„Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 14:57 Willum Þór Þórsson ætlar að taka til óspilltra málanna sem nýr forseti ÍSÍ. vísir/Anton „Það eru alls konar tilfinningar en fyrst og fremst þakklæti og auðmýkt. En ég er vissulega mjög meðvitaður um ríka ábyrgð sem að hvílir á þessu embætti,“ segir Willum Þór Þórsson eftir að hafa verið kjörinn nýr forseti ÍSÍ með miklum yfirburðum. „Ég er að fara í þetta af heilum hug vegna þess að ég brenn fyrir íþróttir og íþróttahreyfinguna, forvarnir og lýðheilsu. Af því sprettur afrekið og allir hér inni eru með því hugarfari,“ segir Willum en viðtal við hann, sem tekið var á íþróttaþingi ÍSÍ í dag, má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Willum nýr forseti ÍSÍ Rætt hefur verið um það að starf forseta ÍSÍ ætti að verða að launuðu starfi, miðað við ábyrgðina sem fylgir því, og spurði Ágúst Orri Arnarson Willum út í það: „Allt þetta góða fólk sem er búið að vera hér á þessu íþróttaþingi er meira og minna 24/7 í vinnu, með keflið fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig er þetta og það er það sem maður gerir upp við sig þegar maður ákveður að fara í þetta. Maður er ekki að velta fyrir sér að þetta hafi verið ólaunað starf hingað til eða hvort það komi á einhverjum tímapunkti samþykkt af þinginu um einhverjar launagreiðslur.“ Willum kvaðst staðráðinn í að hefja störf strax á morgun og var spurður út í sín helstu áherslumál: „Við í hreyfingunni þurfum að tala meira saman. Vinna betur saman og skerpa á okkar hlutverkum. Þjónusta okkar fólk úti um allt land. Formgera og þjónustuvæða skipulagið, styðja betur við fólkið okkar sem er með kyndilinn, þannig að við þjónustum iðkendur betur, og þannig iðkum við það sem við predikum. Verðum liðið á bakvið liðið í að ná árangri. En við þurfum líka að fara í miklu, miklu öflugra samtal við stjórnvöld sem verða að horfast í augu við það að sjálfboðaliðastarfið á allt undir högg að sækja, í flóknara samfélagi. Þau þurfa að fjárfesta meira, í forvörnum og lýðheilsu,“ sagði Willum og bætti við: „Íþróttir eru langáhrifamesti þátturinn í forvörnum og lýðheilsu.“ Willum Þór Þórsson klappar eftir ræðu á íþróttaþingi ÍSÍ í dag.vísir/Anton Spurður út í aðstöðumál íslenskra landsliða, til að mynda í fótbolta og inniíþróttum á borð við handbolta og körfubolta, svaraði Willum: „Við höfum því miður kannski reitt okkur um of á allt þetta duglega fólk sem að drífur hreyfinguna áfram, meira og minna í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina, og látið hjá líða að byggja utan um landsliðin okkar og afreksfólkið í fjölmörgum greinum. Við þekkjum umræðuna undanfarin misseri um þjóðarhöllina, þjóðarleikvanginn, en núna er eitthvað að gerast og við þurfum að fylgja því eftir.“ Nánar er rætt við Willum um nýja embættið, stefnu hans og markmið í spilaranum hér að ofan. ÍSÍ Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sjá meira
„Ég er að fara í þetta af heilum hug vegna þess að ég brenn fyrir íþróttir og íþróttahreyfinguna, forvarnir og lýðheilsu. Af því sprettur afrekið og allir hér inni eru með því hugarfari,“ segir Willum en viðtal við hann, sem tekið var á íþróttaþingi ÍSÍ í dag, má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Willum nýr forseti ÍSÍ Rætt hefur verið um það að starf forseta ÍSÍ ætti að verða að launuðu starfi, miðað við ábyrgðina sem fylgir því, og spurði Ágúst Orri Arnarson Willum út í það: „Allt þetta góða fólk sem er búið að vera hér á þessu íþróttaþingi er meira og minna 24/7 í vinnu, með keflið fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig er þetta og það er það sem maður gerir upp við sig þegar maður ákveður að fara í þetta. Maður er ekki að velta fyrir sér að þetta hafi verið ólaunað starf hingað til eða hvort það komi á einhverjum tímapunkti samþykkt af þinginu um einhverjar launagreiðslur.“ Willum kvaðst staðráðinn í að hefja störf strax á morgun og var spurður út í sín helstu áherslumál: „Við í hreyfingunni þurfum að tala meira saman. Vinna betur saman og skerpa á okkar hlutverkum. Þjónusta okkar fólk úti um allt land. Formgera og þjónustuvæða skipulagið, styðja betur við fólkið okkar sem er með kyndilinn, þannig að við þjónustum iðkendur betur, og þannig iðkum við það sem við predikum. Verðum liðið á bakvið liðið í að ná árangri. En við þurfum líka að fara í miklu, miklu öflugra samtal við stjórnvöld sem verða að horfast í augu við það að sjálfboðaliðastarfið á allt undir högg að sækja, í flóknara samfélagi. Þau þurfa að fjárfesta meira, í forvörnum og lýðheilsu,“ sagði Willum og bætti við: „Íþróttir eru langáhrifamesti þátturinn í forvörnum og lýðheilsu.“ Willum Þór Þórsson klappar eftir ræðu á íþróttaþingi ÍSÍ í dag.vísir/Anton Spurður út í aðstöðumál íslenskra landsliða, til að mynda í fótbolta og inniíþróttum á borð við handbolta og körfubolta, svaraði Willum: „Við höfum því miður kannski reitt okkur um of á allt þetta duglega fólk sem að drífur hreyfinguna áfram, meira og minna í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina, og látið hjá líða að byggja utan um landsliðin okkar og afreksfólkið í fjölmörgum greinum. Við þekkjum umræðuna undanfarin misseri um þjóðarhöllina, þjóðarleikvanginn, en núna er eitthvað að gerast og við þurfum að fylgja því eftir.“ Nánar er rætt við Willum um nýja embættið, stefnu hans og markmið í spilaranum hér að ofan.
ÍSÍ Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sjá meira