lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum fyrir Malmö.malmö Þeir veita hvorum öðrum góða og bróðurlega samkeppni en gætu líka spilað saman, ef þjálfarinn ákveður að stilla upp tveimur framherjum. „Já, af hverju ekki? Við erum stórir og sterkir framherjar en hann er með aðeins meira flair og vill fá boltann meira í lappir á meðan ég er frekar hreinræktaður framherji“ segir Andri og Daníel tekur undir það að þeir gætu náð vel saman. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í stúkunni og mun sjá tvo syni sína spila en elsti bróðirinn Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðast landsleik árið 2023. Fjallað var um Guðjohnsen-bræðurna í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Viðtölin við bræðurna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Daníel Tristan nýliðinn í landsliðshópnum Klippa: Andri Lucas aðalframherjinn gegn Aserbaísjan og Frakklandi Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira
Daníel Tristan er nítján ára gamall og nýliði í landsliðshópnum. Landsmenn þekkja vel til fjölskyldunnar, afa hans, föður og bræðra og bíða spenntir eftir að sjá nýjasta Guðjohnsen framherjann stíga á svið en hann segist vera nokkuð ólíkur eldri bræðrum sínum. „Ég er ekki mjög líkur Andra eða Sveini. Ég er meira í link-up spilinu, fá boltann í lappir og gera eitthvað með hann. En svo er ég náttúrulega líka alltaf tilbúinn í boxinu til að skora“ segir Daníel. Andri Lucas Guðjohnsen verður væntanlega aðalframherji liðsins í leikjunum gegn Aserbaísjan og Frakklandi. Orri Steinn Óskarsson er meiddur og verður ekki með. Þeir bræður, Andri og Daníel, munu því berjast um framherjastöðuna ásamt Brynjólfi Willumssyni. Andri segir skemmtilegt að taka litla bróður með sér í landsliðsverkefni. „Skemmtilegt og ekkert ósvipað því þegar Sveinn tók á móti mér, þegar ég var nítján ára. Ég hef bara gaman að því að taka á móti honum og hann er líka bara flottur leikmaður, búinn að gera góða hluti úti í Svíþjóð. Mjög gaman að fá hann inn.“ Daníel hefur lagt upp tvö og skorað tvö mörk í síðustu sex leikjum fyrir Malmö.malmö Þeir veita hvorum öðrum góða og bróðurlega samkeppni en gætu líka spilað saman, ef þjálfarinn ákveður að stilla upp tveimur framherjum. „Já, af hverju ekki? Við erum stórir og sterkir framherjar en hann er með aðeins meira flair og vill fá boltann meira í lappir á meðan ég er frekar hreinræktaður framherji“ segir Andri og Daníel tekur undir það að þeir gætu náð vel saman. Faðir þeirra, Eiður Smári Guðjohnsen, verður í stúkunni og mun sjá tvo syni sína spila en elsti bróðirinn Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði síðast landsleik árið 2023. Fjallað var um Guðjohnsen-bræðurna í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Viðtölin við bræðurna má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Daníel Tristan nýliðinn í landsliðshópnum Klippa: Andri Lucas aðalframherjinn gegn Aserbaísjan og Frakklandi
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Sjá meira