Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 25. apríl 2025 16:02 Opnað verður fyrir umsóknir í keppnina Ungfrú Ísland Teen 1. maí næstkomandi. Ungfrú Ísland hefur kynnt nýtt vörumerki keppninnar, Ungfrú Ísland Teen, sem er keppni ætluð stúlkum á aldrinum 16 til 19 ára. Keppnin verður í anda hefðbundnu Ungfrú Ísland keppninnar en með breyttum áherslum sem hæfa þessum aldurshópi. Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir að áhugi og eftirspurn eftir keppni fyrir yngri stúlkur hafi aukist verulega á síðustu árum. „Við erum að svara þessari ört vaxandi eftirspurn. Á síðustu árum hafa okkur borist margar umsóknir frá stúlkum í þessum aldurshópi, sem hafa áhuga á keppninni og því sem hún stendur fyrir. Við erum með öflugt teymi fagfólks sem á það sameiginlegt að vera annt um líðan ungra kvenna og allt sem við gerum hjá Ungfrú Ísland er með það að leiðarljósi - að efla og styrkja konur,“ segir Manuela. Andleg og líkamleg vellíðan Það sem verður frábrugðið upphaflegu keppninni er að í Ungfrú Ísland Teen verður ekki sundfataatriði. Í staðinn munu stúlkurnar koma fram í fatnaði frá styrktaraðilum keppninnar. Keppnin verður heldur ekki sýnd í beinni útsendingu. Einnig mun aðeins ein stúlka standa uppi sem sigurvegari. Keppnin, sem fer fram í vetur, mun hefjast undirbúningsferlið í haust. „Umræðan um áhrif samfélagsmiðla og tækni á sjálfsmynd kvenna hefur farið hátt. Þetta er aldurshópur sem þekkir ekki líf án samfélagsmiðla og samanburðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri líðan ungra stúlkna,“ segir Manuela. Mikilvægt að tilheyra Meginmunurinn á Ungfrú Ísland Teen og Ungfrú Ísland er sá að sigurvegari Ungfrú Ísland Teen mun ekki fara erlendis að keppa fyrir Íslands hönd. Í staðinn mun hún sinna verkefnum hér heima, vera virkur þátttakandi í drottningateymi Ungfrú Ísland og taka þátt í góðgerðarviðburðum, myndatökum og öðrum verkefnum sem teymið stendur fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þorbjörg (@torbjorgkristd) Elísa Gróa Steinþórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, tekur undir orð Manuelu og bætir við: „Það eru ekki allar ungar stúlkur sem finna sig í íþróttum eða öðrum tómstundum. Á þessum mótunarárum er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af heild, hvetja hverja aðra áfram og mynda vinabönd fyrir lífstíð.“ Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. maí næstkomandi á vef Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg) Ungfrú Ísland Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira
Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, segir að áhugi og eftirspurn eftir keppni fyrir yngri stúlkur hafi aukist verulega á síðustu árum. „Við erum að svara þessari ört vaxandi eftirspurn. Á síðustu árum hafa okkur borist margar umsóknir frá stúlkum í þessum aldurshópi, sem hafa áhuga á keppninni og því sem hún stendur fyrir. Við erum með öflugt teymi fagfólks sem á það sameiginlegt að vera annt um líðan ungra kvenna og allt sem við gerum hjá Ungfrú Ísland er með það að leiðarljósi - að efla og styrkja konur,“ segir Manuela. Andleg og líkamleg vellíðan Það sem verður frábrugðið upphaflegu keppninni er að í Ungfrú Ísland Teen verður ekki sundfataatriði. Í staðinn munu stúlkurnar koma fram í fatnaði frá styrktaraðilum keppninnar. Keppnin verður heldur ekki sýnd í beinni útsendingu. Einnig mun aðeins ein stúlka standa uppi sem sigurvegari. Keppnin, sem fer fram í vetur, mun hefjast undirbúningsferlið í haust. „Umræðan um áhrif samfélagsmiðla og tækni á sjálfsmynd kvenna hefur farið hátt. Þetta er aldurshópur sem þekkir ekki líf án samfélagsmiðla og samanburðar. Við viljum leggja okkar af mörkum til að hlúa að bæði andlegri og líkamlegri líðan ungra stúlkna,“ segir Manuela. Mikilvægt að tilheyra Meginmunurinn á Ungfrú Ísland Teen og Ungfrú Ísland er sá að sigurvegari Ungfrú Ísland Teen mun ekki fara erlendis að keppa fyrir Íslands hönd. Í staðinn mun hún sinna verkefnum hér heima, vera virkur þátttakandi í drottningateymi Ungfrú Ísland og taka þátt í góðgerðarviðburðum, myndatökum og öðrum verkefnum sem teymið stendur fyrir. View this post on Instagram A post shared by Þorbjörg (@torbjorgkristd) Elísa Gróa Steinþórsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Ungfrú Ísland, tekur undir orð Manuelu og bætir við: „Það eru ekki allar ungar stúlkur sem finna sig í íþróttum eða öðrum tómstundum. Á þessum mótunarárum er mikilvægt að upplifa sig sem hluta af heild, hvetja hverja aðra áfram og mynda vinabönd fyrir lífstíð.“ Opnað verður fyrir umsóknir þann 1. maí næstkomandi á vef Ungfrú Ísland. View this post on Instagram A post shared by Ungfrú Ísland (@missicelandorg)
Ungfrú Ísland Mest lesið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Lífið Rikki G og Valdís eiga von á barni Lífið Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Tíska og hönnun Staupasteinsstjarna er látin Bíó og sjónvarp Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Lífið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Lífið Fleiri fréttir Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Ásgeir og Hildur eiga von á stúlku Stefán Einar tók vel á því með Ísfélaginu Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Felix kveður Eurovision Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Sjá meira