Lífið samstarf

Með and­lit sem fleiri en bara mæður þeirra geta elskað

Tork gaur
James Einar Becker stýrir bílaþáttunum Tork gaur.
James Einar Becker stýrir bílaþáttunum Tork gaur.

Í sjöunda þætti Tork gaurs skoðar James Einar Becker KGM Rexton. Hann hefur þetta að segja um bílinn.

„KGM er Suður- Kóreskur bílaframleiðandi sem áður gekk undir nafninu Ssangyong. Farið var í veigamikla endur mörkun vörumerkisins og hefur það skilað sér í vörum sem búa yfir mun meiri fágun og gæðum sem eru á virkilega hagstæðu verði.

KGM Rexton hefur stundum verið kallaður Toyota Land Cruiser fátæka mannsins. Ég vil samt frekar hugsa þennan bíl sem Rexton skynsaman mannsins.“ 

„Þessi tiltekni Rexton er 35“ breyttur og kemur hann með upphækkunar klossum, samlitum brettaköntum, stigbretti, breiðari felgum, 35“ dekkjum og breytingaskoðun. Óbreyttur kostar þessi KGM Rexton Premium 9.790.000 mkr og ef maður bætir 35“ tommu breytingunni við á rétt tæpar þrjár milljónir, þá er maður kominn með sjö manna, upp hækkaðan jeppa með fimm ára ábyrgð á rétt tæplega 13 milljónir.

Bíllinn er einnig með einstaklega fallegan prófíl og er eins og að hönnuðir KGM hafi vitað nákvæmlega hvað þeir voru að gera þegar þeir hönnuðu hlutföllin á honum. Þegar búið er að bæta brettaköntunum á hann og stigbrettunum þá er maður kominn með einstaklega vígalegan jeppa."

„Gömlu kynslóðirnar af Rexton sem þá gengu undir nafni Ssangyong voru ekki með neitt sérstaklega fallegan framenda. En þessi KGM Rexton er með andlit sem miklu fleiri en bara mæður þeirra geta elskað.“ 

„Bíllinn kemur með 2,2 lítra, 4 sílendra túrbó dísilvél. Hún afkastar 202 hestöflum og skilar 442 Nm af togi. Og ef settur er dráttarbúnaður á bílinn getur hann dregið 3.5 tonn. Vélin í bílnum stendur á vökvafylltum mótorpúðum. Er það gert svo bíllinn verði eins hljóðlátur og hægt er. Einnig er það gert til þess að minnka titring vélarinnar. Hann er kannski ekki það laus við titring að hægt sé að láta 50 króna smápening standa á röndinni án þess að hann detti. En engu að síður er þetta tækni sem maður finnur frekar í Maybach eða Rolls Royce," segir James Einar. 

„Staðalbúnaður þessa tiltekna KGM Rexton Premium er ekki mikill og er það eitthvað sem maður fórnar fyrir það góða verð sem bíllinn er á. Bíllinn er ekki með rafmagn eða hita í sætum. Einnig eru sætin gerð úr taui frekar en leðri. Og svo startar maður bílnum með gamaldags lykli sem maður stingur í svissinn og snýr. Ég hef samt afskaplega gaman af svona ofur einföldum bílum þar sem að það þýðir að það eru færri hlutir sem geta bilað."

„Hins vegar ef maður færir sig upp í Adventure útgáfuna af KGM Rexton þá fær maður bílin með sjálfstæða fjöðrun, læsanlegu drifi að aftan, hituð og kæld sæti að framan og hituð sæti að aftan. Fari maður svo í Ultimate útgáfuna fær maður stungið nappaleður, lyklalaust aðgengi og allt hitt sem talið var upp á undan. Það er nánast nákvæmlega milljón á milli þessara þriggja útfærslna bílsins."

„Íslendingar eru afskaplega mikil hjarðdýr og er það sennilega þess vegna sem að annar hver Íslendingur keyrir um á Land Cruiser. Toyota Land Cruiser er svolítið eins og fótboltaliðið Liverpool. Allir og ömmur þeirra halda með þeim. Á meðan að KGM Rexton er meira eins og fótboltaliðið Brighton & Hove Albion. Virkilega vel spilandi lið á uppleið sem bætir við sig aðdáendum á hverjum degi."

Horfa má á þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan:






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.