Kátína í Kenía og kvalir í Köben Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2025 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir Vísir/Bjarni Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði sigri í Laugavegshlaupinu fimmta árið í röð síðustu helgi og hefur átt viðburðaríkt ár. Eftir að hafa æft með stórstjörnum í Kenía, grátið í maraþoni í Kaupmannahöfn og bætt Íslandsmet í Slóveníu tekur nú við stíf æfingatörn fyrir HM í haust. Andrea kom í mark fyrst kvenna í Laugaveginum síðustu helgi, fimmta árið í röð. Hún hefði þó viljað gera betur. „Þetta var ekki besti Laugavegurinn en ekki sístur heldur. Ég hljóp á næst besta tímanum mínum. Mig langaði að bæta mig, eins og mann langar alltaf, en miðað við hvað maður er búinn að fókusa á síðustu vikur er ég ótrúlega sátt við þetta. Að vinna fimmta skiptið í röð – auðvitað er ég ótrúlega sátt við það,“ segir Andrea. Fékk í magann í Köben Gengið hefur á ýmsu í sumar. Andrea fór með frjálsíþróttasveit Íslands á smáþjóðaleikana og bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi en það var eftir að hafa mistekist markmið sitt að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Kaupmannahöfn fyrr í vor. Andrea var í frábæru formi eftir frábæran undirbúning en fékk í magann í hlaupinu. Það voru henni eðlilega vonbrigði. „Þetta var mjög erfitt. Sérstaklega í augnablikinu í miðju hlaupi að vita að maður er ekki að fara að ná markmiðinu sínu. Búin að æfa ótrúlega vel og lengi bara fyrir þennan dag. Maður var alltaf að fara að klára hlaupið en ég stoppaði og grét smá. En maður var samt með fólkið mitt á hliðarlínunni, sem gerði ótrúlega mikið. Á maður ekki bara að segja að svona mótlæti styrki mann alltaf?“ Mikið ævintýri með stórstjörnum í Kenía Heil mikil vinna og undirbúningur hafði farið í maraþonið þar sem Andrea æfði með fremsta hlaupafólki heims í Kenía í vor. „Ég var innblásin af því að hitta, eins og Eliud Kipchoge, sem er besti maraþonhlaupari í heimi. Að vera í þessari Mekku, það gerði mann mjög peppaðan inn í árið,“ Eliud Kipchoge og Sifan Hassan voru á meðal þeirra sem Andrea æfði með í Kenía í vor.Richard Baker / In Pictures via Getty Fékkstu stjörnur í augun? „Já, hundrað prósent, og að hitta Sifan Hassan. En það gerir þau líka snertanleg. Þetta er bara fólk eins og við,“ segir Andrea. Úr maraþoni í 3000 metra hlaup og þaðan í Laugaveg tekur nú næsta þraut við. HM í fjallahlaupum fer fram í haust. Tíu vikur eru til stefnu og ætlar Andrea að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. „Ég er ótrúlega spennt. Ég hef verið lítið í fjöllunum, með maraþonið og brautina og svona. Mér líður best í fjöllunum. Ég er ótrúlega spennt að geta farið í fjögurra til fimm tíma fjallatúra að safna hæðarmetrum. Að vera úti í náttúrunni og standa mig svo mjög vel á HM,“ segir Andrea. Viðtalið má sjá í spilaranum. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira
Andrea kom í mark fyrst kvenna í Laugaveginum síðustu helgi, fimmta árið í röð. Hún hefði þó viljað gera betur. „Þetta var ekki besti Laugavegurinn en ekki sístur heldur. Ég hljóp á næst besta tímanum mínum. Mig langaði að bæta mig, eins og mann langar alltaf, en miðað við hvað maður er búinn að fókusa á síðustu vikur er ég ótrúlega sátt við þetta. Að vinna fimmta skiptið í röð – auðvitað er ég ótrúlega sátt við það,“ segir Andrea. Fékk í magann í Köben Gengið hefur á ýmsu í sumar. Andrea fór með frjálsíþróttasveit Íslands á smáþjóðaleikana og bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi en það var eftir að hafa mistekist markmið sitt að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Kaupmannahöfn fyrr í vor. Andrea var í frábæru formi eftir frábæran undirbúning en fékk í magann í hlaupinu. Það voru henni eðlilega vonbrigði. „Þetta var mjög erfitt. Sérstaklega í augnablikinu í miðju hlaupi að vita að maður er ekki að fara að ná markmiðinu sínu. Búin að æfa ótrúlega vel og lengi bara fyrir þennan dag. Maður var alltaf að fara að klára hlaupið en ég stoppaði og grét smá. En maður var samt með fólkið mitt á hliðarlínunni, sem gerði ótrúlega mikið. Á maður ekki bara að segja að svona mótlæti styrki mann alltaf?“ Mikið ævintýri með stórstjörnum í Kenía Heil mikil vinna og undirbúningur hafði farið í maraþonið þar sem Andrea æfði með fremsta hlaupafólki heims í Kenía í vor. „Ég var innblásin af því að hitta, eins og Eliud Kipchoge, sem er besti maraþonhlaupari í heimi. Að vera í þessari Mekku, það gerði mann mjög peppaðan inn í árið,“ Eliud Kipchoge og Sifan Hassan voru á meðal þeirra sem Andrea æfði með í Kenía í vor.Richard Baker / In Pictures via Getty Fékkstu stjörnur í augun? „Já, hundrað prósent, og að hitta Sifan Hassan. En það gerir þau líka snertanleg. Þetta er bara fólk eins og við,“ segir Andrea. Úr maraþoni í 3000 metra hlaup og þaðan í Laugaveg tekur nú næsta þraut við. HM í fjallahlaupum fer fram í haust. Tíu vikur eru til stefnu og ætlar Andrea að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. „Ég er ótrúlega spennt. Ég hef verið lítið í fjöllunum, með maraþonið og brautina og svona. Mér líður best í fjöllunum. Ég er ótrúlega spennt að geta farið í fjögurra til fimm tíma fjallatúra að safna hæðarmetrum. Að vera úti í náttúrunni og standa mig svo mjög vel á HM,“ segir Andrea. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Fótbolti Fleiri fréttir Sanchez sleppt úr haldi Mun Zidane taka við af Deschamps? Hilmar skoraði 11 stig í sigri Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Sandra María skoraði í fjórða leiknum í röð Tryggvi frákastahæstur í öruggum sigri Danmörk - Grikkland 3-1 | Danir fóru létt með Grikki Gunnar Vatnhamar leiddi Færeyinga til sigurs gegn Tékklandi Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Svona var blaðamannafundur Deschamps Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði Settar í bann fyrir búðarþjófnað Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Fór upp Eiffelturninn á hjóli NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Sjá meira