„Ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 19. maí 2025 21:54 Andri Rafn Yeoman Paweł/Vísir Breiðablik vann góðan 2-1 sigur á Val í kvöld þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í lokaleik sjöundu umferð Bestu deild karla. „Þetta var ansi sætur sigur“ sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir sigurinn í kvöld. „Hörku skemmtilegur og flottur leikur. Geggjað að ná þremur stigum og ég er bara hæst ánægður með þetta“ Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. „Valur er náttúrulega með hörku lið og kannski á vissum köflum í leiknum þá fannst mér þeir einmitt vera kannski fyrr til á seinni boltana og þá eru þeir með stórhættulega leikmenn, sérstaklega þegar þeir eru komnir á síðasta þriðjung sem geta búið til eitthvað og þeir fengu vissulega færi“ „Að sama skapi þá fannst mér við á stórum köflum hafa ágætis tök í þessu. Sérstaklega þegar við náum að halda vel í boltann og halda þeim neðar á vellinum og halda þeim svolítið þar. Þá fannst mér við komast í margar góðar stöður“ „Maður er náttúrulega gráðugur, sérstaklega þegar maður er aftarlega á vellinum. Maður vill miklu meira fram á við að menn séu löngu búnir að skora fleiri mörk og gera út um þetta svo þetta sé ekki svona spennandi“ Valsmenn voru svekktir með að stórar ákvarðanir í restina hafi fallið gegn þeim og með Blikum. „Já eflaust. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, ég átta mig ekki á því“ Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í kvöld en hann er ekki þekktur fyrir að vera mikið í markaskónnum. „Það er ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili. Það er alltaf gaman“ Breiðablik eru eftir umferðina einir á toppi deildarinnar með sextán stig en úrslit umferðarinnar féllu þeim í hag. „Þetta er rétt að byrja. Jöfn og skemmtileg deild. Að vera á toppnum eftir sjö umferðir segir ekki alla söguna en auðvitað frábært. Stigasöfnun verið ágæt á þessu tímabili. Kannski kaflaskiptir leikir hjá okkur og allskonar sigrar og stig sem við erum að ná í þannig ég held að það sé gott að einmitt byggja á þessu. Við eigum samt ennþá töluvert inni varðandi frammistöður“ Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
„Þetta var ansi sætur sigur“ sagði Andri Rafn Yeoman leikmaður Breiðabliks í samtali við Gunnlaug Jónsson eftir sigurinn í kvöld. „Hörku skemmtilegur og flottur leikur. Geggjað að ná þremur stigum og ég er bara hæst ánægður með þetta“ Leikurinn var kaflaskiptur þar sem liðin skiptust á að vera með yfirhöndina. „Valur er náttúrulega með hörku lið og kannski á vissum köflum í leiknum þá fannst mér þeir einmitt vera kannski fyrr til á seinni boltana og þá eru þeir með stórhættulega leikmenn, sérstaklega þegar þeir eru komnir á síðasta þriðjung sem geta búið til eitthvað og þeir fengu vissulega færi“ „Að sama skapi þá fannst mér við á stórum köflum hafa ágætis tök í þessu. Sérstaklega þegar við náum að halda vel í boltann og halda þeim neðar á vellinum og halda þeim svolítið þar. Þá fannst mér við komast í margar góðar stöður“ „Maður er náttúrulega gráðugur, sérstaklega þegar maður er aftarlega á vellinum. Maður vill miklu meira fram á við að menn séu löngu búnir að skora fleiri mörk og gera út um þetta svo þetta sé ekki svona spennandi“ Valsmenn voru svekktir með að stórar ákvarðanir í restina hafi fallið gegn þeim og með Blikum. „Já eflaust. Ég veit ekki um hvað þú ert að tala, ég átta mig ekki á því“ Andri Rafn Yeoman skoraði jöfnunarmark Breiðabliks í kvöld en hann er ekki þekktur fyrir að vera mikið í markaskónnum. „Það er ekki á hverjum degi, ekki einusinni á hverju tímabili. Það er alltaf gaman“ Breiðablik eru eftir umferðina einir á toppi deildarinnar með sextán stig en úrslit umferðarinnar féllu þeim í hag. „Þetta er rétt að byrja. Jöfn og skemmtileg deild. Að vera á toppnum eftir sjö umferðir segir ekki alla söguna en auðvitað frábært. Stigasöfnun verið ágæt á þessu tímabili. Kannski kaflaskiptir leikir hjá okkur og allskonar sigrar og stig sem við erum að ná í þannig ég held að það sé gott að einmitt byggja á þessu. Við eigum samt ennþá töluvert inni varðandi frammistöður“
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira