Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 1. ágúst 2025 09:11 Sakborningar neituðu sök við þinglýsingu málsins en játuðu skýlaust fyrir dómi í júlí. Vísir/Vilhelm Karlmaður og kona hafa verið sakfelld fyrir fjársvik með því að hafa móttekið ofgreidd laun frá vinnuveitenda mannsins um sex milljónir króna, neitað að borga þau til baka og ráðstafað laununum í eigin neyslu. Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Málsatvikum er lýst þannig að maðurinn fékk fyrir mistök 6,3 milljónir króna í laun frá vinnuveitenda sínum þegar hann átti að fá sextíu þúsund krónur greiddar. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu mismuninn þegar þess var óskað ráðstafaði hann peningunum til eigin nota með því að millifæra milljónirnar sex yfir á konuna í tveimur millifærslum, annars vegar fimm milljónir daginn sem hann fékk launin greidd og hins vegar eina milljón daginn eftir. Konan millifærði um 1,4 milljón af peningunum til annarra einstaklinga, um 1,2 milljónir sendi hún til útlanda og 2,1 milljón tók hún úr hraðbanka. Þá millifærði hún sex hundruð þúsund krónur á aðra reikninga í sinni eigu og notaði sex hundruð þúsund krónur í eigin neyslu. Maðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt vegna málsins og bæði voru þau ákærð fyrir peningaþvætti. Þá rak fyrirtækið sem ofgreiddi laun mannsins einkaréttarkröfu á hendur honum og krafði hann um 6,3 milljónir króna í skaðabætur. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í apríl neituðu þau bæði sök og maðurinn hafnaði bótakröfu fyrirtækisins. Tveimur mánuðum síðar játuðu þau bæði aftur á móti skýlaust þann verknað sem þeim var gefinn að sök fyrir dómi og maðurinn samþykkti bótakröfu fyrirtækisins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn meðal annars til sakaferils bæði mannsins og konunnar, en maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað og önnur auðgunarbrot árið 2021. Konunni hefur fjórum sinnum áður verið gerð refsing, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá var litið til þess að bæði hafi þau játað brot sín skýlaust fyrir dómi. Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn fékk á sig vægari dóm, sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu 6,3 milljónir króna í skaðabætur, jafn háa upphæð og hin ofgreiddu laun námu, auk málskostnaðar. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm þess efnis á dögunum. Málsatvikum er lýst þannig að maðurinn fékk fyrir mistök 6,3 milljónir króna í laun frá vinnuveitenda sínum þegar hann átti að fá sextíu þúsund krónur greiddar. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu mismuninn þegar þess var óskað ráðstafaði hann peningunum til eigin nota með því að millifæra milljónirnar sex yfir á konuna í tveimur millifærslum, annars vegar fimm milljónir daginn sem hann fékk launin greidd og hins vegar eina milljón daginn eftir. Konan millifærði um 1,4 milljón af peningunum til annarra einstaklinga, um 1,2 milljónir sendi hún til útlanda og 2,1 milljón tók hún úr hraðbanka. Þá millifærði hún sex hundruð þúsund krónur á aðra reikninga í sinni eigu og notaði sex hundruð þúsund krónur í eigin neyslu. Maðurinn var ákærður fyrir fjárdrátt vegna málsins og bæði voru þau ákærð fyrir peningaþvætti. Þá rak fyrirtækið sem ofgreiddi laun mannsins einkaréttarkröfu á hendur honum og krafði hann um 6,3 milljónir króna í skaðabætur. Við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í apríl neituðu þau bæði sök og maðurinn hafnaði bótakröfu fyrirtækisins. Tveimur mánuðum síðar játuðu þau bæði aftur á móti skýlaust þann verknað sem þeim var gefinn að sök fyrir dómi og maðurinn samþykkti bótakröfu fyrirtækisins. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn meðal annars til sakaferils bæði mannsins og konunnar, en maðurinn var dæmdur fyrir þjófnað og önnur auðgunarbrot árið 2021. Konunni hefur fjórum sinnum áður verið gerð refsing, fyrir brot gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Þá var litið til þess að bæði hafi þau játað brot sín skýlaust fyrir dómi. Konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til þriggja ára. Maðurinn fékk á sig vægari dóm, sex mánaða fangelsi en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Þá var hann dæmdur til að greiða fyrirtækinu 6,3 milljónir króna í skaðabætur, jafn háa upphæð og hin ofgreiddu laun námu, auk málskostnaðar.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Sjá meira