Brian Wilson látinn Jón Ísak Ragnarsson skrifar 11. júní 2025 17:04 Brian Wilson á tónleikum með The Beach boys í Bandaríkjunum 2022. Getty Brian Wilson, einn stofnanda hljómsveitarinnar The Beach boys, er látinn 82 að aldri. Tilkynning frá fjölskyldu Brians var birt á heimasíðu söngvarans rétt í þessu. Þar segir: „Elskulegur faðir okkar Brian Wilson er látinn. Við erum orðlaus eins og er. Vinsamlegast virðið einkalíf okkar þar sem við erum að ganga í gegnum sorgarferli. Við vitum að við deilum sorginni með heiminum öllum.“ Sky greindi frá andlátinu. Brian Wilson fæddist árið 1942 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Hljómsveitin varð ein vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit tuttugustu aldarinnar. Hrífandi söngur, léttir textar, og frumleiki einkenna tónlist hljómsveitarinnar sem sótti mikinn innblástur til eldri popptónlistar, rokktónlistar sjötta áratugarins, og R&B tónlistar. Fyrir tilstuðlan Brians mátti á köflum heyra áhrif úr klassískri tónlist og djassi. The Beach boys hófu tónlistarferilinn í bílskúr bræðranna og faðir þeirra var umboðsmaður þeirra. Árið 1963 náði lag þeirra „Surfin' U.S.A“ miklum vinsældum, og í kjölfarið fór hvert lag þeirra á fætur öðru ofarlega á vinsældarlista Bandaríkjanna. „Kaliforníuhljómurinn“ var það sem þeir þóttu bera með sér, en tónlistin fjallaði fyrst um sinn um brimbrettaíþróttir, bíla og ástir. The Beach boys áttu gífurlega góðu gengi að fagna og eru ein söluhæsta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hljómsveitin hefur selt yfir 100 milljón plötur. Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tilkynning frá fjölskyldu Brians var birt á heimasíðu söngvarans rétt í þessu. Þar segir: „Elskulegur faðir okkar Brian Wilson er látinn. Við erum orðlaus eins og er. Vinsamlegast virðið einkalíf okkar þar sem við erum að ganga í gegnum sorgarferli. Við vitum að við deilum sorginni með heiminum öllum.“ Sky greindi frá andlátinu. Brian Wilson fæddist árið 1942 í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann stofnaði hljómsveitina The Beach boys árið 1961 með bræðrum sínum Dennis og Carl, frænda sínum Mike Love og vini þeirra Al Jardine. Hljómsveitin varð ein vinsælasta og áhrifamesta rokkhljómsveit tuttugustu aldarinnar. Hrífandi söngur, léttir textar, og frumleiki einkenna tónlist hljómsveitarinnar sem sótti mikinn innblástur til eldri popptónlistar, rokktónlistar sjötta áratugarins, og R&B tónlistar. Fyrir tilstuðlan Brians mátti á köflum heyra áhrif úr klassískri tónlist og djassi. The Beach boys hófu tónlistarferilinn í bílskúr bræðranna og faðir þeirra var umboðsmaður þeirra. Árið 1963 náði lag þeirra „Surfin' U.S.A“ miklum vinsældum, og í kjölfarið fór hvert lag þeirra á fætur öðru ofarlega á vinsældarlista Bandaríkjanna. „Kaliforníuhljómurinn“ var það sem þeir þóttu bera með sér, en tónlistin fjallaði fyrst um sinn um brimbrettaíþróttir, bíla og ástir. The Beach boys áttu gífurlega góðu gengi að fagna og eru ein söluhæsta og vinsælasta hljómsveit allra tíma. Hljómsveitin hefur selt yfir 100 milljón plötur.
Andlát Tónlist Bandaríkin Hollywood Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira