Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 09:32 Emma skilur lítið í gagnrýninni og segir um grín að ræða, íþróttafólk sé bara svo fallegt. getty Stelpurnar okkar á EM í Sviss eru ekki þær einu sem sæta gagnrýni fyrir að birta TikTok myndbönd á miðju móti. Emma Tainio, 21 árs gamall spretthlaupari sem keppti fyrir Finnland á Evrópumóti í frjálsum íþróttum, hefur fengið sinn skerf af gagnrýni, meðal annars frá forseta finnska frjálsíþróttasambandsins, fyrir að birta TikTok myndband þar sem hún bendir á keppendur af hinu kyninu sem hún myndi vilja sofa hjá. Emma var meðal keppenda, líkt og fimm stelpur frá Íslandi, á EM u23 sem fór fram í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Hún var dugleg að deila myndböndum af mótinu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eitt myndbandið vakti sérlega mikla athygli og hefur fengið tæplega þrjú hundruð þúsund áhorf. Þar sést Emma ganga um keppnissvæðið og benda á karlkyns keppendur á mótinu með lag undir sem segir „Smash, Smash, Smash“ eða á íslensku „Negla, Negla, Negla“ sem er slanguryrði, notað til að lýsa yfir kynferðislegum áhuga. „Fallegt fólk allt um kring“ skrifar Emma við myndbandið. @emmatainio Beautiful people all around me 🥹💕! #bergen2025 ♬ smash Emma hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá finnsku þjóðinni og fleirum og nú hefur forseti finnska frjálsíþróttasambandsins fordæmt hennar hegðun. „Þegar þú ferðast með landsliðinu eða klæðist merkjum Finnlands, verður þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur eitthvað upp og birtir á netið. Ef þú ert í landsliðinu, verðurðu að sýna gott fordæmi“ segir Harri Aalto, forseti finnska frjálsíþróttasambandsins, við finnska miðilinn Iltalehti. Emma sér sjálf ekkert rangt við myndbandið sem hún birti og segir það bara ómerkilegt grín. „Hugmyndin var að íþróttafólk er allt svo fallegt, þetta er ekkert dýpra en það. Þetta snerist ekki um að hlutgera eða kyngera karlmenn“ sagði Emma og var spurð hvað hún héldi að myndi gerast ef karlmaður birti samskonar myndband. „Ég er handviss um að karlmenn geri þetta líka, en ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Mér finnst þetta algjört bull.“ Frjálsar íþróttir Finnland Tengdar fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sjá meira
Emma var meðal keppenda, líkt og fimm stelpur frá Íslandi, á EM u23 sem fór fram í Bergen í Noregi um síðustu helgi. Hún var dugleg að deila myndböndum af mótinu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram, þar sem hún er með nokkur þúsund fylgjendur. Eitt myndbandið vakti sérlega mikla athygli og hefur fengið tæplega þrjú hundruð þúsund áhorf. Þar sést Emma ganga um keppnissvæðið og benda á karlkyns keppendur á mótinu með lag undir sem segir „Smash, Smash, Smash“ eða á íslensku „Negla, Negla, Negla“ sem er slanguryrði, notað til að lýsa yfir kynferðislegum áhuga. „Fallegt fólk allt um kring“ skrifar Emma við myndbandið. @emmatainio Beautiful people all around me 🥹💕! #bergen2025 ♬ smash Emma hefur fengið sinn skerf af gagnrýni frá finnsku þjóðinni og fleirum og nú hefur forseti finnska frjálsíþróttasambandsins fordæmt hennar hegðun. „Þegar þú ferðast með landsliðinu eða klæðist merkjum Finnlands, verður þú að hugsa þig tvisvar um áður en þú tekur eitthvað upp og birtir á netið. Ef þú ert í landsliðinu, verðurðu að sýna gott fordæmi“ segir Harri Aalto, forseti finnska frjálsíþróttasambandsins, við finnska miðilinn Iltalehti. Emma sér sjálf ekkert rangt við myndbandið sem hún birti og segir það bara ómerkilegt grín. „Hugmyndin var að íþróttafólk er allt svo fallegt, þetta er ekkert dýpra en það. Þetta snerist ekki um að hlutgera eða kyngera karlmenn“ sagði Emma og var spurð hvað hún héldi að myndi gerast ef karlmaður birti samskonar myndband. „Ég er handviss um að karlmenn geri þetta líka, en ég ætla ekki að tjá mig meira um þetta mál. Mér finnst þetta algjört bull.“
Frjálsar íþróttir Finnland Tengdar fréttir Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17 Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12 Mest lesið Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Sport Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi Fótbolti Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Sport Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Enski boltinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Enski boltinn „Ég spila fyrir mömmu mína“ Fótbolti Fleiri fréttir Nottingham Forest - Chelsea | Starfið undir hjá Ange? Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Fljúga með þyrlu á milli landa til að ná að keppa Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Dagskráin: Doc Zone, meistarar mætast í Bestu og lokaumferð Bestu kvenna Ísland eignaðist tvo heimsmeistara í Höfðaborg í dag Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Allir fæddir í Hollandi en gætu tekið metið af Íslandi „Það var engin liðsheild hjá liðinu mínu í kvöld“ Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Þorleifur sýndi brautina fyrir HM í bakgarðshlaupum fyrir helgina „Frábær stemning og ég er ánægður að sjá fólkið okkar aftur“ „Ég spila fyrir mömmu mína“ Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Strasbourg nálægt því að vinna Evrópumeistarana í toppslagnum Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Missir af leik helgarinnar eftir að hafa fengið heilahristing heima hjá sér Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Áhrifamaður innan fótboltans skotinn til bana Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Vann Littler og keppir á HM í fyrsta sinn Sjá meira
Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Ísland er með fimm keppendur á Evrópumeistaramóti U23 í frjálsum íþróttum sem fer fram í Bergen í Noregi í vikunni. 14. júlí 2025 17:17
Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Virkni íslensku landsliðsstelpnanna á samfélagsmiðlum var til umræðu á samfélagsmiðlum í kvöld eftir tap í fyrsta leik á Evrópumótinu í Sviss. Tvær landsliðsgoðsagnir tjáðu sig um málið í Besta sætinu. 2. júlí 2025 21:12