„Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sindri Sverrisson skrifar 19. maí 2025 08:33 Andrea Kolbeinsdóttir varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi á sumardaginn fyrsta. Hún var þá að undirbúa sig fyrir Kaupmannahafnarmaraþonið en segir þá keppni hafa breyst í martröð. FRÍ Andrea Kolbeinsdóttir segir að hlaup sitt í Kaupmannahafnarmaraþoninu, sem hún hafði undirbúið sig svo lengi og vandlega fyrir, hafi fljótt breyst í hina mestu martröð. Þó að Andrea hafi hlaupið maraþonið á 2:46:10 klukkutímum og endað í 21. sæti í keppni kvenna í maraþoninu þá var hlaupið henni mikil vonbrigði. „Allt var eins og það átti að vera, þar til það var það ekki. Hlaupið sem ég var búin að bíða eftir svo lengi, varð fljótt að hinni mestu martröð,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Andra hélt jöfnum hraða fyrstu 25 kílómetrana, á bilinu 3:39 - 3:44 mín/km, en svo fór að halla undan fæti hjá þessari miklu afrekskonu og kílómetrana fimm frá 35-40 hljóp hún á 24 mínútum og 23 sekúndum, eða á 4:53 mín/km. „Líklegt að koffín og stress hafi valdið magaveseni, sem hrjáði mig í gegnum allt hlaupið,“ skrifar Andrea sem í aðdraganda keppnistímabilsins hafði meðal annars verið í æfingabúðum í Kenía. Hún ætlaði sér því stóra hluti í Kaupmannahöfn og virtist á réttri braut þegar hún til að mynda varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, þegar hún hljóp á 16:29 mínútum og var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Andrea lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðin í að læra af því hvernig fór í Danmörku. Þó að hún hafi orðið langfyrst af íslensku konunum í hlaupinu þá ætlaði hún sér stærri hluti. Hún hljóp til að mynda heilt maraþon á 2:42:15 í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2023, fjórum mínútum hraðar en í hlaupinu fyrir rúmri viku. „Í stað þess að brjóta í mér hjartað, er allt fólkið í kringum mig búið að láta það stækka. Engin vinna til einskis, við lærum og reynum aftur,“ skrifar Andrea. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Þó að Andrea hafi hlaupið maraþonið á 2:46:10 klukkutímum og endað í 21. sæti í keppni kvenna í maraþoninu þá var hlaupið henni mikil vonbrigði. „Allt var eins og það átti að vera, þar til það var það ekki. Hlaupið sem ég var búin að bíða eftir svo lengi, varð fljótt að hinni mestu martröð,“ skrifar Andrea á Instagram-síðu sína. View this post on Instagram A post shared by Andrea Kolbeinsdóttir (@andreakolbeins) Andra hélt jöfnum hraða fyrstu 25 kílómetrana, á bilinu 3:39 - 3:44 mín/km, en svo fór að halla undan fæti hjá þessari miklu afrekskonu og kílómetrana fimm frá 35-40 hljóp hún á 24 mínútum og 23 sekúndum, eða á 4:53 mín/km. „Líklegt að koffín og stress hafi valdið magaveseni, sem hrjáði mig í gegnum allt hlaupið,“ skrifar Andrea sem í aðdraganda keppnistímabilsins hafði meðal annars verið í æfingabúðum í Kenía. Hún ætlaði sér því stóra hluti í Kaupmannahöfn og virtist á réttri braut þegar hún til að mynda varð Íslandsmeistari í 5 km götuhlaupi, í Víðvangshlaupi ÍR á sumardaginn fyrsta, þegar hún hljóp á 16:29 mínútum og var aðeins tveimur sekúndum frá Íslandsmeti sínu. Andrea lætur þó engan bilbug á sér finna og er staðráðin í að læra af því hvernig fór í Danmörku. Þó að hún hafi orðið langfyrst af íslensku konunum í hlaupinu þá ætlaði hún sér stærri hluti. Hún hljóp til að mynda heilt maraþon á 2:42:15 í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2023, fjórum mínútum hraðar en í hlaupinu fyrir rúmri viku. „Í stað þess að brjóta í mér hjartað, er allt fólkið í kringum mig búið að láta það stækka. Engin vinna til einskis, við lærum og reynum aftur,“ skrifar Andrea.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira