Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 15:13 Frá þinginu í Texas í gærkvöldi. AP/Eric Gay Repúblikanar í Texas í Bandaríkjunum samþykktu í gær umdeildar breytingar á kjördæmum ríkisins. Það eru breytingar sem Donald Trump, forseti, hefur kallað eftir og er þeim ætlað að fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í ríkinu um fimm fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Breytingarnar eiga enn eftir að fara fyrir öldungadeild ríkisþings Texas og svo á borð Gregs Abbott, ríkisstjóra, sem þarf að skrifa undir þær áður en þær taka gildi, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Sambærilegar þreifingar eiga sér stað í öðrum ríkjum sem Repúblikanar stjórna, að miklu leyti vegna þrýstingi frá Trump, og hafa Demókratar hótað að gera hið sama í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn, hafi þeir yfir höfuð tök á því. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að nýju kjördæmin yrðu samþykk en sneru aftur á dögunum, eftir að þingfundi lauk. Þá var boðaður nýr þingfundur og lögregluþjónar fylgdu þingmönnunum um hvert fótmál, til að tryggja að þeir færu ekki aftur í felur. Sjá einnig: Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Það að gera þetta mitt á milli kjördæma og með eins pólitískum hætti og Repúblikanar í Texas eru að gera, hefur reitt marga Demókrata til reiði. Eins og áður segir hafa Demókratar hótað sambærilegum aðgerðum en þær eru lengst komnar á veg í Kaliforníu. Kjördæmi þar hafa lengi verið teiknuð af ópólitískri nefnd og til að breyta því og í senn kjördæmum í ríkinu þarf að fá íbúa ríkisins til að greiða atkvæði um breytingarnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í vikunni yfir stuðning við að Demókratar breyttu kjördæmum í ríkjum þar sem þeir stjórna og nefndi viðleitnina í Kaliforníu sérstaklega og þau ummæli Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, um að þetta væri gert í viðbragði við aðgerðum Repúblikana og væri eingöngu ætlað að jafna leikinn. Það sagði Obama, samkvæmt New York Times, að væri skynsöm leið. Hann sagðist sjálfur vera alfarið mótfallinn því að teikna kjördæmi ríkja upp með pólitískum hætti og því hefði hann þurft að hugsa vel um afstöðu sína. Obama sagði að það sem ráðið hefði úrslitum í huga hans væri að Trump-liðar og Repúblikanar víða um Bandaríkin virtust ekki trúa á almennt lýðræði og að ef þeir fengju að ráða, myndu þeir ekki hætta að bæta stöðu sína með ólýðræðislegum hætti. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Breytingarnar eiga enn eftir að fara fyrir öldungadeild ríkisþings Texas og svo á borð Gregs Abbott, ríkisstjóra, sem þarf að skrifa undir þær áður en þær taka gildi, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Sambærilegar þreifingar eiga sér stað í öðrum ríkjum sem Repúblikanar stjórna, að miklu leyti vegna þrýstingi frá Trump, og hafa Demókratar hótað að gera hið sama í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn, hafi þeir yfir höfuð tök á því. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að nýju kjördæmin yrðu samþykk en sneru aftur á dögunum, eftir að þingfundi lauk. Þá var boðaður nýr þingfundur og lögregluþjónar fylgdu þingmönnunum um hvert fótmál, til að tryggja að þeir færu ekki aftur í felur. Sjá einnig: Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Það að gera þetta mitt á milli kjördæma og með eins pólitískum hætti og Repúblikanar í Texas eru að gera, hefur reitt marga Demókrata til reiði. Eins og áður segir hafa Demókratar hótað sambærilegum aðgerðum en þær eru lengst komnar á veg í Kaliforníu. Kjördæmi þar hafa lengi verið teiknuð af ópólitískri nefnd og til að breyta því og í senn kjördæmum í ríkinu þarf að fá íbúa ríkisins til að greiða atkvæði um breytingarnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í vikunni yfir stuðning við að Demókratar breyttu kjördæmum í ríkjum þar sem þeir stjórna og nefndi viðleitnina í Kaliforníu sérstaklega og þau ummæli Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, um að þetta væri gert í viðbragði við aðgerðum Repúblikana og væri eingöngu ætlað að jafna leikinn. Það sagði Obama, samkvæmt New York Times, að væri skynsöm leið. Hann sagðist sjálfur vera alfarið mótfallinn því að teikna kjördæmi ríkja upp með pólitískum hætti og því hefði hann þurft að hugsa vel um afstöðu sína. Obama sagði að það sem ráðið hefði úrslitum í huga hans væri að Trump-liðar og Repúblikanar víða um Bandaríkin virtust ekki trúa á almennt lýðræði og að ef þeir fengju að ráða, myndu þeir ekki hætta að bæta stöðu sína með ólýðræðislegum hætti.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila