Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2025 09:02 Rússneska sigursveitin er hér á verðlaunapallinum en þau eru frá vinstri: Miron Lifintsev, Kirill Prigoda, Daria Klepikova og Daria Trofimova. Getty/Quinn Rooney Rússar fengu aftur keppnisleyfi á heimsmeistaramótinu í sundi sem stendur nú yfir í Singapúr. Nú hafa Rússar unnið sitt fyrsta heimsmeistaragull síðan rússneski herinn gerði innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Alþjóðasundsambandið setti Rússa í bann eftir innrásina en gaf eftir þremur árum seinna og leyfði Rússum að keppa á mótinu undir hlutlausum fána. Það sem vekur athygli að þeir fengu ekki bara að keppa sem einstaklingar heldur einnig að keppa sem lið í boðsundi. Það fór svo að hlutlausa rússneska sveitin tryggði sér gullið hjá blönduðum boðsundssveitum í 4 x 100 metra boðsundi. Miron Lifintsev, Kirill Prigoda, Daria Klepikova og Daria Trofimova fóru því öll upp á pall en þrátt fyrir sigurinn var enginn þjóðsöngur spilaður. „Okkar síðasta HM-gull í boðsundum kom árið 2003 og þá var ég ekki einu sinni fæddur. Þetta er meiriháttar. Ég sagði Kirill að í dag ætluðum við að skrifa söguna og ég var engu að ljúga um þar. Ég vissi að við gætum synt hratt í dag,“ sagði Miron Lifintsev við rússneska miðilinn Championat. Rússneska sveitin kom í mark á 3.37.97 mín. og setti nýtt mótsmet. Íslenska sveitin tók einnig þátt í þessu sundi og synti á tímanum 3:56,02 mín. sem er nálægt íslenska metinu 3:54,91 mín., sem sett var á Smáþjóðaleikunum í Andorra í maí. Þau enduðu í 20. sæti af alls 37 þjóðum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leó Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir. Sund Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira
Nú hafa Rússar unnið sitt fyrsta heimsmeistaragull síðan rússneski herinn gerði innrás í Úkraínu í febrúar 2022. Alþjóðasundsambandið setti Rússa í bann eftir innrásina en gaf eftir þremur árum seinna og leyfði Rússum að keppa á mótinu undir hlutlausum fána. Það sem vekur athygli að þeir fengu ekki bara að keppa sem einstaklingar heldur einnig að keppa sem lið í boðsundi. Það fór svo að hlutlausa rússneska sveitin tryggði sér gullið hjá blönduðum boðsundssveitum í 4 x 100 metra boðsundi. Miron Lifintsev, Kirill Prigoda, Daria Klepikova og Daria Trofimova fóru því öll upp á pall en þrátt fyrir sigurinn var enginn þjóðsöngur spilaður. „Okkar síðasta HM-gull í boðsundum kom árið 2003 og þá var ég ekki einu sinni fæddur. Þetta er meiriháttar. Ég sagði Kirill að í dag ætluðum við að skrifa söguna og ég var engu að ljúga um þar. Ég vissi að við gætum synt hratt í dag,“ sagði Miron Lifintsev við rússneska miðilinn Championat. Rússneska sveitin kom í mark á 3.37.97 mín. og setti nýtt mótsmet. Íslenska sveitin tók einnig þátt í þessu sundi og synti á tímanum 3:56,02 mín. sem er nálægt íslenska metinu 3:54,91 mín., sem sett var á Smáþjóðaleikunum í Andorra í maí. Þau enduðu í 20. sæti af alls 37 þjóðum. Sveitina skipuðu þau Guðmundur Leó Rafnsson, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir og Snæfríður Sól Jórunnardóttir.
Sund Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Fleiri fréttir Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Tónlist og partýstemming á Meistaramóti Íslands í tíu þúsund metrum Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Sjá meira