Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. ágúst 2025 08:30 Kjartan Henry Finnbogason fór aðeins yfir vítamál FH-liðisns í nýjasta þættinum af Big Ben. Sýn Sport Aron Pálmarsson var gestur í síðasta þætti Big Ben og hann fékk Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfara karlaliðs FH í fótbolta, til að viðurkenna eitt í þættinum. Aron er mikill FH-ingur eins og flestir vita og góður vinur Björns Daníels Sverrissonar, fyrirliði fótboltaliðs FH. Aron hefur því góða innsýn í hvað er að gerast á bak við tjöldin hjá liðinu. Aron fór að ræða um leikinn á móti Skagamönnum á dögunum þegar FH-ingar klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Fékk spurningar í hálfleik „Við lentum nú í því í Krikanum á dögunum að okkar allra sterkasti, Kjartan Kári [Halldórsson], hann klikkaði. Ég fékk nú heldur betur spurningarnar í hálfleik þar sem ég og Björn Daníel [Sverrisson] erum nú æskuvinir,“ sagði Aron. Klippa: Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann „Hvað af hverju fer ekki Björná punktinn? Ég er alveg sammála þér sagði ég. Hvað gerist? Við fáum víti í seinni hálfleik. Hann [Björn Daníel] fer á punktinn og það gekk ekki alveg það sem minn maður ætlaði að gera ,“ sagði Aron og brosti. „Hann fékk frábæra hugmynd,“ skaut Kjartan inn í. „Hann fékk frábæra hugmynd en framkvæmdin var ekki alveg nógu góð. Svo hitti ég þig eftir leik. Þá segir þú það við mig og Björn að þú sért að sjá um vítaskytturnar,“ sagði Aron. „Jú, ég ákveð hver tekur vítin,“ sagði Kjartan Henry. Finnst að níurnar eigi að fara á punktinn „Ég hef alltaf verið þannig. Nú er ég enginn sérfræðingur í fótbolta en mér finnst alltaf að níurnar eigi að fara á punktinn,“ sagði Aron. Kjartan sagði þá frá fyrirkomulaginu með vítin og því að leikmenn FH hlusta greinilega ekkert á hann. „Ég sagði við þig og Björn: Af hverju gerir þig ekki það sem stendur á blaðinu? Björn ákvað þetta eftir að Kjartan var búinn að klúðra víti fyrr á tímabilinu. Hann ætlað að koma honum yfir það að hafa klúðrað,“ sagði Kjartan. „Það fór illa og svo ákvað Bjössi að taka svona fyrirliðatýpuna. Hann vippaði og markvörðurinn stóð. Vandræðalegt en við unnum leikinn,“ sagði Kjartan. Hvernig var listinn? „Það sem er ekki fyndið er að strákarnir taka ekki meira mark á mér en það að þeir taka bara sínar eigin ákvarðanir þarna inn á vellinum,“ sagði Kjartan. „Hvernig var listinn,“ spurði Aron. „Siggi var fyrstur sem er nían,“ sagði Kjartan og var þar að tala um Sigurð Bjart Hallsson. „Þú ræður ekkert við þá,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir sem var líka gestur í þættinum. „Það er það sem ég tók út úr þessu. Alveg sama hvað ég segir því þeir gera bara eitthvað annað. Við unnum leikinn og allt það en ég held að það muni ekki koma neinum á óvart hver tekur næsta víti,“ sagði Kjartan. Það má horfa á þetta skemmtilega spjall hér fyrir ofan. Það má einnig sjá svipmyndir frá umræddum leik. Gummi Ben stýrir Big Ben, spjallþætti þar sem rauð spjöld og rauðvín eru jafn líkleg umræðuefni. Þátturinn er á fimmtudögum klukkan 22.10. Guðmundur fær til sín áhugaverða gesti sem ræða stundum um fótbolta… og stundum bara um lífið sjálft. Hjálmar Örn kíkir reglulega við og hristir aðeins upp í hlutunum, eins og honum einum er lagið. Besta deild karla FH Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Aron er mikill FH-ingur eins og flestir vita og góður vinur Björns Daníels Sverrissonar, fyrirliði fótboltaliðs FH. Aron hefur því góða innsýn í hvað er að gerast á bak við tjöldin hjá liðinu. Aron fór að ræða um leikinn á móti Skagamönnum á dögunum þegar FH-ingar klikkuðu á tveimur vítaspyrnum í sama leiknum. Fékk spurningar í hálfleik „Við lentum nú í því í Krikanum á dögunum að okkar allra sterkasti, Kjartan Kári [Halldórsson], hann klikkaði. Ég fékk nú heldur betur spurningarnar í hálfleik þar sem ég og Björn Daníel [Sverrisson] erum nú æskuvinir,“ sagði Aron. Klippa: Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann „Hvað af hverju fer ekki Björná punktinn? Ég er alveg sammála þér sagði ég. Hvað gerist? Við fáum víti í seinni hálfleik. Hann [Björn Daníel] fer á punktinn og það gekk ekki alveg það sem minn maður ætlaði að gera ,“ sagði Aron og brosti. „Hann fékk frábæra hugmynd,“ skaut Kjartan inn í. „Hann fékk frábæra hugmynd en framkvæmdin var ekki alveg nógu góð. Svo hitti ég þig eftir leik. Þá segir þú það við mig og Björn að þú sért að sjá um vítaskytturnar,“ sagði Aron. „Jú, ég ákveð hver tekur vítin,“ sagði Kjartan Henry. Finnst að níurnar eigi að fara á punktinn „Ég hef alltaf verið þannig. Nú er ég enginn sérfræðingur í fótbolta en mér finnst alltaf að níurnar eigi að fara á punktinn,“ sagði Aron. Kjartan sagði þá frá fyrirkomulaginu með vítin og því að leikmenn FH hlusta greinilega ekkert á hann. „Ég sagði við þig og Björn: Af hverju gerir þig ekki það sem stendur á blaðinu? Björn ákvað þetta eftir að Kjartan var búinn að klúðra víti fyrr á tímabilinu. Hann ætlað að koma honum yfir það að hafa klúðrað,“ sagði Kjartan. „Það fór illa og svo ákvað Bjössi að taka svona fyrirliðatýpuna. Hann vippaði og markvörðurinn stóð. Vandræðalegt en við unnum leikinn,“ sagði Kjartan. Hvernig var listinn? „Það sem er ekki fyndið er að strákarnir taka ekki meira mark á mér en það að þeir taka bara sínar eigin ákvarðanir þarna inn á vellinum,“ sagði Kjartan. „Hvernig var listinn,“ spurði Aron. „Siggi var fyrstur sem er nían,“ sagði Kjartan og var þar að tala um Sigurð Bjart Hallsson. „Þú ræður ekkert við þá,“ sagði Edda Sif Pálsdóttir sem var líka gestur í þættinum. „Það er það sem ég tók út úr þessu. Alveg sama hvað ég segir því þeir gera bara eitthvað annað. Við unnum leikinn og allt það en ég held að það muni ekki koma neinum á óvart hver tekur næsta víti,“ sagði Kjartan. Það má horfa á þetta skemmtilega spjall hér fyrir ofan. Það má einnig sjá svipmyndir frá umræddum leik. Gummi Ben stýrir Big Ben, spjallþætti þar sem rauð spjöld og rauðvín eru jafn líkleg umræðuefni. Þátturinn er á fimmtudögum klukkan 22.10. Guðmundur fær til sín áhugaverða gesti sem ræða stundum um fótbolta… og stundum bara um lífið sjálft. Hjálmar Örn kíkir reglulega við og hristir aðeins upp í hlutunum, eins og honum einum er lagið.
Besta deild karla FH Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira