Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 11:32 Estevao Willian skoraði fyrir Palmeiras en þurfti seina að yfirgefa völlinn. Getty/Gaston Brito Miserocchi Chelsea vonarstjarnan Estevao hélt upp á átján ára afmælisdaginn sinn með eftirminnilegum hætti þegar hann hjálpaði brasilíska liðinu Palmeiras að vinna mikilvægan útisigur í Suðurameríkukeppni félagsliða, Copa Libertadores . Palmeiras vann þarna 3-2 sigur á bólivíska liðinu Bolivar og skoraði strákurinn annað mark liðsins í leiknum. Chelsea er búið að kaupa Estevao en mátti ekki koma til Englands fyrr en eftir átján ára afmælið sitt. Hann hélt einmitt upp á átján ára afmælið sitt með frammistöðunni á móti Bolivar, Strákurinn entist þó ekki allan leikinn. Estevão, aniversariante do dia, amplia no Hernando Siles: Bolívar 0x2 Palmeiras🔥 Quer ver os gols da #Libertadores? Então, segue a gente e não perca nenhum lance! 📲⚽pic.twitter.com/FDeIUSLRCw— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) April 24, 2025 Hann skoraði markið sitt undir lok fyrri hálfleiks en fljótlega í þeim seinni dundi ógæfan yfir. Estevao lagðist í grasið og ældi í miðjum leik en hann réð ekki lengur við þunna loftið í Laz Paz í Bólívíu sem er í 3650 metra hæð yfir sjávarmáli. Estevao var fluttur af velli á börum og leið greinilega mjög illa á bekknum. Einhverjir óttuðust meiðsli en svo kom í ljós að þetta var bara líkaminn að kvarta undan súrefnisleysi. „Mér var farið að líða illa strax í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í svo þunnu lofti og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Því miður gat ég ekki haldið áfram en ég gat treyst á liðsfélagna að landa sigrinum,“ sagði Estevao eftir leikinn. Varamaður Estevao, Mauricio, skoraði sigurmarkið í leiknum og Palmeiras hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Chelsea keypti Estevao fyrir 29 milljónir punda og það er búist við því að hann mæti á Stamford Bridge í sumar. Hann hefur raðað inn mörkum með Palmeiras og er greinilega alvöru leikmaður. 🚨🇧🇷 Estêvão is the FIRST PLAYER IN THIS CENTURY TO HAVE +10 GOALS and +10 ASSISTS in the Brasileirão before turning 18!🏟 37 Matches⚽️ 13 goals 🅰️ 10 assists (@DataFutebol) #CFC 🔜 🧨 pic.twitter.com/Zx1ptH4I2y— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) April 20, 2025 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira
Palmeiras vann þarna 3-2 sigur á bólivíska liðinu Bolivar og skoraði strákurinn annað mark liðsins í leiknum. Chelsea er búið að kaupa Estevao en mátti ekki koma til Englands fyrr en eftir átján ára afmælið sitt. Hann hélt einmitt upp á átján ára afmælið sitt með frammistöðunni á móti Bolivar, Strákurinn entist þó ekki allan leikinn. Estevão, aniversariante do dia, amplia no Hernando Siles: Bolívar 0x2 Palmeiras🔥 Quer ver os gols da #Libertadores? Então, segue a gente e não perca nenhum lance! 📲⚽pic.twitter.com/FDeIUSLRCw— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) April 24, 2025 Hann skoraði markið sitt undir lok fyrri hálfleiks en fljótlega í þeim seinni dundi ógæfan yfir. Estevao lagðist í grasið og ældi í miðjum leik en hann réð ekki lengur við þunna loftið í Laz Paz í Bólívíu sem er í 3650 metra hæð yfir sjávarmáli. Estevao var fluttur af velli á börum og leið greinilega mjög illa á bekknum. Einhverjir óttuðust meiðsli en svo kom í ljós að þetta var bara líkaminn að kvarta undan súrefnisleysi. „Mér var farið að líða illa strax í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í svo þunnu lofti og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Því miður gat ég ekki haldið áfram en ég gat treyst á liðsfélagna að landa sigrinum,“ sagði Estevao eftir leikinn. Varamaður Estevao, Mauricio, skoraði sigurmarkið í leiknum og Palmeiras hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Chelsea keypti Estevao fyrir 29 milljónir punda og það er búist við því að hann mæti á Stamford Bridge í sumar. Hann hefur raðað inn mörkum með Palmeiras og er greinilega alvöru leikmaður. 🚨🇧🇷 Estêvão is the FIRST PLAYER IN THIS CENTURY TO HAVE +10 GOALS and +10 ASSISTS in the Brasileirão before turning 18!🏟 37 Matches⚽️ 13 goals 🅰️ 10 assists (@DataFutebol) #CFC 🔜 🧨 pic.twitter.com/Zx1ptH4I2y— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) April 20, 2025
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Sjá meira