Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. ágúst 2025 21:32 Frábært ár varð enn betra hjá íslenska spretthlauparnum Eir Chang Hlésdóttur. ÍSÍ Íslenski spretthlauparinn Eir Chang Hlésdóttir hefur átt frábært ár þar sen hún hefur slegið Íslandsmet og unnið Norðurlandameistaratitil. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að veita henni norrænan styrk fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk. Umræddur norræni styrkur er fjármagnaður er af Lars Weinaa Foundation í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi styrkur er veittur en hann er ætlaður fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk á Norðurlöndunum. Ólympíunefndir Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Danmerkur hlutu styrkveitingu fyrir einn íþróttamann hvert, en um er að ræða samstarfsverkefni þessara aðila til næstu ára. Tæplega 2,4 milljónir Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að hljóta styrk úr sjóðnum. Íþróttafólk þarf að vera á aldrinum 16 til 21 árs, efnilegt í sinni íþrótt og vera góð fyrirmynd innan sem utan vallar. ÍSÍ tilnefndi Eir Chang til þessa styrks og hlýtur hún sextán þúsund evru styrk eða sem nemur tæplega 2,4 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Er styrkurinn meðal annars hugsaður til að koma til móts við kostnað hennar vegna æfinga og keppni og mun Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) koma að umsýslu og aðstoða hana í hennar framþróun. Sjöunda á EM og Norðurlandameistari Eir er enn bara aðeins sautján ára og byrjaði að æfa frjálsíþróttir árið 2021. Í fyrra náði hún lágmörkum til að keppa á Norðurlandamóti U20, Evrópumeistaramóti U18 og heimsmeistaramóti U18. Á Evrópumeistaramóti U18 komst Eir í undanúrslit 400 metra hlaupsins og vann svo gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Norðurlandamóti U20 í júlí síðastliðnum. Eir hefur sýnt miklar framfarir síðasta árið og bætti hún meðal annars 21 árs gamalt Íslandsmet fullorðinna í 200 metra hlaupi kvenna innanhúss í febrúar. Þá náði hún frábærum árangri á Evrópumeistaramóti U20 ára fyrr í þessum mánuði þegar hún hafnaði í 7. sæti í 200 metra spretthlaupi. Markmiðið með þessum stuðningi er að létta undir með ungu og efnilegu íþróttafólki, gera því kleift að æfa af kappi og taka næstu skref á íþróttaferlinum. Unnið er að því að móta regluverk í kringum þennan nýja styrk og vorið 2026 verður auglýst eftir umsóknum frá sérsamböndum ÍSÍ. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland) Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Sjá meira
Umræddur norræni styrkur er fjármagnaður er af Lars Weinaa Foundation í Danmörku. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi styrkur er veittur en hann er ætlaður fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk á Norðurlöndunum. Ólympíunefndir Íslands, Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og Danmerkur hlutu styrkveitingu fyrir einn íþróttamann hvert, en um er að ræða samstarfsverkefni þessara aðila til næstu ára. Tæplega 2,4 milljónir Uppfylla þarf ákveðin skilyrði til að hljóta styrk úr sjóðnum. Íþróttafólk þarf að vera á aldrinum 16 til 21 árs, efnilegt í sinni íþrótt og vera góð fyrirmynd innan sem utan vallar. ÍSÍ tilnefndi Eir Chang til þessa styrks og hlýtur hún sextán þúsund evru styrk eða sem nemur tæplega 2,4 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi. Er styrkurinn meðal annars hugsaður til að koma til móts við kostnað hennar vegna æfinga og keppni og mun Frjálsíþróttasamband Íslands (FRÍ) koma að umsýslu og aðstoða hana í hennar framþróun. Sjöunda á EM og Norðurlandameistari Eir er enn bara aðeins sautján ára og byrjaði að æfa frjálsíþróttir árið 2021. Í fyrra náði hún lágmörkum til að keppa á Norðurlandamóti U20, Evrópumeistaramóti U18 og heimsmeistaramóti U18. Á Evrópumeistaramóti U18 komst Eir í undanúrslit 400 metra hlaupsins og vann svo gullverðlaun í 200 metra hlaupi á Norðurlandamóti U20 í júlí síðastliðnum. Eir hefur sýnt miklar framfarir síðasta árið og bætti hún meðal annars 21 árs gamalt Íslandsmet fullorðinna í 200 metra hlaupi kvenna innanhúss í febrúar. Þá náði hún frábærum árangri á Evrópumeistaramóti U20 ára fyrr í þessum mánuði þegar hún hafnaði í 7. sæti í 200 metra spretthlaupi. Markmiðið með þessum stuðningi er að létta undir með ungu og efnilegu íþróttafólki, gera því kleift að æfa af kappi og taka næstu skref á íþróttaferlinum. Unnið er að því að móta regluverk í kringum þennan nýja styrk og vorið 2026 verður auglýst eftir umsóknum frá sérsamböndum ÍSÍ. View this post on Instagram A post shared by ÍSÍ (@isiiceland)
Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Elvar eitraður í endurkomu Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? „Við tókum ekki mikið frí“ Gamla konan í stuði Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Auðmjúkur nýr stjóri Chelsea Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Sjá meira