Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. maí 2025 08:32 Kristinn Gunnar Kristinsson varð hlutskarpastur í Bakgarðshlaupinu um helgina. vísir/viktor freyr Kristinn Gunnar Kristinsson hrósaði sigri í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð um helgina. Áhorfendur fögnuðu honum vel og innilega þegar hann kom í mark eftir 43. hring sinn. Kristinn og Mari Järsk stóðu tvö eftir en sú síðarnefnda hætti í miðri braut á 43. hring og því var ljóst að Kristinn væri sigurvegari Bakgarðshlaupsins. „Ég er undrandi. Miðað við hvernig Mari leit út í allan dag og við vorum búin að rúlla mikið saman frá svona 14.-15. hring og búin að vera mikið í sambandi sem við erum venjulega ekki. Ég er kannski hraðari en hún og svo allt í einu fer hún hratt af stað,“ sagði Kristinn. „Við höfum aldrei verið mikið saman en núna æxlaðist það þannig að við vorum mikið saman. Hún aðstoðaði mig og ég vona að ég hafi aðstoðað hana eins og ég gat.“ Kristinn segir að hugurinn hafi farið með hann á ýmsa staði á meðan hlaupinu stóð. „Sjöundi og níundi hringur, þá var ég leiður inni í mér. Mjög skrítið en mér leið samt mjög vel, fannst ég vera sterkur, var að borða en var bara leiður og var bara: Af hverju er ég hérna? Þetta var geðveikt skrítin tilfinning en þetta voru ekki eins mikið af dölum og hefur verið,“ sagði Kristinn. Í þarsíðasta Bakgarðshlaupi hljóp hann 38 hringi og bætti því sitt persónulega met um fimm hringi um helgina. Vildi bæta sig og kominn með þjálfara Í viðtali við Vísi fyrir Bakgarðshlaupið að þessu sinni sagði Kristinn að markmiðið hefði verið að gera betur en síðast. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. Kristinn byrjaði að vinna með þjálfara fyrir Bakgarðshlaupið um helgina og breyttar áherslur hans skiluðu sér. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Kristinn, sem er fæddur 1987, byrjaði hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Kristinn og Mari Järsk stóðu tvö eftir en sú síðarnefnda hætti í miðri braut á 43. hring og því var ljóst að Kristinn væri sigurvegari Bakgarðshlaupsins. „Ég er undrandi. Miðað við hvernig Mari leit út í allan dag og við vorum búin að rúlla mikið saman frá svona 14.-15. hring og búin að vera mikið í sambandi sem við erum venjulega ekki. Ég er kannski hraðari en hún og svo allt í einu fer hún hratt af stað,“ sagði Kristinn. „Við höfum aldrei verið mikið saman en núna æxlaðist það þannig að við vorum mikið saman. Hún aðstoðaði mig og ég vona að ég hafi aðstoðað hana eins og ég gat.“ Kristinn segir að hugurinn hafi farið með hann á ýmsa staði á meðan hlaupinu stóð. „Sjöundi og níundi hringur, þá var ég leiður inni í mér. Mjög skrítið en mér leið samt mjög vel, fannst ég vera sterkur, var að borða en var bara leiður og var bara: Af hverju er ég hérna? Þetta var geðveikt skrítin tilfinning en þetta voru ekki eins mikið af dölum og hefur verið,“ sagði Kristinn. Í þarsíðasta Bakgarðshlaupi hljóp hann 38 hringi og bætti því sitt persónulega met um fimm hringi um helgina. Vildi bæta sig og kominn með þjálfara Í viðtali við Vísi fyrir Bakgarðshlaupið að þessu sinni sagði Kristinn að markmiðið hefði verið að gera betur en síðast. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. Kristinn byrjaði að vinna með þjálfara fyrir Bakgarðshlaupið um helgina og breyttar áherslur hans skiluðu sér. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Kristinn, sem er fæddur 1987, byrjaði hlaupa 2018 til að byggja upp þol fyrir klifur og fjallaskíði. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32 Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Orri Steinn fær portúgalska samkeppni Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Breiðablik og Víkingur vita hverjum þau mæta næst Rashford með sitt fyrsta mark fyrir Barcelona Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Mari Järsk endaði í 2. sæti í Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíðinni um helgina. Á endanum sagði líkaminn stopp. 12. maí 2025 07:32