Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2025 07:00 Slys á æfingu rétt fyrir EM hefði getað komið í veg fyrir EM-gullið en Eygló Fanndal Sturludóttir sýndi mikinn styrk og kláraði dæmið. @eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir skrifaði nýjan kafla í lyftingasögu Íslendinga á dögunum þegar hún varð Evrópumeistari fullorðinna í ólympískum lyftingum. Eygló stóðst pressuna og gott betur og vann Evrópumeistaratitilinn á nýju Íslands- og Norðurlandameti. Það sem flestir vissu líklegast ekki var að óhapp á æfingu í aðdraganda Evrópumótsins hefði getað eyðilagt allt fyrir henni. Eygló fór yfir söguna á bak við það á áhugaverðan hátt á samfélagsmiðlum. „Á laugardeginum, viku áður en ég fór á EM þá klúraði ég lyftu með 134 kílóum á stönginni og missti stöngina á hnéð mitt. Ég man eftir örvæntingunni sem heltist yfir mig því fram að því allt hafði gengið svo vel,“ skrifaði Eygló. Dæld á lærinu „Ég hafði aldrei verið sterkari og sýndi mikinn stöðugleika í lyftunum mínum. Þegar ég fór úr hnéhlífinni þá sá ég bara dæld í framlærisvöðvanum þar sem stöngin hafði lent. Ég gerði mér þó strax grein fyrir því að ég var heppin og ekkert alvarlegt hafði komið fyrir hnéð mitt,“ skrifaði Eygló. „Um leið var það samt ljóst að ég þyrfti að glíma við mikla bólgu og mikinn sársauka næstu dagana á eftir. Ég þurfti tíma til að jafna mig, tíma sem ég hafði ekki nóg af enda þarna mjög stutt í mótið,“ skrifaði Eygló og það munaði ekki miklu að hún hafi látið sig sigraða. „Um tíma leit út fyrir að ég yrði að draga mig úr keppni. Til að toppa allt saman þá datt ég í stiganum þegar ég kom heim og marðist bæði á bakinu og rassinum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ skrifaði Eygló. Var hrædd um að standa sig ekki Hún sagði líka frá því að um tíma hafi hún ekki getað beygt hnéð og þar sem þetta var svo vont þá gat hún aðeins æft með tómri slá. „Ég vissi að ég átti möguleika á verðlaunasæti á Evrópumóti en ég var hrædd um að ég myndi ekki standa mig og að ég myndi klúðra málunum fyrir allra augum,“ skrifaði Eygló. Hún kláraði aftur á móti dæmið og stóð sig frábærlega á mótinu. Þrátt fyrir allt mótlætið þá varð þetta besti keppnisdagur hennar hingað til. Gerði sigurinn enn sætari „Þar sem pressan var svo mikil á mér fyrir þessa keppni þá hefði ég auðveldlega getað látið þetta brjóta mig niður og með því misst af þessu gullna tækifæri. Þetta allt saman gerði sigurinn hins vegar enn sætari og því sem ég er stoltust af,“ skrifaði Eygló eins og sjá má hér fyrir neðan en hún skrifaði pistil sinn á ensku. Þar má einnig sjá myndbönd sem hún tók upp af sér á þessum krefjandi dögum í aðdraganda Evrópumótsins sem eru fyrir vikið mikil heimild um þennan sögulega og stórkostlega sigur hennar. Við mælum með að fletta og fara í smá ferðalag og kynnast betur krefjandi aðdraganda að einum besta árangri íslensks íþróttamanns á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal) Lyftingar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira
Eygló stóðst pressuna og gott betur og vann Evrópumeistaratitilinn á nýju Íslands- og Norðurlandameti. Það sem flestir vissu líklegast ekki var að óhapp á æfingu í aðdraganda Evrópumótsins hefði getað eyðilagt allt fyrir henni. Eygló fór yfir söguna á bak við það á áhugaverðan hátt á samfélagsmiðlum. „Á laugardeginum, viku áður en ég fór á EM þá klúraði ég lyftu með 134 kílóum á stönginni og missti stöngina á hnéð mitt. Ég man eftir örvæntingunni sem heltist yfir mig því fram að því allt hafði gengið svo vel,“ skrifaði Eygló. Dæld á lærinu „Ég hafði aldrei verið sterkari og sýndi mikinn stöðugleika í lyftunum mínum. Þegar ég fór úr hnéhlífinni þá sá ég bara dæld í framlærisvöðvanum þar sem stöngin hafði lent. Ég gerði mér þó strax grein fyrir því að ég var heppin og ekkert alvarlegt hafði komið fyrir hnéð mitt,“ skrifaði Eygló. „Um leið var það samt ljóst að ég þyrfti að glíma við mikla bólgu og mikinn sársauka næstu dagana á eftir. Ég þurfti tíma til að jafna mig, tíma sem ég hafði ekki nóg af enda þarna mjög stutt í mótið,“ skrifaði Eygló og það munaði ekki miklu að hún hafi látið sig sigraða. „Um tíma leit út fyrir að ég yrði að draga mig úr keppni. Til að toppa allt saman þá datt ég í stiganum þegar ég kom heim og marðist bæði á bakinu og rassinum. Ég vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta,“ skrifaði Eygló. Var hrædd um að standa sig ekki Hún sagði líka frá því að um tíma hafi hún ekki getað beygt hnéð og þar sem þetta var svo vont þá gat hún aðeins æft með tómri slá. „Ég vissi að ég átti möguleika á verðlaunasæti á Evrópumóti en ég var hrædd um að ég myndi ekki standa mig og að ég myndi klúðra málunum fyrir allra augum,“ skrifaði Eygló. Hún kláraði aftur á móti dæmið og stóð sig frábærlega á mótinu. Þrátt fyrir allt mótlætið þá varð þetta besti keppnisdagur hennar hingað til. Gerði sigurinn enn sætari „Þar sem pressan var svo mikil á mér fyrir þessa keppni þá hefði ég auðveldlega getað látið þetta brjóta mig niður og með því misst af þessu gullna tækifæri. Þetta allt saman gerði sigurinn hins vegar enn sætari og því sem ég er stoltust af,“ skrifaði Eygló eins og sjá má hér fyrir neðan en hún skrifaði pistil sinn á ensku. Þar má einnig sjá myndbönd sem hún tók upp af sér á þessum krefjandi dögum í aðdraganda Evrópumótsins sem eru fyrir vikið mikil heimild um þennan sögulega og stórkostlega sigur hennar. Við mælum með að fletta og fara í smá ferðalag og kynnast betur krefjandi aðdraganda að einum besta árangri íslensks íþróttamanns á síðustu árum. View this post on Instagram A post shared by Eygló Fanndal Sturludóttir (@eyglo_fanndal)
Lyftingar Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Stjörnuþjálfari dæmdur í bann „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sjá meira