Yfir tvö hundruð tryllitæki sýnd um helgina Kvartmíluklúbburinn 30. maí 2025 10:01 Kraftmestu sérsmíðuðu tækin geta verið allt að 5000 til 12000 hestöfl! Þetta er dálítið "extreme", segir Ingólfur Arnarson formaður Kvartmíluklúbbs Íslands. Í tilefni 50 ára afmælis Kvartmíluklúbbsins í sumar verður blásið til risa bílasýningar í Haukahúsinu í Hafnarfirði um helgina. Yfir 200 tryllitæki á tveimur eða fjórum hjólum verða til sýnis. Húsið opnar klukkan 17 í dag. „Þetta verður glæsileg sýning og þarna verður öll flóran, ýmiskonar keppnisbílar og flott hjól. Allir sem hafa áhuga á vélknúnum ökutækjum ættu að kíkja til okkar,“ segir Ingólfur Arnarson, formaður Kvartmíluklúbbs Íslands. 2500 krónur kostar inn en einnig er hægt að kaupa helgarpassa á 4000 krónur, frítt er fyrir 12 ára og yngri. Hægt verður að skoða tækin og spjalla við eigendur og þá verða kynningarbásar á staðnum þar sem ýmis félög kynna starfsemi sína. Krúserarnir, félag áhugamanna um akstur verður meðal annars á staðnum en mjög margir félagsmanna eiga rætur í Kvartmíluklúbbnum. Akstur nánast öll kvöld yfir sumartímann og keppt allar helgar Sjálfur hefur Ingólfur verið í Kvartmíluklúbbnum frá árinu 1981 þegar hann hóf að keppa í akstursíþróttum og formaður klúbbsins lengur en hann man. Kvartmílukúbburinn telur hátt í fimmhundruð félagsmenn og frá miðjum maí fram í september er dagskráin þétt á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni, sem hefur verið í notkun allt frá 1979 og byggð upp gegnum árin. „Það er mjög mikil starfsemi á svæðinu hjá okkur. Flest kvöld í viku erum við í akstri, á hjólum eða bílum og keppnir um helgar. Þetta er fjölbreytt sport, ég hef gaman af öllu sem tengist vélum, krafti og mótorsporti en kvartmílukappakstur heillar mig sérstaklega,“ segir Ingólfur. Spurður af hverju segir hann svarið einfalt, í kvartmílunni sé mesta hröðunin í íslensku mótorsporti og viðurkennir að adrenalínkikkið hafi sitt að segja. Þrjár sekúndur í 300 km hraða „Í kvartmílunni snýst þetta ekki einungis um hversu fljótur þú ert að fara vegalengdina, sem annars vegar er 200 metrar eða 400 metrar eftir því hvaða tæki er notað, heldur er það viðbragðið og tímin sem skiptir öllu máli. Þúsundustu partar úr sekúndu geta skoið úr um sigur. Ég hef farið 400 metra kvartmíluna erlendis á 5,85 sekúndum, eða 200 metra á 3,68 sek og þá er maður kominn langleiðina í 320 km hraða. Ein sekúnda í 160 km, þrjar sekúndur í 300 km – þú færð á þig G-kraft upp á 3,5 sem sem er í u.þ.b. 1,5 sek . Þetta er gríðarlegt álag á líkamann og til að fá að keyra þessi stærstu tæki þarftu að fara í læknisskoðun. Kraftmestu sérsmíðuðu tækin geta verið allt að 5000 til 12000 hestöfl! Þetta er dálítið "extreme", segir hann. Kvartmílan sé þó sport sem henti fjölbreyttum hópi og sé jafnvel fjölskyldusport. Bæta við bílum fyrir yngstu ökuþórana „Jú, sportið er er fyrir alla. Erlendis er þetta til dæmis mikið fjölskyldusport. Við í Kvartmíluklúbbnum erum að taka inn hjá okkur nokkra krakkabíla, Junior- dragstera og þau geta byrjað 12 ára að keppa. Við erum að efla starfið og viljum fá inn nýliðun og gera þetta meira fjölskyldutengt,“ segir hann. Kvartmíluklúbburinn hafi byggt upp glæsilega aðstöðu í Kapelluhrauni. Aðstæður hjá okkur eru mjög góðar, brautin býður upp á mjög mikið og við viljum ná í fleiri. Bæði er hægt að mæta á brautina og fylgjast með og líka taka þátt í æfingum, að uppfylltum ákveðnum öryggisstöðlum. Einnig er komin hringakstursbraut uppi á svæðinu hjá okkur og þar er sérstaklega mikill uppgangur. Það er mikið um að vera og nóg að gera hjá okkur,“ segir Ingólfur. Sýningin hefst klukkan 17 í dag, föstudag og stendur til klukkan 17 á sunnudaginn. Klippa: Kvartmíluklúbburinn stillir upp Bílar Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira
„Þetta verður glæsileg sýning og þarna verður öll flóran, ýmiskonar keppnisbílar og flott hjól. Allir sem hafa áhuga á vélknúnum ökutækjum ættu að kíkja til okkar,“ segir Ingólfur Arnarson, formaður Kvartmíluklúbbs Íslands. 2500 krónur kostar inn en einnig er hægt að kaupa helgarpassa á 4000 krónur, frítt er fyrir 12 ára og yngri. Hægt verður að skoða tækin og spjalla við eigendur og þá verða kynningarbásar á staðnum þar sem ýmis félög kynna starfsemi sína. Krúserarnir, félag áhugamanna um akstur verður meðal annars á staðnum en mjög margir félagsmanna eiga rætur í Kvartmíluklúbbnum. Akstur nánast öll kvöld yfir sumartímann og keppt allar helgar Sjálfur hefur Ingólfur verið í Kvartmíluklúbbnum frá árinu 1981 þegar hann hóf að keppa í akstursíþróttum og formaður klúbbsins lengur en hann man. Kvartmílukúbburinn telur hátt í fimmhundruð félagsmenn og frá miðjum maí fram í september er dagskráin þétt á kvartmílubrautinni í Kapelluhrauni, sem hefur verið í notkun allt frá 1979 og byggð upp gegnum árin. „Það er mjög mikil starfsemi á svæðinu hjá okkur. Flest kvöld í viku erum við í akstri, á hjólum eða bílum og keppnir um helgar. Þetta er fjölbreytt sport, ég hef gaman af öllu sem tengist vélum, krafti og mótorsporti en kvartmílukappakstur heillar mig sérstaklega,“ segir Ingólfur. Spurður af hverju segir hann svarið einfalt, í kvartmílunni sé mesta hröðunin í íslensku mótorsporti og viðurkennir að adrenalínkikkið hafi sitt að segja. Þrjár sekúndur í 300 km hraða „Í kvartmílunni snýst þetta ekki einungis um hversu fljótur þú ert að fara vegalengdina, sem annars vegar er 200 metrar eða 400 metrar eftir því hvaða tæki er notað, heldur er það viðbragðið og tímin sem skiptir öllu máli. Þúsundustu partar úr sekúndu geta skoið úr um sigur. Ég hef farið 400 metra kvartmíluna erlendis á 5,85 sekúndum, eða 200 metra á 3,68 sek og þá er maður kominn langleiðina í 320 km hraða. Ein sekúnda í 160 km, þrjar sekúndur í 300 km – þú færð á þig G-kraft upp á 3,5 sem sem er í u.þ.b. 1,5 sek . Þetta er gríðarlegt álag á líkamann og til að fá að keyra þessi stærstu tæki þarftu að fara í læknisskoðun. Kraftmestu sérsmíðuðu tækin geta verið allt að 5000 til 12000 hestöfl! Þetta er dálítið "extreme", segir hann. Kvartmílan sé þó sport sem henti fjölbreyttum hópi og sé jafnvel fjölskyldusport. Bæta við bílum fyrir yngstu ökuþórana „Jú, sportið er er fyrir alla. Erlendis er þetta til dæmis mikið fjölskyldusport. Við í Kvartmíluklúbbnum erum að taka inn hjá okkur nokkra krakkabíla, Junior- dragstera og þau geta byrjað 12 ára að keppa. Við erum að efla starfið og viljum fá inn nýliðun og gera þetta meira fjölskyldutengt,“ segir hann. Kvartmíluklúbburinn hafi byggt upp glæsilega aðstöðu í Kapelluhrauni. Aðstæður hjá okkur eru mjög góðar, brautin býður upp á mjög mikið og við viljum ná í fleiri. Bæði er hægt að mæta á brautina og fylgjast með og líka taka þátt í æfingum, að uppfylltum ákveðnum öryggisstöðlum. Einnig er komin hringakstursbraut uppi á svæðinu hjá okkur og þar er sérstaklega mikill uppgangur. Það er mikið um að vera og nóg að gera hjá okkur,“ segir Ingólfur. Sýningin hefst klukkan 17 í dag, föstudag og stendur til klukkan 17 á sunnudaginn. Klippa: Kvartmíluklúbburinn stillir upp
Bílar Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Opnunarhátíð í Ríteil Kids „við erum að drukkna í fötum“ Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Ný svefnlína sem hjálpar þér að sofna, sofa og vakna hress! Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Með stimpil upp á ekta spænska matarmenningu Er hárið skemmt eða bara þurrt? Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Sjá meira