„Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 10:03 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir skipuleggjendur nú meta aðstæður og umfang skemmda. Vísir/Viktor Freyr Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Stóra danstjaldið var fellt til að forða því frá foki og Hvítu tjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi. Fyrr um kvöldið höfðu forsvarsmenn Þjóðhátíðar virkjað viðbragðsáætlun og opnað Herjólfshöllina sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt um tíma til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í höllina á sem öruggastan hátt. „Það kom þarna smá hvellur í smástund og nók nokkur hvít tjöld. Við vorum að hugsa um að taka bjórtjaldið niður en þá fauk það bara,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, um óveðrið sem reið yfir í Eyjum skömmu eftir miðnætti „Það var töluvert verra veður en spáin sagði,“ bætir hann við. Úr óveðri í blankalogn Veðurfræðingur höfðu spáð því að óveðrið myndi ganga nokkuð hratt yfir. „Þetta datt niður fyrir tvöleytið, datt niður í núll metra á sekúndu. Það var blankalogn, alveg ótrúlegt,“ segir Jónas og bætir við: „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt.“ „Við stoppuðum alla dagskrá nema á stóra sviðinu og héldum áfram fyrirframákveðinni dagskrá þar. Það gekk eins og smurð vél,“ segir Jónas. Enn að meta aðstæður Jónas, sem var nýmættur aftur niður í dal þegar fréttastofa náði í hann, sagði næstu skref vera að meta stöðuna og umfang skemmda. „Við erum að taka til núna og meta aðstæður,“ segir Jónas. Ekki liggur enn fyrir Veðurspáin er öllu rólegri fyrir Vestmannaeyjar í dag. „Vonandi verður restin af Þjóðhátíðinni bara flott,“ segir hann Eigendur hvítu tjaldanna sem fóru illa út úr veðrinu eru hvattir til að koma inn í dal að athuga tjöld sín með skipuleggjendum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Verslunarmannahelgin Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Stóra danstjaldið var fellt til að forða því frá foki og Hvítu tjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi. Fyrr um kvöldið höfðu forsvarsmenn Þjóðhátíðar virkjað viðbragðsáætlun og opnað Herjólfshöllina sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt um tíma til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í höllina á sem öruggastan hátt. „Það kom þarna smá hvellur í smástund og nók nokkur hvít tjöld. Við vorum að hugsa um að taka bjórtjaldið niður en þá fauk það bara,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, um óveðrið sem reið yfir í Eyjum skömmu eftir miðnætti „Það var töluvert verra veður en spáin sagði,“ bætir hann við. Úr óveðri í blankalogn Veðurfræðingur höfðu spáð því að óveðrið myndi ganga nokkuð hratt yfir. „Þetta datt niður fyrir tvöleytið, datt niður í núll metra á sekúndu. Það var blankalogn, alveg ótrúlegt,“ segir Jónas og bætir við: „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt.“ „Við stoppuðum alla dagskrá nema á stóra sviðinu og héldum áfram fyrirframákveðinni dagskrá þar. Það gekk eins og smurð vél,“ segir Jónas. Enn að meta aðstæður Jónas, sem var nýmættur aftur niður í dal þegar fréttastofa náði í hann, sagði næstu skref vera að meta stöðuna og umfang skemmda. „Við erum að taka til núna og meta aðstæður,“ segir Jónas. Ekki liggur enn fyrir Veðurspáin er öllu rólegri fyrir Vestmannaeyjar í dag. „Vonandi verður restin af Þjóðhátíðinni bara flott,“ segir hann Eigendur hvítu tjaldanna sem fóru illa út úr veðrinu eru hvattir til að koma inn í dal að athuga tjöld sín með skipuleggjendum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Verslunarmannahelgin Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira