Fyrsta skiptið síðan 1960 sem enginn fótbolti er skráður á annan í jólum Haraldur Örn Haraldsson skrifar 18. júní 2025 20:47 Mun Trölli stela fótbolta jólunum í ár? Getty/Vísir Leikjaplanið fyrir Ensku Úrvalsdeildina kom út í dag eins og Visir hefur þegar greint frá. Vakið hefur athygli að það er enginn leikur skráður þann 26. desember, annan í jólum eins og hefð er fyrir á Englandi. Philip Buckingham, blaðamaður hjá The Athletic athugaði hvort það gæti í raun og veru staðist, að þetta væri fyrsta skipti síðan á sjöunda áratug síðustu aldar sem það myndi ekki halda í þessa hefð. Allir leikirnir í 17. umferð deildarinnar hafa verið skráðir á 27. desember. Leikjaplan deildarinnar er skipt upp í 33 helgarleiki og fimm leiki sem spilast í miðri viku. Þetta er frekar formfast plan sem deildin hefur gefið út til þess að koma fyrir leikjum í öðrum keppnum, líkt og evrópuleiki og bikarleiki. Ástæðan fyrir því að enginn leikur er skráður þann 26. desember sem stendur er að sá dagur er föstudagur í ár. Því fellur þessi umferð á að vera eitt af þessum 33 helgar umferðum. Þannig var það ekki í fyrra þar sem annar í jólum var á fimmtudegi, og þá var hægt að hafa góða pásu fram að 29. desember, þar sem næsta umferð var spiluð. Skipuleggjendur deildarinnar hafa ákveðið að lið skuli alltaf hafa minnst 48 klukkustunda hvíld milli leikja yfir hátíðirnar. Það lifir enn von um fótbolta annan í jólum Þetta þýðir hins vegar ekki að það sé útilokað að það verði spilað í Ensku Úrvalsdeildinni annan í jólum. Skipuleggjendur hafa gefið út að „leikir skráðir þann 27. desember geta verið færðir á annan í jólum fyrir beinar sjónvarps útsendingar.“ Á þessu tímabili er það Sky Sports og TNT Sports sem eru rétthafar og þeir gætu valið að færa leiki yfir á annan í jólum. Það mun líkast til ekki skýrast fyrr en 15. október þar sem deildin gefur rétthöfum sex vikur fyrir hverja umferð að komast að slíkum niðurstöðum. Sama hvenær þessir leikir fara fram þá munu þeir allir vera í beinni útsendingu á stöðvum Sýn Sport allt tímabilið. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira
Philip Buckingham, blaðamaður hjá The Athletic athugaði hvort það gæti í raun og veru staðist, að þetta væri fyrsta skipti síðan á sjöunda áratug síðustu aldar sem það myndi ekki halda í þessa hefð. Allir leikirnir í 17. umferð deildarinnar hafa verið skráðir á 27. desember. Leikjaplan deildarinnar er skipt upp í 33 helgarleiki og fimm leiki sem spilast í miðri viku. Þetta er frekar formfast plan sem deildin hefur gefið út til þess að koma fyrir leikjum í öðrum keppnum, líkt og evrópuleiki og bikarleiki. Ástæðan fyrir því að enginn leikur er skráður þann 26. desember sem stendur er að sá dagur er föstudagur í ár. Því fellur þessi umferð á að vera eitt af þessum 33 helgar umferðum. Þannig var það ekki í fyrra þar sem annar í jólum var á fimmtudegi, og þá var hægt að hafa góða pásu fram að 29. desember, þar sem næsta umferð var spiluð. Skipuleggjendur deildarinnar hafa ákveðið að lið skuli alltaf hafa minnst 48 klukkustunda hvíld milli leikja yfir hátíðirnar. Það lifir enn von um fótbolta annan í jólum Þetta þýðir hins vegar ekki að það sé útilokað að það verði spilað í Ensku Úrvalsdeildinni annan í jólum. Skipuleggjendur hafa gefið út að „leikir skráðir þann 27. desember geta verið færðir á annan í jólum fyrir beinar sjónvarps útsendingar.“ Á þessu tímabili er það Sky Sports og TNT Sports sem eru rétthafar og þeir gætu valið að færa leiki yfir á annan í jólum. Það mun líkast til ekki skýrast fyrr en 15. október þar sem deildin gefur rétthöfum sex vikur fyrir hverja umferð að komast að slíkum niðurstöðum. Sama hvenær þessir leikir fara fram þá munu þeir allir vera í beinni útsendingu á stöðvum Sýn Sport allt tímabilið.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Sjá meira