„Hefðum viljað sjá stóru löndin taka stærri skref í átt að mannúð á Gasa“ Auðun Georg Ólafsson skrifar 7. maí 2025 13:06 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir ábyrgð allra að hefja mannúðaraðstoð á Gasa. Vísir/Anton Brink „Því fleiri lönd sem tala skýrt fyrir því að Ísraelar verði að koma að mannúðaraðstoð á Gasa því betra,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra. Hún og utanríkisráðherrar fimm annarra Evrópuríkja sendu í morgun frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem kallað er eftir því að ísraelsk stjórnvöld hverfi frá áformum sínum um að víkka út hernaðaraðgerðir og hafa varanlega viðveru á Gasa. Undir yfirlýsinguna rita, auk Þorgerðar, þau Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar. Ráðherrarnir kalla eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Þeir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru það brot á alþjóðalögum.“ Þorgerður segir aðdragandann stuttan að yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex. „Eftir þessar hrikalegu yfirlýsingar Ísraela á mánudag að henda fólkinu út af Gasa þá töluðum við Esben Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, saman og ræddum við fleiri lönd sem eru svipaðrar skoðunar og við. Þetta eru líkt þenkjandi þjóðir sem vilja undirstrika að það er ábyrgð okkar allra að reyna að gera allt til að koma mannúðaraðstoð á svæðið. Það er ljóst að Ísraelar eru að brjóta alþjóðalög en við vitum það líka samkvæmt okkar upplýsingum að það eru mörg þúsund trukkar með hjálpargögn tilbúin að fara inn á svæðið en hafa ekki fengið að fara þar inn í 60 daga til þess að hjálpa fyrst og síðast börnum, konum og fjölskyldum sem standa frammi fyrir mikilli neyð á svæðinu.“ Vantar stærri þjóðir Þorgerður tekur undir að það hefði verið betra ef nöfn fleiri utanríkisráðherra hefðu verið á yfirlýsingunni, einkum frá stórum löndum eins og Bretlandi og Frakklandi. „Já, það eru heldur ekki öll Norðurlöndin og fleiri þarna en af því ég er núna stödd úti í Svíþjóð þá er ég að taka þetta upp á fundum hér. Það eru allir sammála því að það þarf margt að breytast en við Íslendingar erum að reyna að gera það sem við getum með að beita rödd okkar þar sem við getum og reynt að fá fleiri til liðs við okkur. Það er alveg ljóst að þessi hópur þjóða sem stendur að þessari yfirlýsingu eru þær þjóðir sem hafa talað hvað mest afgerandi í þá veru að það ber að virða alþjóðaleg og koma mannúðaraðstoð á svæðið. Við eigum að vinna að tveggja ríkja lausninni sem hefur lengi verið stefna Íslands. Auðvitað er það þannig að við hefðum viljað sjá öll stóru löndin taka stærri skref og ekki vera með þennan mélkisuhátt alltaf.“ Áttu von á að þau bætist við síðar? „Eigum við ekki bara að halda í vonina. Mér finnst hafa komið mjög skynsamir tónar meðal annars frá Macron, Frakklandsforseta sem undirstrikar tveggja ríkja fyrirkomulagið sem er mikilvægt. Um leið er það alveg ljóst að það þarf að vinna að því að fá ríki Mið-Austurlanda til að viðurkenna Ísrael samhliða því að það verði að koma mannúðaraðstoð, jafnvægi og meiri mennsku á þetta hörmungasvæði.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Viðreisn Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg „Ég er sá sem getur fellt hann“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira
Undir yfirlýsinguna rita, auk Þorgerðar, þau Simon Harris, utanríkisráðherra Írlands, Espen Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, Tanja Fajon, ráðherra utanríkis- og Evrópumála Slóveníu, José Manuel Albares Bueno, utanríkis- og Evrópusambandsráðherra Spánar og Xavier Bettel, varaforsætisráðherra og utanríkisráðherra Lúxemborgar. Ráðherrarnir kalla eftir nýju vopnahléi á Gasa og lausn allra gísla auk þess sem þess er krafist að Ísraelar hleypi matar- og neyðaraðstoð þegar í stað inn á Gasa. Þeir hafna jafnframt „öllum hugmyndum um brottflutning Palestínumanna frá Gasa enda væru það brot á alþjóðalögum.“ Þorgerður segir aðdragandann stuttan að yfirlýsingu utanríkisráðherranna sex. „Eftir þessar hrikalegu yfirlýsingar Ísraela á mánudag að henda fólkinu út af Gasa þá töluðum við Esben Barth Eide, utanríkisráðherra Noregs, saman og ræddum við fleiri lönd sem eru svipaðrar skoðunar og við. Þetta eru líkt þenkjandi þjóðir sem vilja undirstrika að það er ábyrgð okkar allra að reyna að gera allt til að koma mannúðaraðstoð á svæðið. Það er ljóst að Ísraelar eru að brjóta alþjóðalög en við vitum það líka samkvæmt okkar upplýsingum að það eru mörg þúsund trukkar með hjálpargögn tilbúin að fara inn á svæðið en hafa ekki fengið að fara þar inn í 60 daga til þess að hjálpa fyrst og síðast börnum, konum og fjölskyldum sem standa frammi fyrir mikilli neyð á svæðinu.“ Vantar stærri þjóðir Þorgerður tekur undir að það hefði verið betra ef nöfn fleiri utanríkisráðherra hefðu verið á yfirlýsingunni, einkum frá stórum löndum eins og Bretlandi og Frakklandi. „Já, það eru heldur ekki öll Norðurlöndin og fleiri þarna en af því ég er núna stödd úti í Svíþjóð þá er ég að taka þetta upp á fundum hér. Það eru allir sammála því að það þarf margt að breytast en við Íslendingar erum að reyna að gera það sem við getum með að beita rödd okkar þar sem við getum og reynt að fá fleiri til liðs við okkur. Það er alveg ljóst að þessi hópur þjóða sem stendur að þessari yfirlýsingu eru þær þjóðir sem hafa talað hvað mest afgerandi í þá veru að það ber að virða alþjóðaleg og koma mannúðaraðstoð á svæðið. Við eigum að vinna að tveggja ríkja lausninni sem hefur lengi verið stefna Íslands. Auðvitað er það þannig að við hefðum viljað sjá öll stóru löndin taka stærri skref og ekki vera með þennan mélkisuhátt alltaf.“ Áttu von á að þau bætist við síðar? „Eigum við ekki bara að halda í vonina. Mér finnst hafa komið mjög skynsamir tónar meðal annars frá Macron, Frakklandsforseta sem undirstrikar tveggja ríkja fyrirkomulagið sem er mikilvægt. Um leið er það alveg ljóst að það þarf að vinna að því að fá ríki Mið-Austurlanda til að viðurkenna Ísrael samhliða því að það verði að koma mannúðaraðstoð, jafnvægi og meiri mennsku á þetta hörmungasvæði.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Átök í Ísrael og Palestínu Viðreisn Spánn Slóvenía Lúxemborg Írland Noregur Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg „Ég er sá sem getur fellt hann“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Sjá meira