Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2025 09:31 Vignir Vatnar Stefánsson stefnir hátt og verður sigurinn á Carlsen ekki minni hvatning á þeirri vegferð. Vísir/Ívar Ungur íslenskur stórmeistari, Vignir Vatnar Stefánsson, skalf meðan hann hafði betur gegn Norðmanninum Magnusi Carlsen á skákmóti í fyrrakvöld. Við tekur mikið flakk milli skákmóta um álfuna. „Ég er að keppa við Carlsen, what the fokk,“ sagði hinn 22 ára gamli Vignir Vatnar í beinu streymi sínu frá Titled Tuesday skákmótinu á þriðjudagskvöldið. Hann dróst þá gegn goðsögninni Magnusi Carlsen frá Noregi eftir að hafa unnið fyrstu skákir sínar á mótinu og sjokkið mikið. Og engan skal undra. Vignir að mæta einum besta skákmanni sögunnar í fyrsta sinn. „Allt í einu þegar ég fann að ég var kominn í góða stöðu var bara: shit. Svo hélt það áfram og áfram. Í útsendingunni gat ég ekki hreyft mig, ég var skjálfandi að reyna að hreyfa músina,“ segir Vignir um líðanina á meðan hraðskákinni við Carlsen stóð. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hafði hann betur gegn Norðmanninum og er sá fyrsti frá Íslandi til að skáka Carlsen í 14 ár, og það í fyrstu tilraun. „Ég klúðraði ekki neinu sem betur fer. Þetta var algjörlega galið. Að hann vinni svo mótið, með 10 vinninga af 11, tapaði bara fyrir mér. Það gerði mig ennþá ánægðari með þetta,“ segir Vignir. „Það var líka erfitt að jafna sig eftir þetta. Maður fær svo mikið spennufall. Að vinna besta skákmann allra tíma.“ Spennufallið hafði áhrif á næstu skákir Vignis á eftir. „Ég gæti hafa tapað næstu þremur skákum á eftir en það er enginn að spyrja að því,“ segir Vignir léttur. „Maður var búinn að gera sitt, eigum við ekki að orða það þannig?“ Meðal 100 bestu sem fyrst Hvað framhaldið varðar er Vignir ekki vafa. Skákin á hug hans allan og stefnan er sett hátt. „Ég er að fara að tefla eins og brjálæðingur núna. Ég verð úti frá maí til ágúst og bý í ferðatösku. Mig langar að verða topp 100 í heiminum mjög fljótlega. Annars er að líka að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir skák á Íslandi. Ég vil gera mitt besta í því að verða besti skákmaður landsins í dag,“ segir Vignir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Skák Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmyndar liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Sjá meira
„Ég er að keppa við Carlsen, what the fokk,“ sagði hinn 22 ára gamli Vignir Vatnar í beinu streymi sínu frá Titled Tuesday skákmótinu á þriðjudagskvöldið. Hann dróst þá gegn goðsögninni Magnusi Carlsen frá Noregi eftir að hafa unnið fyrstu skákir sínar á mótinu og sjokkið mikið. Og engan skal undra. Vignir að mæta einum besta skákmanni sögunnar í fyrsta sinn. „Allt í einu þegar ég fann að ég var kominn í góða stöðu var bara: shit. Svo hélt það áfram og áfram. Í útsendingunni gat ég ekki hreyft mig, ég var skjálfandi að reyna að hreyfa músina,“ segir Vignir um líðanina á meðan hraðskákinni við Carlsen stóð. Líkt og greint var frá á Vísi í gær hafði hann betur gegn Norðmanninum og er sá fyrsti frá Íslandi til að skáka Carlsen í 14 ár, og það í fyrstu tilraun. „Ég klúðraði ekki neinu sem betur fer. Þetta var algjörlega galið. Að hann vinni svo mótið, með 10 vinninga af 11, tapaði bara fyrir mér. Það gerði mig ennþá ánægðari með þetta,“ segir Vignir. „Það var líka erfitt að jafna sig eftir þetta. Maður fær svo mikið spennufall. Að vinna besta skákmann allra tíma.“ Spennufallið hafði áhrif á næstu skákir Vignis á eftir. „Ég gæti hafa tapað næstu þremur skákum á eftir en það er enginn að spyrja að því,“ segir Vignir léttur. „Maður var búinn að gera sitt, eigum við ekki að orða það þannig?“ Meðal 100 bestu sem fyrst Hvað framhaldið varðar er Vignir ekki vafa. Skákin á hug hans allan og stefnan er sett hátt. „Ég er að fara að tefla eins og brjálæðingur núna. Ég verð úti frá maí til ágúst og bý í ferðatösku. Mig langar að verða topp 100 í heiminum mjög fljótlega. Annars er að líka að reyna að vera góð fyrirmynd fyrir skák á Íslandi. Ég vil gera mitt besta í því að verða besti skákmaður landsins í dag,“ segir Vignir. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Skák Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Fótbolti Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Á að reka umboðsmanninn á stundinni Enski boltinn Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Körfubolti „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast „Sakna sjálfsmyndar liðsins“ Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Leik lokið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjörið: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Bara heilt maraþon eftir, þá er ég búinn með þrennuna“ Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Giftu sig i miðjum hafnaboltaleik en þurftu að vera mjög fljót að því Sjá meira