„Ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 22. apríl 2025 21:01 Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar Paweł/Vísir Þróttur tók á móti Breiðablik í 2. umferð Bestu deild kvenna í kvöld á Avis vellinum. Þróttur komst tveimur mörkum yfir en Breiðablik jafnaði í uppbótartíma 2-2 og þar við sat. „Súr með úrslitin, súr að þetta skuli enda 2-2 en ég er ánægður með spilamennskuna hjá mínu liði í gegnum allan leikinn. Mér fannst við sterkari aðilinn“ Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar eftir leikinn í kvöld. Þróttur gerði tilkall til vítaspyrnu alveg í blálokinn þegar boltinn virðist fara af hendinni á varnarmanni og aftur fyrir en ekkert dæmt. „Þetta var það frábær leikur fannst mér allan tímann að fara taka þetta atriði í restina og hafa það sem úrslitaatriði það finnst mér bara ekki klæða leikinn. Þetta er vafa atriði, okkur fannst það fara í hendina og Blikunum fannst hann örugglega fara í andlitið á henni en bara spilamennskan hjá okkur var það góð og ég er ánægður með hana og súr með úrslitin“ Flestir sérfræðingar fyrir mót hafa talað um baráttu milli Vals og Breiðabliks um titilinn en er Þróttur að henda hatt sínum í hringinn með frammistöðunni í kvöld? „Það að Breiðablik komi til baka og nái í stigið sýnir styrk þeirra. Þær þurfa ekki mikið og þær nýttu sér það. Þær eru með leikmenn sem geta klárað leikina svolítið upp á eigin spýtur“ „Ef ég tek spilamennskuna þá fannst mér spilamennska okkar vera þannig að ég ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast. Þessi leikur er búinn og við þurfum að læra af þessu og svo er það bara inn í næsta leik ef við náum að spila svona og hafa þessa vinnusemi og klókindi sem að mér fannst við hafa þá getum við alveg með hænufetum nálgast þessi lið sem sérfræðingarnir eru að tala um“ Hvað var það sem Þróttur gerði svona vel gegn Breiðablik í kvöld? „Mér fannst við bara spila mjög vel að fara út á kanntana. Fara í breiddina og tvöfalda. Við erum með góðan hraða á köntunum bæði vinstra og hærgra meginn sem að gerði það að verkum að við náðum að herja svolítið á þær og skapa færi þar. Það fannst mér vera stertk hjá okkur. Við fórum ekki að moðast í gegnum miðjuna.“ „Við fáum tækifæri en setjum boltann ekki alltaf í markið en svo er það sem gerir það að verkum að þetta fer jafntefli er að þær nýta þessi fáu færi sín. Það eru gæði í því líka.“ Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira
„Súr með úrslitin, súr að þetta skuli enda 2-2 en ég er ánægður með spilamennskuna hjá mínu liði í gegnum allan leikinn. Mér fannst við sterkari aðilinn“ Sagði Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar eftir leikinn í kvöld. Þróttur gerði tilkall til vítaspyrnu alveg í blálokinn þegar boltinn virðist fara af hendinni á varnarmanni og aftur fyrir en ekkert dæmt. „Þetta var það frábær leikur fannst mér allan tímann að fara taka þetta atriði í restina og hafa það sem úrslitaatriði það finnst mér bara ekki klæða leikinn. Þetta er vafa atriði, okkur fannst það fara í hendina og Blikunum fannst hann örugglega fara í andlitið á henni en bara spilamennskan hjá okkur var það góð og ég er ánægður með hana og súr með úrslitin“ Flestir sérfræðingar fyrir mót hafa talað um baráttu milli Vals og Breiðabliks um titilinn en er Þróttur að henda hatt sínum í hringinn með frammistöðunni í kvöld? „Það að Breiðablik komi til baka og nái í stigið sýnir styrk þeirra. Þær þurfa ekki mikið og þær nýttu sér það. Þær eru með leikmenn sem geta klárað leikina svolítið upp á eigin spýtur“ „Ef ég tek spilamennskuna þá fannst mér spilamennska okkar vera þannig að ég ætla að leyfa mér að vona að við séum að nálgast. Þessi leikur er búinn og við þurfum að læra af þessu og svo er það bara inn í næsta leik ef við náum að spila svona og hafa þessa vinnusemi og klókindi sem að mér fannst við hafa þá getum við alveg með hænufetum nálgast þessi lið sem sérfræðingarnir eru að tala um“ Hvað var það sem Þróttur gerði svona vel gegn Breiðablik í kvöld? „Mér fannst við bara spila mjög vel að fara út á kanntana. Fara í breiddina og tvöfalda. Við erum með góðan hraða á köntunum bæði vinstra og hærgra meginn sem að gerði það að verkum að við náðum að herja svolítið á þær og skapa færi þar. Það fannst mér vera stertk hjá okkur. Við fórum ekki að moðast í gegnum miðjuna.“ „Við fáum tækifæri en setjum boltann ekki alltaf í markið en svo er það sem gerir það að verkum að þetta fer jafntefli er að þær nýta þessi fáu færi sín. Það eru gæði í því líka.“
Þróttur Reykjavík Besta deild kvenna Mest lesið Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Gunnlaugur keppir á besta áhugamannamóti heims Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Slapp vel frá rafmagnsleysinu ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sjá meira