Kátína í Kenía og kvalir í Köben Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2025 10:01 Andrea Kolbeinsdóttir Vísir/Bjarni Hlaupadrottningin Andrea Kolbeinsdóttir fagnaði sigri í Laugavegshlaupinu fimmta árið í röð síðustu helgi og hefur átt viðburðaríkt ár. Eftir að hafa æft með stórstjörnum í Kenía, grátið í maraþoni í Kaupmannahöfn og bætt Íslandsmet í Slóveníu tekur nú við stíf æfingatörn fyrir HM í haust. Andrea kom í mark fyrst kvenna í Laugaveginum síðustu helgi, fimmta árið í röð. Hún hefði þó viljað gera betur. „Þetta var ekki besti Laugavegurinn en ekki sístur heldur. Ég hljóp á næst besta tímanum mínum. Mig langaði að bæta mig, eins og mann langar alltaf, en miðað við hvað maður er búinn að fókusa á síðustu vikur er ég ótrúlega sátt við þetta. Að vinna fimmta skiptið í röð – auðvitað er ég ótrúlega sátt við það,“ segir Andrea. Fékk í magann í Köben Gengið hefur á ýmsu í sumar. Andrea fór með frjálsíþróttasveit Íslands á smáþjóðaleikana og bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi en það var eftir að hafa mistekist markmið sitt að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Kaupmannahöfn fyrr í vor. Andrea var í frábæru formi eftir frábæran undirbúning en fékk í magann í hlaupinu. Það voru henni eðlilega vonbrigði. „Þetta var mjög erfitt. Sérstaklega í augnablikinu í miðju hlaupi að vita að maður er ekki að fara að ná markmiðinu sínu. Búin að æfa ótrúlega vel og lengi bara fyrir þennan dag. Maður var alltaf að fara að klára hlaupið en ég stoppaði og grét smá. En maður var samt með fólkið mitt á hliðarlínunni, sem gerði ótrúlega mikið. Á maður ekki bara að segja að svona mótlæti styrki mann alltaf?“ Mikið ævintýri með stórstjörnum í Kenía Heil mikil vinna og undirbúningur hafði farið í maraþonið þar sem Andrea æfði með fremsta hlaupafólki heims í Kenía í vor. „Ég var innblásin af því að hitta, eins og Eliud Kipchoge, sem er besti maraþonhlaupari í heimi. Að vera í þessari Mekku, það gerði mann mjög peppaðan inn í árið,“ Eliud Kipchoge og Sifan Hassan voru á meðal þeirra sem Andrea æfði með í Kenía í vor.Richard Baker / In Pictures via Getty Fékkstu stjörnur í augun? „Já, hundrað prósent, og að hitta Sifan Hassan. En það gerir þau líka snertanleg. Þetta er bara fólk eins og við,“ segir Andrea. Úr maraþoni í 3000 metra hlaup og þaðan í Laugaveg tekur nú næsta þraut við. HM í fjallahlaupum fer fram í haust. Tíu vikur eru til stefnu og ætlar Andrea að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. „Ég er ótrúlega spennt. Ég hef verið lítið í fjöllunum, með maraþonið og brautina og svona. Mér líður best í fjöllunum. Ég er ótrúlega spennt að geta farið í fjögurra til fimm tíma fjallatúra að safna hæðarmetrum. Að vera úti í náttúrunni og standa mig svo mjög vel á HM,“ segir Andrea. Viðtalið má sjá í spilaranum. Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira
Andrea kom í mark fyrst kvenna í Laugaveginum síðustu helgi, fimmta árið í röð. Hún hefði þó viljað gera betur. „Þetta var ekki besti Laugavegurinn en ekki sístur heldur. Ég hljóp á næst besta tímanum mínum. Mig langaði að bæta mig, eins og mann langar alltaf, en miðað við hvað maður er búinn að fókusa á síðustu vikur er ég ótrúlega sátt við þetta. Að vinna fimmta skiptið í röð – auðvitað er ég ótrúlega sátt við það,“ segir Andrea. Fékk í magann í Köben Gengið hefur á ýmsu í sumar. Andrea fór með frjálsíþróttasveit Íslands á smáþjóðaleikana og bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hindrunarhlaupi en það var eftir að hafa mistekist markmið sitt að bæta Íslandsmetið í maraþoni í Kaupmannahöfn fyrr í vor. Andrea var í frábæru formi eftir frábæran undirbúning en fékk í magann í hlaupinu. Það voru henni eðlilega vonbrigði. „Þetta var mjög erfitt. Sérstaklega í augnablikinu í miðju hlaupi að vita að maður er ekki að fara að ná markmiðinu sínu. Búin að æfa ótrúlega vel og lengi bara fyrir þennan dag. Maður var alltaf að fara að klára hlaupið en ég stoppaði og grét smá. En maður var samt með fólkið mitt á hliðarlínunni, sem gerði ótrúlega mikið. Á maður ekki bara að segja að svona mótlæti styrki mann alltaf?“ Mikið ævintýri með stórstjörnum í Kenía Heil mikil vinna og undirbúningur hafði farið í maraþonið þar sem Andrea æfði með fremsta hlaupafólki heims í Kenía í vor. „Ég var innblásin af því að hitta, eins og Eliud Kipchoge, sem er besti maraþonhlaupari í heimi. Að vera í þessari Mekku, það gerði mann mjög peppaðan inn í árið,“ Eliud Kipchoge og Sifan Hassan voru á meðal þeirra sem Andrea æfði með í Kenía í vor.Richard Baker / In Pictures via Getty Fékkstu stjörnur í augun? „Já, hundrað prósent, og að hitta Sifan Hassan. En það gerir þau líka snertanleg. Þetta er bara fólk eins og við,“ segir Andrea. Úr maraþoni í 3000 metra hlaup og þaðan í Laugaveg tekur nú næsta þraut við. HM í fjallahlaupum fer fram í haust. Tíu vikur eru til stefnu og ætlar Andrea að gefa sér góðan tíma til undirbúnings. „Ég er ótrúlega spennt. Ég hef verið lítið í fjöllunum, með maraþonið og brautina og svona. Mér líður best í fjöllunum. Ég er ótrúlega spennt að geta farið í fjögurra til fimm tíma fjallatúra að safna hæðarmetrum. Að vera úti í náttúrunni og standa mig svo mjög vel á HM,“ segir Andrea. Viðtalið má sjá í spilaranum.
Hlaup Laugavegshlaupið Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Elvar leiddi liðið til sigurs Sjá meira