Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 13:19 Willum Þór Þórsson þakklátur í pontu eftir að hafa verið valinn til að leiða íslenska íþróttahreyfingu næstu fjögur árin. vísir/Anton Willum Þór Þórsson var í dag kjörinn nýr forseti ÍSÍ, á 77. íþróttaþingi sambandsins. Fimm buðu sig fram í embættið og vann Willum algjöran yfirburðasigur. Willum tekur við af Lárusi Blöndal sem verið hefur forseti ÍSÍ frá árinu 2013, þegar hann tók við embættinu eftir andlát Ólafs Rafnssonar. Auk Willums voru í framboði þau Brynjar Karl Sigurðsson, Magnús Ragnarsson, Olga Bjarnadóttir og Valdimar Leó Friðriksson. Willum hlaut 109 af 145 greiddum atkvæðum. Olga kom næst með 20 atkvæði, Magnús hlaut 9, Valdimar 3 en Brynjar Karl ekkert. Lárus Blöndal óskar arftaka sínum, Willum Þór Þórssyni, til hamingju.vísir/Anton Willum er kjörinn til næstu fjögurra ára. Þetta var í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár sem kosið var um forseta ÍSÍ og framboðin hafa aldrei verið fleiri. Frambjóðendurnir fimm börðust um 146 atkvæði (greidd atkvæði voru á endanum 145) en þingfulltrúar skiptast að mestu í tvo 72 manna hópa. Annar frá sérsamböndunum, allt frá því minnsta, Keilusambandinu KLÍ sem fær einn fulltrúa, og yfir í það stærsta, Knattspyrnusambandið KSÍ sem fær sex fulltrúa. Hinn hópurinn er skipaður íþróttahéruðunum en þar er Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK með 16 fulltrúa og Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR með 19 fulltrúa í yfirburðarstöðu miðað við nítján sambönd sem eiga aðeins einn fulltrúa. Við þessa tvo hópa bætast svo tveir fulltrúar úr íþróttamannanefnd ÍSÍ. Sjö nýir fulltrúar voru einnig kjörnir inn í framkvæmdastjórn ÍSÍ í dag. Þau voru, í stafrófsröð: Heimir Örn Árnason Kári Mímisson Sigurjón Sigurðsson Trausti Gylfason Viðar Garðarsson Þórdís Anna Gylfadóttir Þórey Edda Elísdóttir Fyrir í framkvæmdastjórn eru: Daníel Jakobsson Elsa Nielsen Hafsteinn Pálsson Hjördís Guðmundsdóttir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Olga Bjarnadóttir ÍSÍ Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira
Willum tekur við af Lárusi Blöndal sem verið hefur forseti ÍSÍ frá árinu 2013, þegar hann tók við embættinu eftir andlát Ólafs Rafnssonar. Auk Willums voru í framboði þau Brynjar Karl Sigurðsson, Magnús Ragnarsson, Olga Bjarnadóttir og Valdimar Leó Friðriksson. Willum hlaut 109 af 145 greiddum atkvæðum. Olga kom næst með 20 atkvæði, Magnús hlaut 9, Valdimar 3 en Brynjar Karl ekkert. Lárus Blöndal óskar arftaka sínum, Willum Þór Þórssyni, til hamingju.vísir/Anton Willum er kjörinn til næstu fjögurra ára. Þetta var í fyrsta sinn í tæp tuttugu ár sem kosið var um forseta ÍSÍ og framboðin hafa aldrei verið fleiri. Frambjóðendurnir fimm börðust um 146 atkvæði (greidd atkvæði voru á endanum 145) en þingfulltrúar skiptast að mestu í tvo 72 manna hópa. Annar frá sérsamböndunum, allt frá því minnsta, Keilusambandinu KLÍ sem fær einn fulltrúa, og yfir í það stærsta, Knattspyrnusambandið KSÍ sem fær sex fulltrúa. Hinn hópurinn er skipaður íþróttahéruðunum en þar er Ungmennasamband Kjalarnesþings, UMSK með 16 fulltrúa og Íþróttabandalag Reykjavíkur, ÍBR með 19 fulltrúa í yfirburðarstöðu miðað við nítján sambönd sem eiga aðeins einn fulltrúa. Við þessa tvo hópa bætast svo tveir fulltrúar úr íþróttamannanefnd ÍSÍ. Sjö nýir fulltrúar voru einnig kjörnir inn í framkvæmdastjórn ÍSÍ í dag. Þau voru, í stafrófsröð: Heimir Örn Árnason Kári Mímisson Sigurjón Sigurðsson Trausti Gylfason Viðar Garðarsson Þórdís Anna Gylfadóttir Þórey Edda Elísdóttir Fyrir í framkvæmdastjórn eru: Daníel Jakobsson Elsa Nielsen Hafsteinn Pálsson Hjördís Guðmundsdóttir Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Ragnheiður Ríkharðsdóttir Olga Bjarnadóttir
ÍSÍ Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sjá meira