Tíu Þjóðhátíðarráð Arons Mola: „Ekki fara í tjörnina “ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. júní 2025 09:13 Aron Mola er á leiðinni á sína elleftu Þjóðhátíð í Eyjum. Leikarinn Aron Már Ólafsson, betur þekktur sem Aron Mola, er á leið á sína elleftu Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Aron var gestastjórnandi í morgunþættinum Brennslan á FM957 fyrr í vikunni þar sem hann deildi tíu ráðum um hvað skal gera og hvað ekki til þess að njóta hátíðarinnar sem best. Aron þekkir hátíðina eins og lófann á sér og byggir listann á eigin reynslu. Hér eru hans bestu „do’s and don’ts,“ beint úr dalnum. Hlutir sem þú átt að gera á Þjóðhátíð Taktu bátinn yfir á föstudegi, helst fyrir hádegi „Bestu bátarnir fara á milli klukkan 10 og 12. Ef veðrið er gott þá jafnast fátt á við þá ferð.“ Hafðu regnföt með þér – þau eru lykilatriði „Þú situr oft í grasinu og það er nánast alltaf smá bleyta eftir nóttina.“ Farðu í hvítu tjöldin – en með leyfi „Það er auðvelt að fá leyfi, svo lengi sem þú sýnir kurteisi og virðingu. Dyrnar eru opnar þeim sem kunna að haga sér. Síðan hjálpar líka til að kunna tvö, þrjú góð lög á gítar.“ Drekktu steinefni„Drekktu nóg af steinefnum, það hjálpar við að halda vökvajafnvægi.“ Borðaðu reglulega „Mundu að fá þér þrjár máltíðir á dag. Ekki gleyma að fá eitthvað í mallann – fólk fer oft beint í bjórinn, sem endar með lítilli orku, svefni og prjóni. Það eru margir góðir staðir til að borða á svæðinu.“ Mættu á Lundann á laugardeginum! „Þessi viðburður er ómissandi hluti af hátíðinni.“ Hlutir sem þú átt alls ekki að gera Ekki prjóna yfir þig á föstudeginum „Ef þú ert oft drukkinn á föstudeginum endar það oft illa. Endar oft með því að þú ert leiðinlegur við vini þína.“ Ekki fara í tjörnina – sama hversu góð hugmynd það virðist„Það virðist góð hugmynd í augnablikinu – en þú sérð eftir því daginn eftir. Það gerist á hverju ári. Þetta er ömurleg pæling daginn eftir.“ Ekki pissa í brekkuna „En ef þú getur ekki annað farðu þá alveg efst upp að hliðunum og leystu málið þar.“ Ekki fara á hopphjól „Ef þú dettur og meiðir þig, þá er hátíðin sem þú ert búinn að bíða eftir allt sumarið bara búin fyrir þig. Labbaðu í fimmtán mínútur frekar en að taka hopp í fimm.“ Ekki mæta mökkaður í brekkusönginn „Það er allt í lagi að vera aðeins kenndur. Þú átt samt að vera með á nótunum þegar hann byrjar.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þjóðhátíð í Eyjum FM957 Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Sjá meira
Aron þekkir hátíðina eins og lófann á sér og byggir listann á eigin reynslu. Hér eru hans bestu „do’s and don’ts,“ beint úr dalnum. Hlutir sem þú átt að gera á Þjóðhátíð Taktu bátinn yfir á föstudegi, helst fyrir hádegi „Bestu bátarnir fara á milli klukkan 10 og 12. Ef veðrið er gott þá jafnast fátt á við þá ferð.“ Hafðu regnföt með þér – þau eru lykilatriði „Þú situr oft í grasinu og það er nánast alltaf smá bleyta eftir nóttina.“ Farðu í hvítu tjöldin – en með leyfi „Það er auðvelt að fá leyfi, svo lengi sem þú sýnir kurteisi og virðingu. Dyrnar eru opnar þeim sem kunna að haga sér. Síðan hjálpar líka til að kunna tvö, þrjú góð lög á gítar.“ Drekktu steinefni„Drekktu nóg af steinefnum, það hjálpar við að halda vökvajafnvægi.“ Borðaðu reglulega „Mundu að fá þér þrjár máltíðir á dag. Ekki gleyma að fá eitthvað í mallann – fólk fer oft beint í bjórinn, sem endar með lítilli orku, svefni og prjóni. Það eru margir góðir staðir til að borða á svæðinu.“ Mættu á Lundann á laugardeginum! „Þessi viðburður er ómissandi hluti af hátíðinni.“ Hlutir sem þú átt alls ekki að gera Ekki prjóna yfir þig á föstudeginum „Ef þú ert oft drukkinn á föstudeginum endar það oft illa. Endar oft með því að þú ert leiðinlegur við vini þína.“ Ekki fara í tjörnina – sama hversu góð hugmynd það virðist„Það virðist góð hugmynd í augnablikinu – en þú sérð eftir því daginn eftir. Það gerist á hverju ári. Þetta er ömurleg pæling daginn eftir.“ Ekki pissa í brekkuna „En ef þú getur ekki annað farðu þá alveg efst upp að hliðunum og leystu málið þar.“ Ekki fara á hopphjól „Ef þú dettur og meiðir þig, þá er hátíðin sem þú ert búinn að bíða eftir allt sumarið bara búin fyrir þig. Labbaðu í fimmtán mínútur frekar en að taka hopp í fimm.“ Ekki mæta mökkaður í brekkusönginn „Það er allt í lagi að vera aðeins kenndur. Þú átt samt að vera með á nótunum þegar hann byrjar.“ Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Þjóðhátíð í Eyjum FM957 Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fleiri fréttir „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Sjá meira