„Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 14:57 Willum Þór Þórsson ætlar að taka til óspilltra málanna sem nýr forseti ÍSÍ. vísir/Anton „Það eru alls konar tilfinningar en fyrst og fremst þakklæti og auðmýkt. En ég er vissulega mjög meðvitaður um ríka ábyrgð sem að hvílir á þessu embætti,“ segir Willum Þór Þórsson eftir að hafa verið kjörinn nýr forseti ÍSÍ með miklum yfirburðum. „Ég er að fara í þetta af heilum hug vegna þess að ég brenn fyrir íþróttir og íþróttahreyfinguna, forvarnir og lýðheilsu. Af því sprettur afrekið og allir hér inni eru með því hugarfari,“ segir Willum en viðtal við hann, sem tekið var á íþróttaþingi ÍSÍ í dag, má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Willum nýr forseti ÍSÍ Rætt hefur verið um það að starf forseta ÍSÍ ætti að verða að launuðu starfi, miðað við ábyrgðina sem fylgir því, og spurði Ágúst Orri Arnarson Willum út í það: „Allt þetta góða fólk sem er búið að vera hér á þessu íþróttaþingi er meira og minna 24/7 í vinnu, með keflið fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig er þetta og það er það sem maður gerir upp við sig þegar maður ákveður að fara í þetta. Maður er ekki að velta fyrir sér að þetta hafi verið ólaunað starf hingað til eða hvort það komi á einhverjum tímapunkti samþykkt af þinginu um einhverjar launagreiðslur.“ Willum kvaðst staðráðinn í að hefja störf strax á morgun og var spurður út í sín helstu áherslumál: „Við í hreyfingunni þurfum að tala meira saman. Vinna betur saman og skerpa á okkar hlutverkum. Þjónusta okkar fólk úti um allt land. Formgera og þjónustuvæða skipulagið, styðja betur við fólkið okkar sem er með kyndilinn, þannig að við þjónustum iðkendur betur, og þannig iðkum við það sem við predikum. Verðum liðið á bakvið liðið í að ná árangri. En við þurfum líka að fara í miklu, miklu öflugra samtal við stjórnvöld sem verða að horfast í augu við það að sjálfboðaliðastarfið á allt undir högg að sækja, í flóknara samfélagi. Þau þurfa að fjárfesta meira, í forvörnum og lýðheilsu,“ sagði Willum og bætti við: „Íþróttir eru langáhrifamesti þátturinn í forvörnum og lýðheilsu.“ Willum Þór Þórsson klappar eftir ræðu á íþróttaþingi ÍSÍ í dag.vísir/Anton Spurður út í aðstöðumál íslenskra landsliða, til að mynda í fótbolta og inniíþróttum á borð við handbolta og körfubolta, svaraði Willum: „Við höfum því miður kannski reitt okkur um of á allt þetta duglega fólk sem að drífur hreyfinguna áfram, meira og minna í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina, og látið hjá líða að byggja utan um landsliðin okkar og afreksfólkið í fjölmörgum greinum. Við þekkjum umræðuna undanfarin misseri um þjóðarhöllina, þjóðarleikvanginn, en núna er eitthvað að gerast og við þurfum að fylgja því eftir.“ Nánar er rætt við Willum um nýja embættið, stefnu hans og markmið í spilaranum hér að ofan. ÍSÍ Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Sjá meira
„Ég er að fara í þetta af heilum hug vegna þess að ég brenn fyrir íþróttir og íþróttahreyfinguna, forvarnir og lýðheilsu. Af því sprettur afrekið og allir hér inni eru með því hugarfari,“ segir Willum en viðtal við hann, sem tekið var á íþróttaþingi ÍSÍ í dag, má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Willum nýr forseti ÍSÍ Rætt hefur verið um það að starf forseta ÍSÍ ætti að verða að launuðu starfi, miðað við ábyrgðina sem fylgir því, og spurði Ágúst Orri Arnarson Willum út í það: „Allt þetta góða fólk sem er búið að vera hér á þessu íþróttaþingi er meira og minna 24/7 í vinnu, með keflið fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig er þetta og það er það sem maður gerir upp við sig þegar maður ákveður að fara í þetta. Maður er ekki að velta fyrir sér að þetta hafi verið ólaunað starf hingað til eða hvort það komi á einhverjum tímapunkti samþykkt af þinginu um einhverjar launagreiðslur.“ Willum kvaðst staðráðinn í að hefja störf strax á morgun og var spurður út í sín helstu áherslumál: „Við í hreyfingunni þurfum að tala meira saman. Vinna betur saman og skerpa á okkar hlutverkum. Þjónusta okkar fólk úti um allt land. Formgera og þjónustuvæða skipulagið, styðja betur við fólkið okkar sem er með kyndilinn, þannig að við þjónustum iðkendur betur, og þannig iðkum við það sem við predikum. Verðum liðið á bakvið liðið í að ná árangri. En við þurfum líka að fara í miklu, miklu öflugra samtal við stjórnvöld sem verða að horfast í augu við það að sjálfboðaliðastarfið á allt undir högg að sækja, í flóknara samfélagi. Þau þurfa að fjárfesta meira, í forvörnum og lýðheilsu,“ sagði Willum og bætti við: „Íþróttir eru langáhrifamesti þátturinn í forvörnum og lýðheilsu.“ Willum Þór Þórsson klappar eftir ræðu á íþróttaþingi ÍSÍ í dag.vísir/Anton Spurður út í aðstöðumál íslenskra landsliða, til að mynda í fótbolta og inniíþróttum á borð við handbolta og körfubolta, svaraði Willum: „Við höfum því miður kannski reitt okkur um of á allt þetta duglega fólk sem að drífur hreyfinguna áfram, meira og minna í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina, og látið hjá líða að byggja utan um landsliðin okkar og afreksfólkið í fjölmörgum greinum. Við þekkjum umræðuna undanfarin misseri um þjóðarhöllina, þjóðarleikvanginn, en núna er eitthvað að gerast og við þurfum að fylgja því eftir.“ Nánar er rætt við Willum um nýja embættið, stefnu hans og markmið í spilaranum hér að ofan.
ÍSÍ Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Sport Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti Fleiri fréttir Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Sjá meira