Kátína í Kenía og kvalir í Köben Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2025 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir Vísir/Bjarni Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði sigri í Laugavegshlaupinu fimmta árið í röð síðustu helgi og hefur átt viðburðaríkt ár. Eftir að hafa æft með stórstjörnum í Kenía, grátið í maraþoni í Kaupmannahöfn og bætt Íslandsmet í Slóveníu tekur nú við stíf æfingatörn fyrir HM í haust. Andrea kom í mark fyrst kvenna í Laugaveginum síðustu helgi, fimmta árið í röð. Hún hefði þó viljað gera betur. „Þetta var ekki besti Laugavegurinn en ekki sístur heldur. Ég hljóp á næst besta tímanum mínum. Mig langaði að bæta mig, eins og mann langar alltaf, en miðað við hvað maður er búinn að fókusa á síðustu vikur er ég ótrúlega sátt við þetta. Að vinna fimmta skiptið í röð – auðvitað er ég ótrúlega sátt við það,“ segir Andrea. Fékk í magann í Köben Gengið hefur á ýmsu í sumar. Andrea fór með frjálsíþróttasveit Íslands á smáþjóðaleikana og bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi en það var eftir að hafa mistekist markmið sitt að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Kaupmannahöfn fyrr í vor. Andrea var í frábæru formi eftir frábæran undirbúning en fékk í magann í hlaupinu. Það voru henni eðlilega vonbrigði. „Þetta var mjög erfitt. Sérstaklega í augnablikinu í miðju hlaupi að vita að maður er ekki að fara að ná markmiðinu sínu. Búin að æfa ótrúlega vel og lengi bara fyrir þennan dag. Maður var alltaf að fara að klára hlaupið en ég stoppaði og grét smá. En maður var samt með fólkið mitt á hliðarlínunni, sem gerði ótrúlega mikið. Á maður ekki bara að segja að svona mótlæti styrki mann alltaf?“ Mikið ævintýri með stórstjörnum í Kenía Heil mikil vinna og undirbúningur hafði farið í maraþonið þar sem Andrea æfði með fremsta hlaupafólki heims í Kenía í vor. „Ég var innblásin af því að hitta, eins og Eliud Kipchoge, sem er besti maraþonhlaupari í heimi. Að vera í þessari Mekku, það gerði mann mjög peppaðan inn í árið,“ Eliud Kipchoge og Sifan Hassan voru á meðal þeirra sem Andrea æfði með í Kenía í vor.Richard Baker / In Pictures via Getty Fékkstu stjörnur í augun? „Já, hundrað prósent, og að hitta Sifan Hassan. En það gerir þau líka snertanleg. Þetta er bara fólk eins og við,“ segir Andrea. Úr maraþoni í 3000 metra hlaup og þaðan í Laugaveg tekur nú næsta þraut við. HM í fjallahlaupum fer fram í haust. Tíu vikur eru til stefnu og ætlar Andrea að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. „Ég er ótrúlega spennt. Ég hef verið lítið í fjöllunum, með maraþonið og brautina og svona. Mér líður best í fjöllunum. Ég er ótrúlega spennt að geta farið í fjögurra til fimm tíma fjallatúra að safna hæðarmetrum. Að vera úti í náttúrunni og standa mig svo mjög vel á HM,“ segir Andrea. Viðtalið má sjá í spilaranum. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira
Andrea kom í mark fyrst kvenna í Laugaveginum síðustu helgi, fimmta árið í röð. Hún hefði þó viljað gera betur. „Þetta var ekki besti Laugavegurinn en ekki sístur heldur. Ég hljóp á næst besta tímanum mínum. Mig langaði að bæta mig, eins og mann langar alltaf, en miðað við hvað maður er búinn að fókusa á síðustu vikur er ég ótrúlega sátt við þetta. Að vinna fimmta skiptið í röð – auðvitað er ég ótrúlega sátt við það,“ segir Andrea. Fékk í magann í Köben Gengið hefur á ýmsu í sumar. Andrea fór með frjálsíþróttasveit Íslands á smáþjóðaleikana og bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi en það var eftir að hafa mistekist markmið sitt að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Kaupmannahöfn fyrr í vor. Andrea var í frábæru formi eftir frábæran undirbúning en fékk í magann í hlaupinu. Það voru henni eðlilega vonbrigði. „Þetta var mjög erfitt. Sérstaklega í augnablikinu í miðju hlaupi að vita að maður er ekki að fara að ná markmiðinu sínu. Búin að æfa ótrúlega vel og lengi bara fyrir þennan dag. Maður var alltaf að fara að klára hlaupið en ég stoppaði og grét smá. En maður var samt með fólkið mitt á hliðarlínunni, sem gerði ótrúlega mikið. Á maður ekki bara að segja að svona mótlæti styrki mann alltaf?“ Mikið ævintýri með stórstjörnum í Kenía Heil mikil vinna og undirbúningur hafði farið í maraþonið þar sem Andrea æfði með fremsta hlaupafólki heims í Kenía í vor. „Ég var innblásin af því að hitta, eins og Eliud Kipchoge, sem er besti maraþonhlaupari í heimi. Að vera í þessari Mekku, það gerði mann mjög peppaðan inn í árið,“ Eliud Kipchoge og Sifan Hassan voru á meðal þeirra sem Andrea æfði með í Kenía í vor.Richard Baker / In Pictures via Getty Fékkstu stjörnur í augun? „Já, hundrað prósent, og að hitta Sifan Hassan. En það gerir þau líka snertanleg. Þetta er bara fólk eins og við,“ segir Andrea. Úr maraþoni í 3000 metra hlaup og þaðan í Laugaveg tekur nú næsta þraut við. HM í fjallahlaupum fer fram í haust. Tíu vikur eru til stefnu og ætlar Andrea að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. „Ég er ótrúlega spennt. Ég hef verið lítið í fjöllunum, með maraþonið og brautina og svona. Mér líður best í fjöllunum. Ég er ótrúlega spennt að geta farið í fjögurra til fimm tíma fjallatúra að safna hæðarmetrum. Að vera úti í náttúrunni og standa mig svo mjög vel á HM,“ segir Andrea. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Enski boltinn Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Martin stigahæstur í sigri Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Orri skoraði sex í stórsigri Annar frábær dagur hjá Jóni Erik í Finnlandi Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter Hreinsuðu sakaskrána með því að hlaupa hálfmaraþon NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Sjá meira